Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 37
gerðinni þau ekki undan ábyrgð. í greinargerð með læknalögum nr. 53/1988 kemur fram að ekki megi heimila lækni að láta sjúkling skrifa undir yfirlýsingu fyrirfram þar sem læknir leysir sig undan allri ábyrgð. Slíkt beri aðeins að taka gilt sé um að ræða ólæknanlega sjúkdóma samkvæmt viðurkenndum fræðum og læknirinn sé að koma með einhverja nýja aðferð sem hann kynnir hinum sjúka og fyrirsjáanlegt er að árangurinn sé óviss.1 Þá má einnig nefna hér svokallaða Helsinkiyfirlýsingu ffá árinu 1964, sem síðast var endurskoðuð árið 1983, en yfirlýsing þessi hefur að geyma ráðleggingar og leiðbeiningar fyrir lækna varðandi læknisffæðilegar rannsóknir, sem gerðar eru á mönnum. I grein 1.9. kemur fram að læknir eigi að afla skriflegs samþykkis ffá þeim sem taka þátt í læknisfræðirannsóknum. I lok greinarinnar er tekið ffam að viðkomandi eigi að hafa gefið samþykkið af fúsum og fijálsum vilja.2 I frumvarpi til stjómskipunarlaga um breytingu á stjómarskrá lýðveldisins Islands m. 33/1944 með síðari breytingum sem lagt var fyrir 118. löggjafar- þingið sem 297. mál, er gerð tillaga um nýja 68. gr. stjómarskrárinnar. Þar kem- ur fram að engan megi beita ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refs- ingu. í greinargerðinni með fmmvarpinu kemur fram að í ákvæðinu felist bann við læknisfræðilegum og vísindalegum tilraunum án samþykkis hlutaðeiganda. Síðan segir í greinargerðinni: „Má líta svo á að ákvæðið feli almennt í sér bann við læknisaðgerðum án samþykkis hlutaðeiganda ef líf er ekki í brýnni hættu, en sem dæmi um aðgerðir, sem hér geta átt undir, má nefna ófrjósemisaðgerðir og aðrar aðgerðir sem geta haft varanleg áhrif á líf manns“.3 Afleiðing þess að samþykkis er ekki leitað, þegar það er hægt og þess er þörf, er að læknirinn getur bakað sér skaðabótaskyldu. í Bandaríkjunum em t.d. dæmi um það að dómstólar hafi jafnað aðgerðum, sem samþykkis var ekki leitað fyrir, við bótaskylda líkamsárás.4 Hér má nefna norskan dóm frá árinu 1954, sem reifaður er í Rettens gang 1954 bls. 601. Læknir var talinn skaðabótaskyldur fyrir að hafa numið tá af manni án þess að afla samþykkis áður. í dómnum var tekið fram að alltaf þyrfti að liggja fyrir samþykki áður en farið væri út í svona aðgerð. Því er stundum haldið fram í bótamálum að um bótaskyldu sé að ræða vegna þess að ekki hafi verið leitað samþykkis fyrir aðgerð. Læknar og sjúkrahús hafa yfirleitt í þessum tilfellum verið sýknuð af bótakröfum vegna þess að talið hefur verið að aðgerðimar hafi verið réttilega framkvæmdar. Bráðnauðsynleg aðgerð hefur þá ekki í för með sér bótaskyldu vegna þess að samþykkis var ekki leitað fyrir aðgerðinni. 1 Alþingistíðindi, þingskjal 120, 1987, bls. 819. 2 Handbók um siðamál lækna: Læknablaðið, 7. tbl. 73. árg. 1987, bls. 27. 3 Alþingistíðindi, þingskjal 389, sérprentun, bls. 25. 4 C. Gregory, H. Kalven, R. Epstein: Cases and Materials on Torts. 3rd ed. Boston & Toronto: Little, Brown and Company, 1977, bls. 8-9. 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.