Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 12
tjóni, en þeir, sem telja sig hafa hagsmuni af því að verja hendur sínar eða starfsfélaga sinna.3 6. ÁBYRGÐ VEGNA BILUNAR EÐA GALLA Eins og fram kom, þegar rætt var um sakarregluna og vinnuveitandaábyrgðar- regluna, er meginreglan sú, að sök er skilyrði skaðabótaskyldu. Nokkrar undan- tekningar eru frá því. Ein þeirra er sú, að atvinnurekandi er talinn bera bótaábyrgð vegna slyss, sem hlýst af bilun eða galla í tæki, sem notað er í atvinnurekstri hans, þótt slysið verði hvorki rakið til gáleysis hans né starfsmanna hans. Þetta hefur t.d. í för með sér, að sjúkrastofnun eða sjálfstætt starfandi læknir er almennt bótaábyrgur, ef sjúklingur hlýtur heilsutjón af völdum bilunar eða galla í lækningatæki eða áhöldum, sem notuð eru við meðferð á sjúklingi. í áðumefndum dómi frá 1971 um röntgenbrunann er tekið sérstaklega fram, að ekkert sé komið fram um að geislalækningatækin hafi verið biluð. Gat sjúkl- ingurinn því ekki gert neinar kröfur á þeim grundvelli. Regla um bótaskyldu vegna bilunar eða galla í tæki er óneitanlega ströng, þar sem ábyrgð er felld á mann, sent ekki hefur nokkur tök á að vita af biluninni fyrr en tjón er orðið. Læknir er að sjálfsögðu ábyrgur á grundvelli sakar, ef hann notar tæki, sem honum eða starfsmönnum hans má vera ljóst að hætta getur stafað af. En eftir síðastnefndri reglu er ábyrgðin ríkari, því að leyndur galli veldur bótaskyldu. Auk bótaréttar sjúklings á hendur lækni eða sjúkrastofnun getur hann krafið framleiðanda eða seljanda tækis eða áhalds um bætur fyrir heilsutjón, sem rekja má til galla eða bilunar. Slík bótakrafa styðst við lög nr. 25/1991 um skaðsemisábyrgð. Læknir eða sjúkrastofnun, sem greitt hefur sjúklingi bætur, á samkvæmt lögum þessum endurkröfu á hendur framleiðanda eða seljanda hlut- ar þess, sem tjóni olli. Lög um skaðsemisábyrgð koma einnig við sögu, ef sjúklingur bíður heilsu- tjón vegna hættulegra eiginleika lyfs og verður nú sérstaklega vikið að því. 7. ÁBYRGÐ VEGNA HÆTTULEGRA EIGINLEIKA LYFJA Sjúklingar geta orðið fyrir heilsutjóni af völdum hættulegra eiginleika lyfja eða annarra efna, sem notuð eru við lækningar. Líklega geta flest lyf valdið tjóni, ef þau eru notuð í óhófi eða andstætt ráðleggingum lækna. Með hættu- legum eiginleikum er ekki átt við það. Lyf er talið hafa hættulega eiginleika, þegar ekki er unnt að nota það á venjulegan hátt, svo að öruggt sé, ef miðað er við þær kröfur, sem eðlilegt er að gera til sams konar lyfja. Eðli og orsakir hættulegra eiginleika lyfja eru með ýmsum hætti. Hættulegir eiginleikar geta t.d. stafað af framleiðslugalla eða ófullnægjandi eða röngum 3 Logi Guðbrandsson fjallar nánar um sönnunarskyldu og mat á sönnun í erindi sínu. 236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.