Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 29
staðgreiðslu á sköttum. Á þessu ári var gerður kjarasamningur, þar sem hluti greiðslu til sérfræðinga er föst greiðsla án tengsla við ákveðin verk. Ég hef áður talið, að sjúkrahúsið bæri ekki ábyrgð á skaðaverkum, eða mis- tökum þessara lækna. Hins vegar hefur samband þeirra og sjúkrahússins stöð- ugt fengið á sig meiri blæ vinnusambands og er nú svo komið, með þessum nýja samningi, að telja verður, að sambandið hafi í raun breyst úr verksamningi í ráðningarsamning. I máli sem höfðað var á hendur Landakotsspítala fyrir nokkru var ekki haldið uppi þeirri vöm, að sjúkrahúsið bæri ekki ábyrgð á hugs- anlegu skaðaverki eins þessara sérfræðinga. 2.3 Sjálfstætt starfandi sérfræðingar að sérverkefnum Þessir sérfræðingar hafa einnig rétt til þess að koma með sína sjúklinga inn á spítalann og veita þeim læknismeðferð, þ.á m. gera á þeim skurðaðgerðir án þess að þeir séu þar með lagðir inn sem kallað er. Fyrir þessa vinnu greiðir sjúkrahúsið ekki, heldur fær læknirinn greitt beint frá Tryggingastofnun ríkisins og frá sjúklingnum sjálfum. Læknirinn greiðir spítalanum ákveðinn hluta af sinni greiðslu fyrir aðstöðu og aðstoð. Sjúkrahúsið hefur ekkert um það að segja, hvaða sjúklingur er tekinn til aðgerðar og hefur þaðan af síður neitt boðvald yfir lækninum um það, hvemig aðgerðin er framkvæmd. Hér gegnir því nokkuð öðm máli og skortir nú ýmis þau einkenni vinnu- sambands, sem gera verður ráð fyrir að tengja þurfi starfsmann og vinnuveitanda. Læknirinn vinnur þó á nákvæmlega sama starfssviði og þegar hann vinnur í þjónustu sjúkrahússins og vinnan á sér stað inni á sjúkrahúsinu. Ýmislegt bend- ir til þess, að sjúkrahúsið yrði látið bera ábyrgð á tjóni, sem læknar valda í þessu starfi, en ekki er það þó víst. Á hvomgt þessara tilvika, verktakann eða sjálfstætt starfandi lækni inni á sjúkrahúsi hefur svo mér sé kunnugt um reynt í dómsmáli hér og getum við því ekki vitað, hvað er rétt í þessu fyrr en á reynir. Þegar um það er að ræða, að starfsmaður vinnur hjá fleimm en sjúkrahúsinu, og em þá einkum hafðir í huga þeir, sem starfa hjá fleiri sjúkrahúsum, verður að gera ráð fyrir því, að ábyrgð húsbóndans, nái fyrst og fremst til þess, er þeir vinna í hans þágu eða á hans sviði, en aðrir vinnuveitendur verði að bera ábyrgðina, á sínu sviði. Ekki væri útilokað, að vinnuveitendumir bæm allir saman ábyrgðina. Hér má einnig nefna kennara, sem starfa á sjúkrahúsunum, auk starfa annars staðar. Loks má nefna það tilvik, að læknir valdi sjúklingi skaða við meðferð á sinni eigin stofu utan sjúkrahússins. Þá mundi án alls vafa verið komið út fyrir ábyrgð sjúkrahússins, enda hvorki um að ræða ráðningarsamning, launagreiðsl- ur eða húsbóndavald. 2.4 Sjúklingar Enda þótt sjúklingar teljist ekki til heilbrigðisstétta, finnst mér rétt að geta um hugsanlega ábyrgð sjúkrahúss á skaðaverkum sjúklinga. 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.