Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 15
ast. Af þessum ástæðum hafa víða um lönd orðið miklar umræður um úrræði til að auka rétt sjúklinga til bóta fyrir tjón sem hlýst í kjölfar læknismeðferðar. Slík úrræði ná ekki tilgangi sínum nema þau séu þannig úr garði gerð, að bótaskil- yrði séu að miklum mun rýmri en gerist eftir skaðabótareglum. Arið 1989 var gerð breyting á lögum um almannatryggingar í því skyni að veita sjúklingum betri rétt til fébóta fyrir heilsutjón en þeir höfðu áður.5 í breyt- ingarlögum, sem nú eru hluti af lögum nr. 117/1993 um almannatryggingar, eru reglur um rétt til bóta frá Tryggingastofnun ríkisins vegna heilsutjóns, er sjúkl- ingar verða fyrir vegna „læknisaðgerða eða mistaka starfsfólks“, sjá f-lið 1. mgr. 24. gr. laganna. Akvæði þetta tekur til sjúklinga, sem eru til meðferðar á sjúkrastofnunum, er starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Bótarétti sjúklinga eftir hinum nýju reglum eru sett viss takmörk, m.a. takmarkast réttur sjúklings við bætur eftir almannatryggingalögunum, en fjárhæð þeirra er oft miklu minni en bótafjárhæðir, sem menn eiga rétt á eftir almennum skaðabóta- reglum. Auk þess greiða almannatryggingar engar bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, þ.e. þjáningar eða annan miska. Annars staðar á Norðurlöndum hefur á undanfömum áram verið komið á fót sérstökum sjúklingatryggingum til þess að greiða bætur vegna líkamstjóns, sem menn verða fyrir í tengslum við heilsugæslu, m.a. vegna tjóns af læknisaðgerð- um. Norrænu sjúklingatryggingamar veita bætur sem eru í meginatriðum í sam- ræmi við fjárhæð og tegundir bóta eftir reglum, sem gilda í skaðabótarétti um ákvörðun bóta. Samkvæmt norrænu reglunum skal þó ekki greiða bætur fyrir tjón, sem ekki nær nánar tilteknu lágmarki. Er það gert til þess að spara kostn- að við meðferð og greiðslu minni háttar krafna. Sjúklingatryggingakerfi þessara ríkja eru ekki háð því að bótaábyrgð hafi stofnast eftir skaðabótareglum og þau eru ekki heldur háð sömu takmörkunum og sjúklingatrygging samkvæmt lögum um almannatryggingar. Norrænu sjúklingatryggingamar eru nýtt bótaúrræði, sem felur í sér áður óþekktar reglur um skilyrði fyrir rétti til tjónbóta. Þessi skilyrði em mjög frá- brugðin bótaskilyrðum almannatrygginga, hefðbundinna slysatrygginga og reglum skaðabótaréttar. Tryggingamar greiða bætur fyrir tjón sem koma hefði mátt í veg fyrir með því að haga rannsókn eða meðferð sjúklings öðru vísi en gert var. í vissum tilvikum stofnast bótaréttur, þótt ekki hafi verið unnt að afstýra tjóni. Hér eru ekki tök á að segja nánar frá gildissviði norrænu sjúkl- ingatrygginganna, en í stuttu máli sagt veita þær tjónþola mun ríkari rétt en sá vísir að sjúklingatryggingu, sem komst á hér á landi árið 1989 með þeirri breyt- ingu á lögum um almannatryggingar, sem áður er getið. Árið 1990 var lagt fram á Alþingi fmmvarp til laga um sjúklingatryggingu.6 5 Um sjúklingatryggingu laga um almannatryggingar sjá grein í Tímariti lögfræðinga 1990, bls. 135-147. 6 Alþt. 1990-91 A, Nd. 432. mál, þskj. 785, bls. 4093-4115. 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.