Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 30
Nokkrum sinnum hafa komið upp mál, þar sem krafist er bóta fyrir tjón, sem sjúklingar hafa valdið starfsmönnum. í öllum tilfellum hefur verið um að ræða geðsjúklinga. Einkum hefur þá verið borið við tveimur málsástæðum. Annars vegar þeirri, að rekstur sjúkrahúss og þá einkum vistun geðsjúklinga, sé það sem nefnt er hættulegur atvinnurekstur og þar af leiði, að um sé að ræða hlut- læj*a ábyrgð, sem svo er nefnd. I einum bæjarþingsdómi frá 1970 var fallist á þessa málsástæðu, en honum var ekki áfrýjað. Heldur er ólíklegt að hann hefði verið staðfestur í Hæstarétti, enda er ekki viðurkennd nein algild regla um hlutlæga ábyrgð á hættulegum atvinnurekstri. Hin málsástæðan hefur verið sú, að leiða megi bótaskyldu af gáleysi einhvers annars starfsmanns en þess, sem fyrir tjóninu varð, og er þá yfirleitt um að ræða vanrækslu af einhverju tagi. I aðeins einum af dómunum er höfð uppi sú málsástæða, að sjúkrahúsið beri húsbóndaábyrgð á sjúklingnum. H 1988 775 Málavextir voru þeir, að hjúkrunarfræðingur á geðspítala fór um miðnætti með lyf handa sjúklingi, en er hún opnaði dyr inn í herbergi hans, skellti hann fyrirvaralaust hurðinni aftur af miklu afli. Fingur vinstri handar lentu milli stafs og hurðar og tók framan af baugfingri. Sjúklingurinn var geðsjúkur og hafði verið órólegur um nóttina. Kröfur sína byggði stefnandi á því, að vinnuveitandi bæri skaðabótaábyrgð á sak- næmri háttsemi starfsmanna sinna, þ.e.a.s. vinnuveitandaábyrgð. Hæstiréttur segir í niðurstöðu sinni: „Áfrýjandi, sem er hjúkrunarfræðingur, hafði á hendi stjóm á því, hvemig gengið var til verks þess, er leiddi til meiðsla hennar. Hvorki verður á það fallist, að slysið stafi af saknæmum mistökum annarra starfsmanna stefn- du, né af því að dyrabúnaði hafi verið áfátt. Slysið verður heldur ekki rakið til annarrar áhættu, sem stefndi beri fébótaábyrgð á gagnvart áfrýjanda. Ber því að sýkna...“. Þótt þeirri málsástæðu hafi ekki verið hreyft, má hugsa sér, að Hæstiréttur hafi er hann talar um „aðra áhættu“ verið að tala um ábyrgð á skaðaverkum sjúklingsins. Þá ætla ég að nefna dóm Héraðsdóms Norðurlands frá 28. febrúar 1994. Málavextir vom þeir, að stefnandi, sjúkraliði, sem vann á öldmnardeild, varð fyrir því, að sjúklingur greip um úlnlið hennar og sneri upp á hendur hennar aftur fyrir bak. Var henni metin varanleg örorka 20%. I niðurstöðu dómsins segir, að ekki sé fallist á þá málsástæðu sjúkraliðans, að stefndi, sjúkrahúsið, beri ábyrgð á tjóni hennar á gmndvelli almennu skaðabótareglunnar og reglum um húsbóndaábyrgð. Þó svo að sjúklingurinn væri vistaður hjá stefnanda þá stofnist ekki slíkt réttarsamband milli hans og sjúkrahússins eins og um húsbónda og hjú væri að ræða. Af þessum og öðmm ástæðum var sjúkrahúsið sýknað af skaðabótakröfunni. Á aðeins einum stað í þessum málum er að því ýjað, reyndar í vöm stefnda, 254
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.