Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 42
Þá hafa nokkrir héraðsdómar fallið um sama álitaefni, samanber: Bæjarþing Reykjavíkur 15. mars 1989, mál nr. 20928/1988 Krafa var gerð um riftun á greiðslu á skuld Nesco frlf. hf. við Lauri Hemttinen sem fram fór í desember 1987 með afhendingu á hljómtækjum. Greiðslu skuldarinnar var rift á grundvelli 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978 þar sem ekki var talið að afhending varnings til greiðslu á víxlum eða peningaskuldum vegna greiðslufalls þeirra væri talinn venjulegur greiðslueyrir og stefnda tókst ekki að sanna að þessi greiðslumáti hafi verið rik venja í viðskiptum aðila. Héraðsdómur Reykjaness 16. sept. 1994, mál nr. E-449/1994 Verslunarfyrirtækið Mikligarður hf. var tekið til gjaldþrotaskipta 15. júní 1993. Fyrirtækið hafði átt viðskipti við Iðnmark hf. um árabil þar sem Mikligarður hf. hafði keypt vörar af Iðnmarki hf. og greitt fyrir þær með víxlum. í apríl 1993 komust víxlar Miklagarðs hf. í vanskil og stöðvaði Iðnmark hf. þar með alla vöru- sölu til Miklagarðs hf. í samræmi við vöruskilmála fyrirtækisins. Þann 21. apríl 1993 tók Iðnmark hf. út rafmagnsvörur hjá Miklagarði hf. og var andvirði þeirra skuldajafnað við víxilskuldina og því sem eftir stóð var skuldajafnað við viðskipta- skuld Miklagarðs hf. í kjölfar þessa uppgjörs fékk Mikligarður hf. að taka út vörar hjá Iðnmarki hf. þann 21. og 28. apríl 1993. Fallist var á riftun á grundvelli 1. mgr. 134. gr. gþl. þar sem óumdeilt var að raf- magnstækin voru afhent Iðnmarki hf. í því skyni að greiða gjaldfallnar skuldir Miklagarðs hf. í því sambandi þótti ekki skipta máli hvort með uppgjörinu hafi vakað fyrir aðilunum að skapa grundvöll íyrir áframhaldandi viðskiptum. Héraðsdómur Reykjaness 4. okt. 1994, mál nr. E-466/1994 Verslunarfyrirtækið Mikligarður hf. var tekið til gjaldþrotaskipta þann 15. júní 1993. Skiptastjórar höfðuðu mál og gerðu kröfu um riftun á greiðslu skuldar Miklagarðs hf. við Almenna bókafélagið hf. sem fram fór með afhendingu á ýmsum raf- tækjum. Almenna Bókafélagið hf. byggði á því að vörukaupin hafi verið eðlileg. Þau haft komið til vegna þess að um vorið 1993 hafi verið stofnaður tónlistarklúbbur á vegum Almenna bókafélagsins hf„ en við stofnun hans hafi verið ákveðið að bjóða þeim sem gerðust félagar að kaupa geislaspilara á kostakjörum. Mikligarður hf. hafi orðið fyrir valinu þar sem félagið hafði flutt inn mjög ódýra geislaspilara. Greiðslunni var rift á grundvelli 1. mgr. 134. gr. gþl. í dóminum kom eftirfarandi fram: „Þegar til þess er litið að Mikligarður hf. stóð í mikilli skuld við stefnda er vöruafhendingin fór fram og að sú þörf sem Almenna bókafélagið hf. hafði fyrir þær vörur sem hann (stefndi) fékk afhentar skapaðist um svipað leyti, m.a. með stofnun tónlistarklúbbsins, þá þykir sýnt að afhending varanna hafi eins og á stóð verið greiðsla upp í skuld Miklagarðs hf. við Almenna bókafélagið hf. í merkingu 1. mgr. 134. gr. gþl 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.