Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 36
ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR: UPPLÝSINGAMIÐLUN TIL SJÚKLINGA OG SAMÞYKKI I skaðabótarétti er almennt talið að gilt samþykki hafi þau áhrif að athöfn sú er leitt hefur til tjóns telst lögmæt gagnvart þeim sem bundinn er af samþykk- inu. Með öðrum orðum tjónvaldur, þ.e. sá sem er valdur að tjóninu, ber ekki bótaábyrgð. Það er grundvallarregla að starfsfólki sjúkrastofnana ber að leita samþykkis sjúklinga fyrir læknisaðgerðum og meðferðum. Samþykki er ýmist gefið með beinum hætti, t.d. skriflega, eða þá með óbein- um hætti. Þegar sjúklingur t.d. leggst inn á sjúkrahús til að gangast undir ein- hverja aðgerð, þá er hann að samþykkja að aðgerðin fari fram. Af sönnunarástæðum er að sjálfsögðu öruggast fyrir sjúkrahús að afla skrif- legs samþykkis. Slíks samþykkis er auðvitað ekki alltaf hægt að afla, eins og þegar sjúklingur er meðvitundarlaus eða rænulítill og um bráðaaðgerð er að ræða. I skaðabótarétti er eins og áður sagði yfirleitt talið að samþykki feli í sér ábyrgðarleysisástæðu. Störf lækna fela oft í sér mikið inngrip í líkama fólks. Ef tjón er rakið til alvarlegra mistaka læknis getur samþykkisyfirlýsing ekki firrt hann bótaábyrgð. Þegar sjúklingur undirritar samþykkisyfirlýsingu, þá verður að telja að það feli í sér samþykki fyrir aðgerðinni og eftirmeðferðinni. Það verður einnig að telja að samþykkið feli í sér áhættutöku, þ.e.a.s. samþykki fyrir þeirri áhættu sem alltaf fylgir aðgerð. Læknar og starfsfólk sjúkrastofnana mega þó alls ekki líta svo á að samþykki sjúklinga feli í sér allsherjar sakar- uppgjöf fyrir lækna ef svo má að orði komast. Ef tjón er að rekja til alvarlegra mistaka læknis eða hjúkrunarfræðings, þá leysir samþykki sjúklings fyrir að- 260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.