Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 46
Allan Vagn Magnússon héraðsdómari tók til máls og taldi eðlilegt að starf- andi héraðsdómarar stæðu straum af málshöfðun Sverris Einarssonar en ekki félagið þar sem í því væru auk héraðsdómara, hæstaréttardómarar, dómarafull- trúar og eftirlaunaþegar. Líflegar umræður urðu um mögulega málfshöfðun og fyrirkomulag á stuðn- ingi dómara við málshöfðunina. Friðgeir Björnsson dómstjóri gerði þá svo- hljóðandi tillögu sem borin var undir atkvæði og samþykkt samhljóða: Aðalfundur Dómarafélags íslands, haldinn á Selfossi 4.-5. nóvember 1994, samþykkir, aðfela stjórnfélagsins að kanna það hjáfélagsmönnum hvortþeir eru tilbúnir til þess að kosta hugsanlega málsókn Sverris Einarssonar tii að sœkja á hendur ríkissjóði vangoldnar orlofsgreiðslur afyfirvinnukaupi, hvort heldur fyrir héraðsdómi eða Félagsdómi. Ólafur Börkur Þorvaldsson héraðsdómari gjaldkeri félagsins gerði grein fyrir reikningum félagsins með því að vísa til reikninganna sem lágu frammi í skýrslu stjórnar. Gjaldkerinn lagði til að eignarhluti félagsins í fasteigninni Lágmúla 7 yrði seldur Lögfræðingafélagi íslands á kr. 40.000. Þá skoraði gjald- kerinn á þá félagsmenn sem ættu ógreidd félagsgjöld að greiða þau þá þegar. Loks bar gjaldkerinn upp þá tillögu að árgjald félagsins fyrir árið 1995 yrði kr. 3.000 og var tillagan samþykkt samhljóða. Þá var komið að stjórnarkjöri. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari gaf ekki kost á sér til endurkjörs og voru honum þökkuð mikil og góð störf í þágu félagsins. Fráfarandi stjórn félagsins lagði til að Allan Vagn Magnússon héraðsdómari yrði kjörinn formaður. Aðrar tillögur komu ekki fram og var hann kjörinn for- maður félagsins með lófataki. Fundarstjóri skýrði frá því að Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari óskaði ekki eftir endurkjöri í varastjóm félagsins. Fundarstjóri skýrði því næst frá tillögum fráfarandi stjómar félagsins um stjórnarmenn og varastjórnarmenn. Aðrar tillögur komu ekki fram og voru eftirtaldir kjörnir í stjóm og varastjóm með lófataki. Aðalstjórn: Helgi I. Jónsson héraðsdómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson hér- aðsdómari, Ólöf Pétursdóttir héraðsdómari og Þorgeir Ingi Njálsson héraðs- dómari. Varastjóm: Freyr Ófeigsson héraðsdómari og Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari. Fundarstjóri lagði til, samkvæmt tillögu fráfarandi stjórnar, að eftirtaldir yrðu teknir inn í félagið og var innganga þeirra samþykkt með lófataki: Amfríður Einarsdóttir dómarafulltrúi í Héraðsdómi Reykjavíkur, Erlingur Sigtryggsson dómarafulltrúi í Héraðsdómi Norðurlands eystra, Greta Baldurs- dóttir skrifstofustjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, Ingi Tryggvason dómarafull- trúi í Héraðsdómi Vesturlands og Sigurjóna Símonardóttir dómarafulltrúi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fundarstjóri sleit aðalfundinum kl. 16:15. Að loknum aðalfundi var litið við í húsnæði Héraðsdóms Suðurlands en því 270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.