Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 12
fyrstnefndu atriðin byggjast á þeim breytingum sem voru gerðar á stjórnarskrá og þingsköpum 1991: 1. Alþingi hefur síðan 1991 haft aukna möguleika til eftirlits með framkvæmdarvaldinu Þetta byggist ekki síst á breyttu hlutverki nefnda þingsins. í reynd hafa þær haft mun sterkari stöðu til að sinna eftirlitshlutverki sínu en áratugina þar á undan þótt þær hafi ekki haft rannsóknarvald í anda 39. gr. stjórnarskrárinnar. I þessu sambandi er fyrst að nefna að samkvæmt 26. gr. þingskapa er fastanefndum heimilt að fjalla að eigin frumkvæði um önnur mál en þau sem þingið vísar til þeirra og að nefndirnar geta jafnframt gefið þinginu skýrslu um niðurstöður þeirrar umfjöllunar. Áður gat nefnd aðeins fjallað um mál sem var formlega vísað til hennar. I greinargerð með þingskapalagafrumvarpinu 1991 kemur skýrt fram að þetta nýja vald þingnefnda sé hugsað sem vísir að eftirliti fagnefndar með þeim stofnunum framkvæmdarvaldsins sem heyra undir málefnasvið nefndarinnar. Það hefur í reynd færst í aukana að þingnefndir noti þennan rétt sinn samkvæmt 26. gr. í auknum mæli hafa því önnur mál en þingmál verið á dagskrá þingnefnda og á fundi nefndanna hafa mætt þeir aðilar, bæði frá framkvæmdarvaldinu og hagsmunasamtökum, sem nefnd hefur óskað eftir að gæfu henni upplýsingar. Þá má nefna að þingnefndir hafa nú heimild til að vera að störfum allt árið. Þetta byggir á þeirri breytingu stjórnlaga að Alþingi er nú heilsársþing. Þær geta því verið að störfum á sumri þegar þingið situr ekki og kallað ráðherra og embættismenn á fund. Áður var það svo að nefndafundir féllu niður um leið og þingslit voru að vori. Það má því segja að fram til 1991 hafi ríkisstjórnin verið laus við allt aðhald frá Alþingi 4-5 mánuði frá vori og fram á haust. Nú eru hins vegar haldnir nefndarfundir í þinghléinu á sumrin þótt vissulega séu þeir ekki eins tíðir og yfir vetrartímann. 2. Annað atriðið sem styrkt hefur þingið Iýtur að þingrofsvaldi ríkisstjórnar Fram til 1991 fól þingrofsvaldið í sér að forseti gæti, að tillögu forsætis- ráðherra, rofið Alþingi, þ.e. fellt úr gildi umboð þingmanna áður en kjörtímabil þeirra var liðið. Þingrof gat þá fellt umboð þingmanna úr gildi frá birtingardegi og var þá ekki um að ræða neina þingmenn í landinu frá þeim tíma sem þingrof tók gildi og þar til nýjar kosningar fóru fram. Gátu liðið vikur eða mánuðir frá þingrofi til kosninga. Þingrofsheimildin veitti auðvitað framkvæmdarvaldinu, ríkisstjórn, sterka stöðu gagnvart löggjafarvaldinu, Alþingi. Tvívegis hefur beiting þessa valds valdið verulegri pólitískri ólgu hérlendis, 1931 og 1974. í báðum tilvikum var ríkisstjórn komin í minnihluta í þinginu og sá fram á samþykkt vantrauststillögu. í stað þess að bíða eftir vantrausti ákvað stjómin að rjúfa þing og boða til kosninga. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.