Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 54
Mannréttindanefnd Evrópu og Mannréttindadómstóll Evrópu fjalla um kær- ur þeirra, er telja á sér brotin réttindi, sem tryggð eru í sáttmálanum. Ýmis lögskýringarsjónarmið hafa náð festu, svo sem það viðhorf að sáttmálinn sé lifandi gemingur sem skýra verði á framsækinn hátt eftir aðstæðum á þeim tíma, sem honum er beitt. Dómstóllinn hefur sagt, að 6. gr. sé kjamaákvæði sem ekki megi túlka þröngt. Jafnframt verður að hafa í huga, að oft ráða ein- stök málsatvik úrslitum og getur það rýrt fordæmisgildið. Hér á eftir verður vikið að nokkrum dómum í Strasbourg, en þeir eru nánar raktir í skýrslu greinarhöfundar í Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab, 2. hefti 1994 (De internationale menneskerettigheders krav til bevisfprelse). Aðalatriði í 6. gr. er, að staða ákæruvalds og ákærðs manns fyrir dómi skuli vera hin sama. Er í því sambandi oft vitnað til dóms í máli Unterpertinger gegn Austurríki frá 24. nóvember 1986. (Sjá: „Um sönnunargögn og sönnunarfærslu í sakamálum“ eftir Boga Nilsson í Úlfljóti, 4. tbl. 1991). í dómnum kemur fram: 1. Niðurstöðu um, hvort málsmeðferð fái staðist eftir 6. gr., verður að byggja á heildarmati, og fer eftir atvikum í opinberum málum hvort er stuðst við 1. mgr. eða 3. mgr. d eða bæði ákvæðin, en hið síðamefnda varðar sérstök atriði, sem 1. mgr. fjallar einnig um. 2. Heimilt er að setja því skorður, hvaða spurningar eru bornar fram í vitnaleiðslu. 3. Mannréttindasáttmálinn bannar ekki upplestur lögregluskýrslna á dóm- þingi. 4. Sönnunargildi þessara skýrslna verður að meta sérstaklega. 5. Lögregluskýrslur geta orðið sönnunargögn, ef réttindi hins ákærða hafa verið virt í málsmeðferðinni. 6. Mannréttindasáttmálinn hefur verið brotinn, ef þessi réttindi hafa ekki verið virt og ákærði sakfelldur aðallega á grundvelli sönnunargagna, sem ekki standast kröfur sáttmálans. 7. Það er yfirleitt ekki hlutverk mannréttindadómstólsins heldur dómstóla í aðildarríkjum, sem í hlut eiga, að meta sönnunargögn, þar á meðal þýðingu þess, að framkomin gögn eru ótæk. Allmargir dómar hafa gengið í Strasbourg um tæk sönnunargögn. í máli Asch gegn Austurríki frá 26. apríl 1991 minna atvik á Unterpertinger málið, en niðurstaðan varð þó sú, gagnstætt því sem var 1986, að 6. gr. hefði ekki verið brotin, enda hefði Asch ekki nýtt sér tækifæri til að færa fram vöm í máli sínu í Austurríki og hann hefði verið sakfelldur á öðrum grundvelli en lögregluskýrslunni einni, en hún hafði ekki verið prófuð fyrir rétti. Fyrir kemur, að lög takmarka vitnaskyldu og snúa sönnunarbyrði við. Einnig kemur fyrir, að maður sem hefur gefið skýrslu hjá lögreglu, hverfur og finnst ekki. A þessi atriði hefur reynt í Strasbourg, einkum í sambandi við smábrot og fíkniefnabrot. Það eru dómar í þessum málum, er líklega skipta mestu um 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.