Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 66
FUNDUR HINS NORRÆNA RÉTTARFARSFÉLAGS 1994 Dagana 28.-30. september sl. hélt Hið norræna réttarfarsfélag (Nordisk Forening for Procesret) þing í Hillerpd á Sjálandi. Meðal fundarmanna voru Stefán Már Stefánsson prófessor og hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson og Hrafn Bragason. Þing þessi eru haldin á þriggja ára fresti og á þeim gefst gott tækifæri til að fylgjast með því helsta sem er að gerast í réttarfari á Norð- urlöndum. Þá gefur félagsskapurinn út fréttabréf sem þjónar sama tilgangi. Fyrsta daginn á þinginu í Hillerpd voru haldin erindi um réttarfar þeirra alþjóðadómstóla, sem Norðurlöndin eru aðilar að, tekin dæmi af málarekstri fyrir þeim og sagðar nýjustu fréttir. Þetta eru dómstóll Evrópubandalagsins, dómstóll EFTA, mannréttindadómstólinn og Alþjóðadómstóllinn. Þór Vil- hjálmsson flutti erindið um EFTA-dómstólinn og skýrði út og dreifði reglum um réttarfar fyrir honum. Fram kom að sjö mál hafa verið skráð hjá dóm- stólnum. Hefur einu þeirra þegar verið vísað frá þar sem það átti ekki undir lögsögu dómsins. Fyrsta málið sem hlýtur efnismeðferð verður hins vegar flutt 19. október n.k. og varðar það ríkiseinkasölu áfengis í Finnlandi. Isi Foighel dómari Dana í mannréttindadómstólnum flutti erindi um hann. Kom fram að með mikilli fjölgun aðildarríkja verður það nokkrum tilviljunum háð hverjir dómaranna sitja í dómi hverju sinni og getur það haft áhrif á niðurstöður, því að dómararnir koma frá mjög ólíkum löndum þar sem ríkja ólík viðhorf m.a. til réttarfars. Dómstóllinn reyni þó að fylgja fyrri fordæmum sínum. Fyrirlesarinn lagði áherslu á að dómstóllinn ætti að dæma um hvort lög og stjórnvaldsreglur aðildarríkjanna væru í samræmi við ákvæði Mann- réttindasáttmálans. Hann væri hins vegar ekki áfrýjunardómstóll sem endur- skoðaði úrlausnir dómstóla aðildarríkjanna. Því væru dómar hans ekki neinn dómur yfir dómstólum ríkjanna heldur um það hvort Jring og framkvæmdavald hefðu í ákveðnu falli farið að reglum sáttmálans. I umræðum sem fylgdu í kjölfar erindisins kom fram nokkur ótti um að mannréttindadómstóllinn stefndi í átt til svo mikilla krafna um að ströngustu formreglum væri fylgt að ekki næðist að framfylgja efnisréttinum. Erindin varðandi Evrópudómstólinn og Alþjóðadómstólinn höfðu ekki eins mikið erindi til okkar. Erindið um Alþjóðadómstólinn var þó athyglisvert, þurfi Islendingar að leggja mál varðandi veiðar við Svalbarða undir Alþjóða- dómstólinn. Annan dag þingsins var fjallað um ný lög um opinbert réttarfar í Noregi og Finnlandi og þær breytingar, sem þau hafa í för með sér. í Noregi giltu þær reglur að opinberum málum, sem dæmd voru á fyrsta dómstigi hjá héraðs- dómstólum, mátti skjóta beint til Hæstaréttar Noregs nema áfrýjað væri til nýrrar sönnunarfærslu. Kærunefnd Hæstaréttar gat þá sagt fyrir um hvort máli skyldi vísað til fullnaðarmeðferðar Hæstaréttar um lög og refsiákvörðun. Sú regla gilti að þrír hæstaréttardómarar gátu, væru þeir sammála, vísað máli frá Hæstarétti vegna þess að það væri ekki álitið svo þýðingarmikið að Hæstarétti 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.