Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 36
FORMÁLI I eftirfarandi umfjöllun verða skilyrði riftunar samkvæmt 1. mgr. 134. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991 athuguð, einkum með hliðsjón af íslenskum dómum sem fallið hafa á síðustu árum og varða beitingu greinarinnar.2 Hins vegar tekur umfjöllunin hvorki til reglna gjaldþrotalaga um endurgreiðslu né um skil. og þá er heldur ekki fjallað um aðrar riftunarreglur gjaldþrotalaganna. Vísir að þessari grein varð til í starfi mínu, en sú aðferð að safna saman dómum á þennan hátt hefur sýnst vera góð leið við mat á riftanleika ýmissa ráðstafana. Það er því von mín að þessi skrá geti reynst öðrum álíka vegvísir á refilstigum riftunarreglnanna. 1. INNGANGUR Gjaldþrotaskipti eru fullnustugerð allra lánardrottna skuldara sem fólgin er í samfelldri röð lögmæltra athafna sem hefjast við dómsúrskurð um skiptin og miða að því að yfirfæra réttindi þrotamanns til skuldheimtumanna.3 Ein af meginreglum við gjaldþrotaskipti er að jafnræðis skuli gætt milli kröfuhafa.4 Til tryggingar því eru í gjaldþrotalögum ýmsar reglur um að lánar- drottnar skuldara sitji við sama borð við úthlutun eigna búsins. Þar á meðal eru riftunarreglur gjaldþrotalaganna, en þær heimila riftun á ýmsum ráðstöfunum þrotamanns fyrir frestdag með afturvirkum hætti. Skilyrði riftunar samkvæmt gjaldþrotalögum eru mörg, en þó eru nokkur almenn atriði riftunarreglunum sameiginleg. Þannig verða til dæmis mögu- leikar lánardrottins á að fá fullnustu kröfu sinnar að aukast með riftun og jafnframt þarf greiðsla skuldar að hafa verið í ósamræmi við greiðslur til annarra kröfuhafa og leiða til mismunar á milli þeirra.5 Séu þessi skilyrði ekki uppfylll verður ekki fallist á riftun, samanber: H 1993 416 f október 1987 var stofnað hlutafélagið Nesco Kringlan hf. Nesco frlf. skráði sig fyrir 90% hlutafjárins og greiddi það með skuldabréfi sem síðar lenti í vanskilum. Skuldabréfið hafði þá verið selt til Iðnaðarbanka íslands hf. með sjálfsábyrgðar- framsali Nesco Kringlunnar hf. Til þess að gera upp skuldabréfið seldi Nesco frlf. 2 Jafnhliða verður vísað til til 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978 og 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. 3 Sjá Olafur Jóhannesson, Skiptaréttur, Reykjavík, 1965, bls. 79. 4 Þetta viðhorf kemur skýrlega fram í forsendum héraðsdóms í H 1994 1357: „Jafnræði kröfuhafa er eitt af grundvallarsjónarmiðum, sem liggja að baki gþl. Sérstaklega þó að þessu jafnræði skuli ekki spillt með ráðstöfunum sem gerðar eru eftir gjaldþrotið eða þegar vitneskja liggur fyrir að það standi fyrir dyrum. Riftunarreglum gþl. er einmitt ætlað að ná þessum markmiðum“. 5 Sjá Viðar Már Matthíasson, Tímarit Lögfræðinga, 38. árgangur 1988, bls. 93 og Kon- kursloven, med kommentarer af Mogens Munch, 7. útgáfa, Kaupmannahöfn, 1993, bls 428- 429. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.