Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 24
Helstu undanþágur skilmálanna eru í 5. og 10. gr þeirra.1 í 5. gr. skilmálanna er undanskilið tjón á munum í vörslum. Lifandi maður er ekki munur í þessu sambandi. Lík eða líffæri eru aftur á móti munir í skilningi skilmálanna og tjón í því sambandi ekki bótaskyld. Ýmis álitaefni í þessu sambandi geta því komið upp, sem ekki er tími til að reifa hér. Það sem er e.t.v. raunhæfast í þessu sambandi eru ýmis „atvinnutæki" svo sem sneiðmyndatæki. Röng notkun, sem leiðir til tjóns á tækinu yrði ekki talið bótaskylt tjón samkvæmt skilmálum og yrði þar vísað í 5. gr. Á þessu sviði eru reyndar í boði víðtækar eignatryggingar fyrir sjúkrastofnanir. Að því er varðar stórfellt gáleysi og ásetning geta verið ýmis álitaefni. Ofrjó- semisaðgerð á einstaklingi gegn vilja viðkomandi yrði talið stórkostlegt gáleysi eða ásetningur og ekki bætt. Aflimun vinstri handar í stað hægri er takmarka- tilvik, sem erfitt er að skera úr um en ég er heldur á því, að slíkt tilvik yrði metið sem stórkostlegt gáleysi. Búast má við að í íslenska skilmála verði teknar und- anþágur, sem þekkjast í erlendum skilmálum s.s. varðandi blóðgjafir svo eitt- hvað sé nefnt. Gera má og ráð fyrir, að tekin verði upp í skilmála svokölluð til- kynningarregla varðandi vátryggingartímann gagnstætt gildandi reglu í 13. gr. skilmála.2 Tilkynningarreglan felur í sér, að einungis eru bætt tjón, sem tilkynnt eru á vátryggingartímanum, gagnstætt tjónsorsakarreglunni, sem felur í sér, að bætt eru tjón á vátryggingartímabilinu. Aðalástæða fyrir upptöku tilkynningarregl- unnar er hve tjónin koma seint fram og því erfitt fyrir félagið að gera sér grein fyrir stöðu sinni. Tilkynningarreglan hefur reyndar ýmsa augljósa kosti fyrir vátryggðan svo sem þann helstan, að bætt eru tjón, sem orðið hafa fyrir gildistöku vátryggingar- innar en koma í ljós á vátryggingartíma. Upplýsingar um iðgjöld ábyrgðartryggingar er að finna í niðurlagi þessarar 1 5. gr. skilmálanna er svohljóðandi: „Vátryggingin tekur ekki til ábyrgðar vegna skemmda á munum eða glötunar muna, sem: 1. Vátryggður á einn eða með öðrum. 2. Vátryggður hefur að láni, á leigu, til geymslu, sölu, flutnings eða eru af öðrum ástæðum í vörslu hans, þar á meðal munir, sem vátryggður hefur tekið í heimildarleysi. 3. Vátryggður tekur að sér að gera við, hreinsa, setja upp eða vinna við með einum eða öðrum hætti, ef tjónið verður af verkinu eða við verkið". 10. gr. skilmálanna er svohljóðandi: „Ef vátryggingaratburðurinn verður rakinn til ásetn- ings, stórfellds gáleysis, ölvunar vátryggðs eða neyslu hans á ávana- eða fíkniefnum. á hann enga kröfu á hendur félaginu". 2 13. gr. skilmálanna er svohljóðandi: „Komi afleiðingar atviks, sem tjón hefur hlotist af og gerit hefur á vátryggingartímanum, ekki í ljós fyrr en vátryggingin er fallin úr gildi, greiðir félagið samt sem áður bætur. Á hinn bóginn greiðir félagið ekki bætur fyrir tjón vegna atviks, sem varð, áður en vátryggingartíminn hófst, enda þótt tjónið komi ekki í ljós fyrr en á vá- tryggingartímanum, sbr. 91. gr. laga nr. 20/1954“. 248
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.