Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 26
háttsemi hans, sem kröfuhafi þekkir til. Haldi kröfuhafi leyndum upplýsingum fyrir ábyrgðarmanni um sviksamlegt framferði aðalskuldara eða yfirvofandi ógjaldfærni hans gæti slíkt leitt til þess, að loforð ábyrgðarmanns yrði talið ógilt samkvæmt 1. mgr. 30. gr. SML eða eftir atvikum óheiðarlegt að bera það fyrir sig, sbr. 33. gr. sömu laga. Ef kröfuhafi hefur verið í góðri trú um atvik þessi kæmi til álita í undantekningartilvikum að ógilda loforð ábyrgðarmanns sam- kvæmt 36. gr. laganna.19 Hafi kröfuábyrgð hins vegar verið beint að kröfuhafa án frumkvæðis af hans hálfu, er upplýsingaskylda kröfuhafa gagnvai't aðalskuldara takmarkaðri, en getur þó verið fyrir hendi í ákveðnum tilfellum. Svo er vafalaust, ef kröfuhafa er ljóst, að ábyrgðarmaður er í villu um atriði, sem hafa skipt verulegu máli við mat á áhættu hans, eins og til dæmis ógjaldfærni eða óheiðarlegt framferði aðalskuldara. Við slíkar aðstæður yrði kröfuábyrgð væntanlega talin ógild á grundvelli sömu ákvæða samningalaga og fyrr getur. Hafi kröfuhafa á hinn bóginn hvorki verið né mátt vera ljós atriði sem þessi, er þess síður að vænta, að kröfuábyrgð verði metin ógild. Verður almennt ekki talið, að kröfuhafa sé skylt að kanna sérstaklega hvað liggur því til grundvallar, að ábyrgðarmaður er fús til að skuldbinda sig ótilkvaddur af kröfuhafa. Þannig þyrfti kröfuhafi ekki án nokkurs tilefnis að kanna áreiðanleika þeirra upplýsinga, sem aðalskuldari eða aðrir hafa látið ábyrgðarmanni í té.20 19 Hans Viggo Godsk Petersen, Kaution, bls 18. Úr norskri dómaframkvæmd má nefna Rt 1906. 284, en í því máli voru atvik þau, að veðsetning til tryggingar skuld var fölsuð og því var aðalskuldari krafinn um tryggingu. Að tillögu kröfuhafa fékk aðalskuldari mágkonu sína til að gangast í ábyrgð fyrir greiðslu kröfunnar. Mágkonan fékk ekki upplýsingar um fyrri atvik málsins, en kröfuhafi og aðalskuldari höfðu sammælst um að skýra ekki frá atferli þess síðarnefnda. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu, að mágkonan væri ekki bundin við ábyrgð sfna og var það meðal annars rökstutt þannig, að upplýsingar um fölsunina hefðu skipt verulegu máli varðandi ábyrgðina. Það væri tvennt ólfkt að gangast í ábyrgð fyrir heiðarlegan og gjaldfæran mann eða þann, sem hefði verið afhjúpaður sem svindlari. Jafnframt var vísað til þess, að kröfuhafi hefði átt frumkvæði að því að gengist var í ábyrgð. Þá var það talið stórkostlegt gáleysi af hans hálfu að greina ekki aðalskuldara frá þvf, að sammæli þeirra um þagnarskyldu tækju ekki til ábyrgðarmanns, sem augljóslega hefði helst hagsmuni af því, að fá upplýsingar um fölsunina. 20 Hans Viggo Godsk Petersen, Kaution, bls 18-19. Hvað þetta varðar má einnig nefna úr norskri dómaframkvæmd Rt 1925. 501, en í því máli hafði kröfuhaft ekki átt frumkvæði að því, að til kröfuábyrgðar stofnaðist, frábrugðið dóminum, sem fjallað var um í neðanmáls- grein hér næst að framan. Málsatvik voru þau, að banki hafði veitt aðalskuldara lán gegn handveði í silfri. Síðar kom í ljós að innihald pakka, sem afhentir voru bankanum, var að mestu leyti blý. í kjölfar þessa var skuldari krafinn um greiðslu og lofaði hann að greiða lánið með tilteknum afborgunum. Hann greiddi þegar í stað fyrstu afborgun, en bað um frest við þá næstu. Að frumkvæði aðalskuldara var aflað ábyrgðar fyrir þeirri afborgun. Ábyrgðarmaður vissi af handveðinu, en var ekki kunnugt um svik aðalskuldara. Þrátt fyrir það taldi Hæsti- réttur ábyrgðarmanninn skuldbundinn gagnvart bankanum. Var það meðal annars rökstutt þannig, að ekkert hefði komið fram, sem gaf tilefni til að ætla, að ábyrgð hefði ekki verið veitt nema veðið væri til staðar. Kröfuhafa hefði verið rétt að líta svo á, að ábyrgðarmaðurinn hefði sínar eigin ástæður fyrir skuldbindingu sinni. Jafnframt bar kröfuhafa ekki að kanna hvort ábyrgðarmaður vissi um framferði skuldara, enda þótt gefin hefði verið út kvittun, sem 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.