Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 19
opinberra mála. Þau loforð, sem geta talist til ábyrgðar á aðstæðum þriðja manns, eru fjölbreytileg og geta ýmsar réttarreglur komið til álita í hverju tilfelli. Nánari almenn athugun þar að lútandi hefur takmarkað gildi og er fremur ástæða til að kanna afmarkaðri atriði, þar sem hliðstæðar reglur gilda.2 Hafa skrif fræðimanna um ábyrgðir því oft verið takmörkuð við þá aðstöðu, að gengist sé í ábyrgð fyrir efndum kröfu á hendur þriðja manni eða það, sem nefna má kröfuábyrgð. 3. HUGTAKIÐ KRÖFUÁBYRGÐ Með hugtakinu kröfuábyrgð (d. fordringskaution) er átt við loforð, þar sem ábyrgðarmaður skuldbindur sig persónulega til tryggingar á efndum kröfu á hendur aðalskuldara.3 Ástæða er til að huga frekar að einstökum atriðum hugtaksins til nánari afmörkunar. Samkvæmt þessari skilgreiningu liggur samningur eða einhliða loforð ábyrgðarmanns til grundvallar skuldbindingu hans. Ábyrgð á skuldum annarra getur einnig leitt sjálfkrafa af ákvæðum laga eða menn taki á sig slíka ábyrgð lögum samkvæmt. Ábyrgð af því tagi er ekki til umræðu hér, en hliðstæðar reglur og gilda um kröfuábyrgð hljóta að verulegu leyti að koma til álita. Þó verður að huga að viðkomandi lagaheimild og þeim sjónarmiðum, sem liggja henni til grundvallar.4 Skuldbinding ábyrgðarmanns lýtur að fullnustu kröfuréttinda á hendur aðal- skuldara. Ekki þarf að vera um að ræða kröfu samkvæmt reglum fjármunaréttar, heldur gæti aðalkrafan allt eins verið framfærslukrafa á sviði sifjaréttar eða krafa hins opinbera um skatta eða gjöld, sem gengist er í ábyrgð fyrir með loforði ábyrgðarmanns. Almennt varðar kröfuábyrgð skuldbindingu til að greiða peninga, en það er ekki hugtaksatriði. Því er unnt að gangast í ábyrgð fyrir hverri þeirri greiðslu, sem getur orðið efni kröfuréttinda, svo sem skyldu til að láta af hendi einhver 2 Henry Ussing, Kaution. bls. 383 og Enkelte kontrakter, bls. 175. 3 Henry Ussing, Kaution, bls. 8; H. Krag Jespersen, Kaution, bls. 13-14. 4 Varðandi ábyrgð á skuldum annarra, sem leiðir beinlínis af ákvæðum laga, má í dæmaskyni nefna eftirfarandi ákvæði um innheimtu skatta: 2. mgr. 113. gr. og 114. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, 2. mgr. 28. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 58/1970 um skemmtanaskatt. Auk þessa má benda á 1. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sem ekki varðar skattheimtu. Sem dæmi um ábyrgð, sem gengist er undir samkvæmt ákvæðum laga, má nefna ábyrgð erfingja á skuldum þess látna við einkaskipti dánarbús, sbr. 28. gr. og 97. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. og 2. mgr. 53. gr. sömu laga, varðandi opinber skipti dánarbús. í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 90/1989 um aðför er mælt fyrir um heimild til að krefjast aðfarar hjá öðrum en þeim, sem aðfararheimildin sjálf hljóðar á, ef um er að ræða ábyrgð af þessu tagi. Sú heimild tekur hins vegar ekki til kröfuábyrgðar samkvæmt þeirri skilgreiningu, sem hér hefur verið lögð til grundvallar. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.