Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 31
Lyrd 1912 757 Islandsbanki veitti kaupmönnunum NL og JJ reikningslán og gengu fjórir menn í sjálfskuldarábyrgð fyrir greiðslu þess. Fáum dögum eftir að reikn- ingslánið var stofnað lést JJ, en NL hélt áfram að nýta sér lánið. Ekki var staðið í skilum með greiðslur af láninu og var mál höfðað til heimtu þess gegn tveimur af ábyrgðarmönnum. Landsyfirrétturinn taldi að við fráfall JJ hefði orðið veruleg breyting á reiknings- lánaviðskiptum bankans við lánþega og aðstaða ábyrgðarmanna önnur og svo miklu lakari, að ekki hefði verið heimilt að halda viðskiptunum áfram við NL eftir dauða JJ upp á ábyrgð án samþykkis ábyrgðarmanna. Því var þeim ekki gert að greiða þann hluta reikningslánsins, sem NL notaði eftir að bankanum var kunnut um andlát JJ. Samkvæmt dóminum getur umrædd aðstaða leitt til þess, að ábyrgðarmaður verði ekki skuldbundinn samkvæmt loforði sínu. Þessi niðurstaða virðist eðlileg í ljósi þess, að ella hefði ábyrgðarmaður getað beint framkröfu að þeim, sem ekki varð skuldari, og að jafnaði fyrir samsvarandi fjárhæð og ábyrgðarmaður hefur þurft að standa skil á. Meginsjónarmiðið hlýtur því að vera, að ábyrgðar- maður geti gengið frá loforði sínu, ef forsenda hans um fleiri aðalskuldara reynist röng eða brestur, enda megi kröfuhafa vera þessi forsenda ljós. Það er á hinn bóginn meira álitamál, hvort frávik verði talin gilda, ef ætla verður að forsendan hafi ekki skipt neinu máli, svo sem vegna þess, að sá, sem ekki varð skuldari, var með öllu ógjaldfær. Virðist þá unnt að draga í efa, að forsendan hafi verið ákvörðunarástæða hjá ábyrgðarmanni. Þá getur einnig komið til greina, að ábyrgð verði vikið til hliðar að hluta í þeim tilvikum, þegar ljóst er, að ábyrgðarmaður hefði að einhverju leyti getað fengið fullnustu með framkröfu og þá í þeim mæli, sem hann fer á mis við það úrræði. Hvað þetta varðar verður að ætla, að sönnunarbyrðin um ógjaldfæmi þess, sem ekki varð skuldari, hvíli fyrst og fremst á kröfuhafa. 4.2.3.5 Frekari tryggingar Ábyrgðarmaður kann að hafa lagt til grundvallar, að annar maður gerðist einnig ábyrgðarmaður fyrir aðalskuldara. Farist það fyrir getur ábyrgðarmaður ekki öðlast framkröfu, sem hann hefði annars getað haft uppi gegn þeim, sem jafnframt hefði gengið í ábyrgð fyrir greiðslu skuldar. Hafi kröfuhafi verið grandlaus um þessa forsendu ábyrgðarmanns, getur hún tæplega haft áhrif á gildi ábyrgðar. Sama á við þótt kröfuhafa sé forsendan kunn, ef hann er í góðri trú um að frekari ábyrgð sé fyrir hendi, en síðar kemur í ljós að það á ekki við rök að styðjast, svo sem vegna fölsunar eða ófjárræðis. Hafi kröfuhafa hins vegar verið eða mátt vera kunnugt um, að frekari ábyrgð var ekki til að dreifa eða hún stofnast ekki síðar, skiptir þessi forsenda máli. Hefur þetta verið staðfest í dómaframkvæmd. H 1972 175 Kaupfélagið A hafði á hendi umboðssölu á bókum félagsmanna Bóksala- félags Islands. Árið 1967 var gerður viðskiptasamningur um söluna og þess krafist, að stjómarmenn gengju í sjálfskuldarábyrgð fyrir efndum samningsins. G stjórnarfor- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.