Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 48
2.4 Greitt fyrr en eðlilegt var Um þetta skilyrði 1. mgr. 134. gr. gþl. er ekki hægt að gefa neinar algildar reglur. Við mat á því verður fyrst og fremst miðað við hvort greitt hafi verið fyrir fyrirfram ákveðinn eða venjuhelgaðan gjalddaga og hvort ástæða þess að greitt var fyrr hafi verið sú að gjaldþrotið var yfirvofandi.13 Um þetta skilyrði greinarinnar hefur fallið einn athyglisverður dómur, samanber: H 14. mars 1996, mál nr. 306/1994 Bú K. Jónssonar og Co var tekið til gjaldþrotaskipta þann 11. mars 1993 sem jafnframt var frestdagur við skiptin. I málinu var gerð krafa um riftun á greiðslu skuldar sem fram fór þann 10. desember 1992, þar sem gerðar voru upp eftirstöðvar skuldabréfs sem gefið hafði verið út af hinu gjaldþrota félagi þann 5. júlí 1989. Bréfið var tryggt með 2. veðrétti í fasteign eins stjórnarmanna hins gjaldþrota félags. I forsendum dóms Hæstaréttar var tekið fram að um hafi verið að ræða greiðslu skuldar sem ekki var komin í gjalddaga og því hafi hún verið greidd fyrr en eðlilegt var. Greiðslunni var rift á grundvelli 1. mgr. 134. gr. gþl. 2.5 Greidd fjárhæð sem hefur skert greiðslugetu þrotamannsins verulega Þessu ákvæði var breytt verulega frá því sem það var í 54. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978.1 eldri lögunum var samsvarandi skilyrði orðað á þann hátt að greidd hafi verið fjárhæð sem réði úrslitum um gjaldfærni þrotamanns. Skilyrðið þótti of þröngt, enda varð reynslan sú að á það reyndi lítið í tíð laganna frá 1978, því sönnunarstaða þrotabúa samkvæmt ákvæðinu var mjög erfið.14 Akvæðinu hefur nú verið breytt til samræmis við ákvæði norrænna laga, og verður því að telja að t.d. danskir dómar hafi fordæmisgildi um beitingu greinarinnar. Við túlkun samsvarandi dansks ákvæðis hefur verið lögð á það áhersla að greiðslan hafi haft afgerandi áhrif á rekstur þrotamanns.15 Greiðslan er þá ekki einungis metin miðað við heildareignir þrotamanns heldur einnig með hliðsjón af því fé sem hann hefur á lausu til greiðslu skuldbindinga sinna á því tímamarki er ráðstöfun fór fram.16 3. GREIÐSLA VENJULEG EFTIR ATVIKUM Stefndi ber sönnunarbyrði fyrir því að greiðslan hafi þrátt fyrir allt verið venjuleg eftir atvikum. Við þá sönnunarfærslu er að mörgu að huga og við það mat verður fyrst og fremst að taka mið af eðli og sérstöðu hvers máls fyrir sig, samanber:17 13 Sjá Viðar Már Matthíasson, bls. 107 og Niels 0rgaard, Konkursret, 4. útgáfa, Kaup- mannahöfn, 1992, bls. 103, en báðir höfundar miða við gjalddaga kröfu eða skuldar. 14 í a.m.k. einum dómi Hæstaréttar var byggt á þessu skilyrði greinarinnar. Hins vegar var í málinu ekki fallist á riftun greiðslunnar þar sem talið að var að hún væri venjuleg eftir atvikum, sjá H 1994 1140. 15 Sjá Konkursloven, bls. 466 og 0rgaard, bls. 105. 16 Sjá Konkursloven bls. 466, og 0rgaard, bls. 104-105 17 Sjá einnig í þessu sambandi H 1931/1932 582 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.