Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 39
2.3.1 Samið um greiðslur með óvenjulegum greiðslueyri I þeim tilvikum þegar aðilar hafa samið í upphafi um að nota slíkan greiðslueyri í viðskiptum sín á milli er varla um óvenjulegan greiðslueyri að ræða í skilningi greinarinnar. Sem dæmi má taka ef tveir kaupmenn semja um gagnkvæmar vöruúttektir sem gerðar eru upp með vissu millibili þannig að úttektir þeirra hvor hjá öðrum jafnast út hver á móti annarri. Greiðsla með peningum er þó að jafnaði talinn vera venjulegur greiðslueyrir, enda er það regla í kröfurétti að greiðslum sem ekki er hægt að efna iti natura má umbreyta í peningakröfu.10 Samningur aðila þarf ekki að vera skriflegur, hann getur eins verið munnleg- ur. Dómstólar hafa þó gert ríkar kröfur til sönnunar um tilvist slíkra samninga og virðist því tryggast að um slíkt sé samið berum orðum og skriflega í upphafi viðskipta eða einnig ef breyta á fyrri greiðslutilhögun, samanber: H 1991 1759 Greiðsla á skuld sem stofnast hafði við sölu á geisladiskum, en greidd var með hljómtækjum, var talin riftanleg þar sem um var að ræða óvenjulegan greiðslueyri. Ekki hafði tekist að færa sönnur á að um þennan greiðslueyri hefði verið samið í upphafi. H 1995 2818 Krafist var riftunar á greiðslu skuldar Italska verslunarfélagsins við auglýsinga- stofuna EssEmm sem fram fór með afhendingu bifreiðar. Greiðslunni var rift þar sem um óvenjulegan greiðslueyri var að ræða í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978. í forsendum héraðsdóms sem staðfestur var í Hæstarétti var tekið fram að því hafi ekki verið haldið fram í málinu að samið hafi verið um þennan greiðslumáta þegar auglýsingastofan vann fyrir félagið. Þá hafði auglýsingastofan áður reynt að fá kröfumar greiddar með víxlum eða skuldabréfum eins og tíðkast hafði í umræddum viðskiptum félaganna. H 1995 3135 Skiptastjóri þrotabús ítalska verslunarfélagsins hf. krafðist riftunar á greiðslu skuldar sem fram fór með afhendingu bifreiðar til Bílasölunnar Bliks hf. þann 15. júní 1992, en frestdagur við skiptin var 9. október 1992. Umrædd skuld hafði stofnast með umboðssölu Bflasölunnar Bliks hf. á bifreiðum ítalska verslunarfélagsins hf., en ekki hafði verið samið um það milli félaganna hvemig ætti að haga uppgjöri vegna þeirra viðskipta. Stefndi taldi að það hefði hins vegar legið í loftinu að greitt yrði með bifreiðum frá Italska verslunarfélaginu hf. Þá lagði stefndi einnig fram vottorð frá tveimur bflaumboðum þar sem fram kom að tíðkanlegt væri að greiða fyrirtækjum sem unnið hefðu fyrir bílaumboðin með notuð- um bifreiðum. í forsendum dóms Hæstaréttar var tekið fram að krafan hafi verið peningakrafa og ekki hafi verið sannað að kröfuna mætti greiða með bifreið. Greiðslunni var því rift á grundvelli 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978. 10 Sjá Stefán Már Stefánsson, bls. 166. Sjá hins vegar kafla 2.3.5 hér á eftir. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.