Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 25
C Yfirlýsingar fyrir hönd annarra Menn geta að lögum skuldbundið aðra, ýmist samkvæmt stöðu sinni eða sérstakri heimild. Þetta á við um fyrirsvarsmenn lögaðila, lögráðamenn ófjárráða eða þá, sem hafa umboð, svo helstu tilvik séu nefnd. Ef ekkert annað felst í yfirlýsingu staðgöngumanns en skuldaviðurkenning fyrir þann, sem í hlut á, verður staðgöngumaðurinn sjálfur ekki skuldbundinn af þessu tilefni.16 4.2 Um ógildi kröfuábyrgðar 4.2.1 Almennt Kröfuábyrgð getur verið ógild og í þeim efnum koma til álita þær reglur, sem gilda endranær um ógildi löggerninga. Þannig getur kröfuábyrgð verið ógild sökum þess, að ábyrgðarmaður er ófjárráða. Jafnframt gildir sú meginregla samningaréttar um kröfuábyrgðir, að þær stofnast ekki á grundvelli fölsunar.17 Þá getur kröfuábyrgð einnig verið ógild samkvæmt reglum III. kafla SML eða á grundvelli réttarreglna um rangar eða brostnar forsendur loforðsgjafa. Öðru fremur reynir á slík sjónarmið varðandi ógildi kröfuábyrgðar og verða þau því tekin til sérstakrar umfjöllunar hér á eftir. 4.2.2 Upplýsingaskylda kröfuhafa Gildi kröfuábyrgðar getur ráðist af því, hvort kröfuhafa verði talið skylt að veita ábyrgðarmanni upplýsingar um atriði, sem skipta máli, þegar hann ákveður að skuldbinda sig gagnvart kröfuhafa. Til stuðnings því, að kröfuhafa sé skylt að gefa upplýsingar, hefur í seinni tíð verið vísað til gagnkvæmnar tillitsskyldu samningsaðila.18 Hve rík upplýsingaskylda hvílir á kröfuhafa veltur á atvikum hverju sinni, en í þeim efnum koma mörg atriði til álita. Þannig er til dæmis lMegra að upplýsingaskylda lánastofnunar gagnvart þeim, sem gengst í ábyrgð, sé almennt ríkari en þegar kröfuhafi er einstaklingur. Að sama skapi má vænta þess, að auknar kröfur verði gerðar til upplýsingaskyldu kröfuhafa, ef ábyrgðarmaður býr ekki yfir þekkingu á sviði viðskipta. Þá skiptir einnig máli, hvort kröfuhafi á frumkvæði að því, að til ábyrgðar stofnast, eða ábyrgðinni er beint að kröfuhafa án nokkurra aðgerða af hans hálfu. Ef ábyrgð stofnast fyrir tilstuðlan kröfuhafa, er skylda hans til að veita ábyrgðarmanni upplýsingar ríkari en ella. Verður kröfuhafi að greina ábyrgðar- manni frá öllu því, sem haft getur veruleg áhrif fyrir ábyrgðarmann, þegar hann metur áhættu samfara kröfuábyrgð, svo sem fjárhag aðalskuldara eða fyrri 16 Carsten Smith. Garantirett III, bls. 125-127. 17 I H 1993 1798 synjaði ábyrgðarmaður staðfastlega fyrir að hafa ritað nafn sitt á skulda- bréf. Var hann sýknaður þar sem rithandarrannsókn leiddi miklar líkur að því, að ritun nafns hans á bréfið væri fölsuð, auk þess sem höfð var hliðsjón af þvf, að enginn gat borið um nafnritun hans á bréfið. 18 Marianne Olsspn og Terese Smith, Om opplysningsplikt ved kausjonsstillelse, bls. 137. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.