Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 23
Ingvar Sveinbjörnsson er hœstaréttarlögmaður og starfsmaður Vátryggingafélags Islands INGVAR SVEINBJÖRNSSON: ÁBYRGÐARTRYGGINGAR HEILBRIGÐISSTÉTTA Þetta stutta erindi, sem hér er birt, var flutt á málþingi um bótaábyrgð heil- brigðisstétta og sjúkrastofnana til upplýsingar um þá kosti, sem í boði eru að því er varðar ábyrgðartryggingar fyrir heilbrigðisstéttir. íslenskar heilbrigðisstéttir þurfa ekki að hafa áhyggjur af vátryggingarvemd- inni í ábyrgðartryggingunni, sem íslensku vátryggingafélögin bjóða. Iðgjöldin eru lág og skilmálar rúmir. Að því er varðar bótasvið skilmálanna þá segir 2. gr. skilmála fyrir ábyrgð- artryggingar atvinnurekstrar, að vátryggingin taki til skaðabótaábyrgðar, sem fellur á vátryggðan vegna slyss á mönnum eða skemmda á munum vegna vá- try^gðrar starfsemi. A mæltu máli þýðir þetta, að bætt era mistök við framkvæmd þess starfs, sem vátryggt er, auk ábyrgðar vegna bilana. I sjálfu sér er óheppilegt að tala um slys á mönnum í skilmálum fyrir heilbrigðisstéttir. Það telst t.d. tæplega slys á manni í almennri merkingu ef t.d. of seint er við brugðið vegna sýkingar í sári eftir að- gerð. Ef um handvömm hefur verið að ræða, bætir ábyrgðartryggingin tjónið. Fyrir utan þau tilvik, sem eru augljós, eru það í raun dómstólar, sem ákveða bótasviðið með úrlausnum um hvað sé bótaskylt af hálfu heilbrigðisstétta. Mörg álitaefni bíða þar úrlausnar. Á t.d. að gera meiri kröfur til hátæknisjúkrahúsa held- ur en fjórðungssjúkrahúsa. Er gáleysismatið það sama á þessum stofnunum. í þessu sambandi má velta fyrir sér, hvort unnt sé að gera þær kröfur til sjúkrahúsa á landsbyggðinni, að tekin séu sýni úr sárum til ræktunar ef grunur er um sýkingu svo finna megi rétt lyf eða nægir venjulegur lyfjakúr í fyrir- byggjandi skyni. Rannsóknir sem þessar er oft ekki unnt að gera nema í Reykja- vík og senda þyrfti sýni til Reykjavíkur. Ég læt þessari spumingu ósvarað. 247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.