Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 39
En hversu langt á læknir að ganga? í 10. gr. læknalaganna segir „að jafnaði“, sem bendir til þess að upplýsingaskyldan sé ekki fortakslaus. Ef læknir t.d. lýsir í smáatriðum einhverjum fjarlægum hugsanlegum fylgikvillum af bráðnausyn- legri aðgerð, getur það leitt til þess að sjúklingurinn verði svo hræddur að hann hættir við bráðnauðsynlega aðgerð. Ef um mjög fjarlæga áhættu er að ræða þá verður ekki talið nauðsynlegt að upplýsa sjúklinga um áhættuna. Það er reyndar undantekning að dómstólar taki undir málsástæðu um að upplýsingaskyldu hafi ekki verið sinnt. í H 1990 853 reyndi á þetta. í forsendum Hæstaréttar (bls. 857-858) er tekið fram að bótakrafa sjúklingsins væri öðrum þræði byggð á því að læknir sá sem tók ákvörðun um margnefnda skurðaðgerð hefði átt að vara hann við þeirri áhættu sem fylgdi aðgerðinni. Hæstiréttur tók fram að samkvæmt gögnum málsins væru líkur á fylgikvillum eftir þess háttar aðgerðir ekki miklar. Þegar af þeirri ástæðu verði bótaskylda ekki felld á sjúkrahúsið og lækninn þrátt fyrir það að hann hafi ekki varað sjúklinginn við áhættunni. Þessa niðurstöðu er að finna í velflestum norrænum dómum sem um þetta efni fjalla. Það er sýknað vegna þess að um svo fjarlægan möguleika var að ræða að ekki var talið að það ylli bótaábyrgð að sjúklingi var ekki sagt frá hugs- anlegum afleiðingum. Hér skal þó nefndur einn danskur dómur, sem reifaður er í UfR. 1991 7740. Hafa verður í huga að um landsréttardóm er að ræða, en ekki hæstaréttardóm. Fordæmisgildið er því takmarkað að því leytinu til. Hnykkir (kíropraktor) fékk sjúkling til meðferðar sem þjáðist af góðkynja höfuðverk. Við hnykkmeðferðina skaddaðist heilastofn vegna þess að æð til mænunnar lokaðist. Sjúklingurinn var 100% öryrki á eftir. Áhættan af þessari meðferð var vel þekkt en mjög sjaldgæf, innan við 1%. Hnykkirinn hafði ekki greint sjúklingnum frá áhætt- unni. Hann var dæmdur bótaskyldur. Dómurinn taldi að enda þótt áhættan hafi verið hverfandi þá hafi hnykkinum borið að upplýsa sjúklinginn um hana vegna þess að tjón gat orðið mjög mikið. Þar sem um góðkynja höfuðverk var að ræða, sem talið var að hefði lagast af sjálfum sér með tíð og tíma, átti hnykkirinn að upplýsa sjúklinginn um þetta til að sjúklingurinn gæti metið óþægindin sem höfuðverkurinn olli gagnvart greindri áhættu. Þá eru til a.m.k. tveir íslenskir héraðsdómar, þar sem sjúklingar m.a. byggðu bótakröfur sínar á því að þeir hefðu ekki verið upplýstir um áhættur af aðgerð. í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 5. febrúar 1993 var um að ræða konu er hafði gengist undir svokallaða svuntuaðgerð, sem er fegrunaraðgerð til lagfæringar á húð- sliti á maga. Drep komst í skurðinn og hlaut konan af þessu mikil ör. Konan hélt því fram að hún hefði ekki verið upplýst fyrirfram um það að um einhverja áhættu væd að ræða af þessari aðgerð. í dómnum var tekið fram að það kæmi ekki fram í sjúkra- skrá að sjúklingur hafi verið sérstaklega vömð við aðgerðinni, en hins vegar kom fram í bréfi frá skurðlækninum sem gerði aðgerðina að sjúklingur hafi sótt mjög fast 263
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.