Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 32
maður kaupfélagsins tók á sig slrka ábyrgð, en frekari ábyrgð fékkst ekki. Vegna fjárhagsörðugleika kaupfélagsins var gengið að G á grundvelli skuldbindingar hans. G hélt því fram, að hann hefði sett það skilyrði, að fleiri stjórnarmenn undirrituðu ábyrgðarskjalið og án þess hefði ekki mátt afhenda það kröfuhafa. I dómi héraðsdóms, sem staðfestur var með dómi Hæstaréttar, var talið að ábyrgðar- yfirlýsingin hefði borið með sér, að kröfuhaft ætti við henni að taka. G hefði afhent kaupfélagsstjóra A yfirlýsinguna og af þeim ástæðum varð hann að bera áhættuna af því, að hún var afhent fyrirsvarsmanni kröfuhafa. Var G því talinn skuldbundinn samkvæmt yfirlýsingunni. Á hinn bóginn hefði jafnan verið gert ráð fyrir því í við- ræðum kröfuhafa og aðalskuldara, að auk G tæki a.m.k. einn stjórnarmanna kaup- félagsins á sig sjálfskuldarábyrgð gagnvart kröfuhafa. Kröfuhafi, sem ekki kynnti sér nánar afstöðu G, hefði að óreyndu mátt gera ráð fyrir því að G miðaði við, að sjálf- skuldarábyrgðin yrði með þessum hætti. Af þessum sökum var talið, að ábyrgð G tæki ekki til helmings aðalskuldar, sem hann hefði getað krafið samábyrgðarmann sinn um. Með hliðsjón af þessum dómi verður að telja, að við þessar aðstæður verði ábyrgðarmaður laus undan ábyrgð sinni í sama mæli og hann getur ekki haft uppi framkröfu á hendur þeim, sem jafnframt var gert ráð fyrir að gengist í ábyrgð. Þetta getur því almennt ekki valdið ógildi ábyrgðar í heild sinni, enda hafi ábyrgðarmaður í öllu falli mátt gera ráð fyrir að bera sinn hluta af skuldinni, kærni til þess að henni yrði jafnað niður innbyrðis milli ábyrgðar- rnanna.30 Ef sú ábyrgð, sem gert var ráð fyrir en stofnaðist ekki, hefði verið fjárhags- lega þýðingarlaus, er það álitamál, hvort þetta skipti nokkru varðandi skuld- bindingu ábyrgðarmanns. Kynni forsendan þá að vera metin þannig, að hún hafi ekki verið ákvörðunarástæða hjá ábyrgðarmanni. Þau sjónarmið, sem hér hafa verið rakin, verða talin gilda almennt, ef sú forsenda ábyrgðarmanns reynist röng eða brestur, að veð sé til tryggingar skuld þeirri, sem hann hefur gengist í ábyrgð fyrir. 4.2.3.Ó Tilgangur láns Abyrgðarmaður kann að hafa gengist í ábyrgð fyrir láni sökum þess, að það er tekið til ákveðinna ráðstafana. Megi kröfuhafa vera þetta ljóst, verður hann að gera það, sem með sanngirni verður ætlast til af honum, svo að lánið þjóni tilgangi sínum. Að öðrum kosti kann ábyrgðarmaður að geta gengið frá ábyrgð sinni vegna brostinna forsendna.31 Hvað þetta varðar má hafa til nokkurrar hliðsjónar eftirfarandi dóm: 30 Henry Ussing, Kaution, bls 334-338; Hans Viggo Godsk Pedersen, Kaution, bls. 19-20. Olafur Lárusson heldur því fram, að ábyrgðarmaður verði ekki bundinn við ábyrgð sína, ef það ferst fyrir, að annar maður gangist í ábyrgð fyrir skuid og skuldareiganda megi vera það ljóst, að ábyrgðarmaður gerir ráð fyrir þeirri ábyrgð. Sjá Kaflar úr kröfurétti, bls. 29. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið, verður þessi niðurstaða dregin í efa. 31 Hans Viggo Godsk Pedersen, Kaution, bls. 19; Carsten Smith, Garantirett III, bls. 194. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.