Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 43
2.3.3 Viðskiptabréf (víxlar og tékkar) Afhending á viðskiptabréfum, svo sem víxlum og skuldabréfum sem þriðji maður er greiðsluskyldur að, hefur að jafnaði verið talinn vera óvenjulegur greiðslueyrir.111 þessu sambandi má benda á marga dóma, samanber: H 1987 210 Rift var greiðslu á peningakröfu, sem hafði stofnast vegna vanskila á húsaleigu og vegna gjaldfallinna víxla, er þrotamaður hafði afhent til tryggingar greiðslu á húsaleigu. Greiðsla skuldarinnar fór fram með kaupsamningum með eignaréttar- fyrirvara, skuldabréfum og víxlum þriðja manns. H 1990 748 Með úrskurði 15. júlí 1987 var bú Þórólfs Ingólfssonar tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptastjóri höfðaði mál og krafðist riftunar á þeirri ráðstöfun Þórólfs að afhenda þann 10. júní 1987 Sparisjóði Súðavíkur skuldabréf og víxil samþykktum til greiðslu af þriðja manni til greiðslu á yfirdráttarskuld Þórólfs hjá sparisjóðnum. Niðurstaða skiptaréttar var sú að greiðsla yfirdráttarskuldar á tékkareikningi með skuldabréfi og víxli, sem hvort tveggja stafaði frá og átti af greiðast af þriðja manni væri ekki venjulegur greiðslueyrir í slíkum viðskiptum. Með vísan til 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978 var ráðstöfuninni rift og var riftunin staðfest í Hæstarétti. H 1992 386 I þessum dómi var fallist á riftun á greiðslu skuldar vegna auglýsingavinnu sem var greidd með 10 skuldabréfum frá þriðja manni. H 1992 1033 Fallist var á kröfu um riftun á greiðslu skuldar, sem fór fram með afhendingu þriggja skuidabréfa, útgefnum af þriðja manni. Fallist var á að hér væri um óvenjulegan greiðslueyri að ræða. Dómurinn hafnaði því að greiðsla þessi væri venjuleg eftir atvikum, þó svo að sýnt væri fram á að 8 mánuðum áður hefði verið greitt með sambærilegum greiðslueyri, enda talið að atvik að þeirri greiðslu hefðu verið svo sérstök að þau leiddu ekki til þess, að síðari greiðslan yrði talin venjuleg eftir atvikum. H 1993 2292 Greiðslu skuldar með afhendingu á 6 víxlum, sem samþykktir voru til greiðslu af þriðja manni, var rift á grundvelli 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978. Greiðslan var ekki talin vera venjuleg eftir atvikum þótt viðskipti hefðu verið á milli félaganna frá 1980 til 1988 og að á þeim tíma hefðu greiðslur fyrir úttektir farið fram með víxlum frá þriðja manni. 11 Sjá einnig H 1994 2898 þar sem framsal Töggs hf. á viðskiptamannakröfum til Bílds- höfða 16 hf. fjórum dögum fyrir gjaldþrot Töggs hf. og meðan á greiðslustöðvun stóð hjá félaginu var talinn vera óvenjulegur greiðslueyrir í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978. Sjá einnig um sama efni H 1994 2904. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.