Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 15
1. Frumvarp til laga um tjárreiður ríkisins Frumvarpið felur í sér að sett er heildstæð löggjöf um fjárreiður ríkisins, þ.e. um ríkisreikning, fjárlagagerð, framkvæmd fjárlaga og lántökur rrkissjóðs. Það sem einkum er gagnrýnisvert í þessu frumvarpi út frá sjónarmiði Alþingis er að skilgreining á stjómsýslulegu sjálfstæði Alþingis sem stofnunar er afar óljós í frumvarpinu. Upptalning á ríkisaðilum í ýmsum greinum frumvarpsins gefur líka til kynna að Alþingi sé sett skör lægra en ráðuneyti en slfk skipan mála fær ekki staðist. 2. Frumvarp til laga um breytingar á sérákvæðum í lögum er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Þetta frumvarp er flutt í framhaldi af starfsmannalögum sem samþykkt voru á Alþingi á síðasta þingi. I 11 .-15. gr. frumvarpsins eru ákvæði er varða Alþingi og stofnanir þess og lúta að rrkisendurskoðanda, umboðsmanni Alþingis og skrifstofustjóra Alþingis. Að mínu mati er það ekki ásættanlegt að framkvæmdarvaldið sé að flytja lagabreytingar er varða innri málefni þingsins og stofnana þess. Eðlilegra er að lagabreytingar er varða þessa embættismenn þingsins komi frá forsætisnefnd Alþingis. Þá er framsetning frumvarpsins slfk að ætla mætti að Alþingi heyrði formlega undir framkvæmdarvaldið en áðurgreindar lagabreytingar eru felldar inn í frumvarpskafla um forsætisráðuneytið. 3. Fjáraukalagafrumvarpið I fjáraukalagafrumvarpinu fyrir árið 1996 var ekki nema að hluta orðið við þeim óskum sem forsætisnefnd Alþingis setti fram um aukafjárveitingar og sem forsætisnefnd var sammála um að væru mjög brýnar vegna reksturs þingsins. Þetta endurspeglar ágreining Alþingis og framkvæmdarvalds um fjárhagslegt sjálfstæði Alþingis sem stofnunar. Tillögur forsætisnefndar voru hins vegar samþykktar í fjárlaganefnd og þinginu sjálfu. Segja má að í þessum málum kristallist ágreiningur Alþingis og oddvita framkvæmdarvaldsins um hvernig túlka beri 4. tölul. 2. gr. reglugerðar nr. 96/1969 um Stjórnarráð Islands, en í þeim tölulið segir að „forsætis- ráðuneytið fari með mál er varða Alþingi“. Oddvitar framkvæmdarvaldsins hafa viljað túlka þetta ákvæði svo að Alþingi eigi undir forsætisráðuneytið (framkvæmdarvaldið) að sækja í málefnum er varða stjórnsýslu og rekstur þingsins. Slík túlkun á reglugerðarákvæðinu fær ekki staðist, því að hún gengur í berhögg við þau grundvallarrök sem búa að baki 2. gr. stjómarskrárinnar um aðgreining rrkisvaldsins og á sér heldur ekki efnislega stoð í lögum nr. 73/1969 um Stjómarráð Islands. Ljóst er að með reglugerð verður ekki haggað við stöðu Alþingis svo sem hún er ákvörðuð í stjórnarskrá sem og almennum lögum sem kveða á um starfsemi þingsins og hver fari með æðsta vald og ábyrgð í stjórnsýslu þess. Nægir í því sambandi að vísa til 9. gr. laga nr. 55/1991 um 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.