Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 51
verður að telja að ráðstöfunin þurfi að vera afgerandi og að um grund- vallarforsendu fyrir afkomu fyrirtækisins sé að ræða. I því sambandi má benda á eftirfarandi dóma: Héraðsdómur Reykjaness 16. des. 1994, mál nr. E-465/1994 Verslunarfyrirtækið Mikligarður hf. var tekið til gjaldþrotaskipta þann 15. júní 1993. Skiptastjórar höfðuðu mál gegn prentsmiðjunni Eddu og gerðu kröfu um riftun á greiðslu skuldar með 4 víxlum samþykktum af þriðja manni sem afhentir voru Eddu hf. þann 11. maí 1993. Stefndi byggði meðal annars á því í málinu að þar sem prentun auglýsinga hafi átt að bæta hag Miklagarðs hf. og annarra kröfuhafa væru skilyrði riftunar ekki fyrir hendi. Greiðslunum var rift. Ekki var tekið tillit til þess að ráðstafanirnar hafi verið gerðar til að bæta hag fyrirtækisins. Héraðsdómur Reykjavíkur 28. nóv. 1994, mál nr. E-2712/1994 Verslunarfyrirtækið Mikligarður hf. varð gjaldþrota þann 15. júní 1993. Skiptastjórar höfðuð mál gegn auglýsingastofunni Hvíta húsið hf. og gerðu kröfu um riftun á greiðslu á skuldar með þriðjamannsvíxli. Stefndi byggði á því að á fundi skömmu fyrir gjaldþrot í stjóm Miklagarðs hf. hafi verið ákveðið að selja eignir og rekstrar- þætti Miklagarðs hf. og ráðstafa söluandvirði eða skuldaskjölum til þess að geta haldið áfram rekstri félagsins. Stefndi taldi auglýsingar þær sem hann birti fyrir Miklagarð hf. hafa verið hluta af þessum björgunaraðgerðum og því hafi greiðslur til hans verið eðlilegar eftir atvikum. Ekki var fallist á þessa málsástæðu og var greiðsl- unni rift á grundvelli 1. mgr. 134. gr. gþl. þar sem afhending þriðjamannspappíra væri að jafnaði óvenjulegur greiðslueyrir samkvæmt gþl., einnig í þeim viðskiptum sem stefndi stundaði. Þá má í þriðja lagi má minnast á þá skoðun danskra fræðimanna að annars óvenjuleg viðskipti milli aðila geti verið venjuleg eftir atvikum ef þau fara fram á milli heildsala sem versla með vörur á sama sviði.20 Alíka málsástæðu hefur verið haldið fram í a.m.k. einum dómi Hæstaréttar, en þar var henni hafnað, samanber: H 28. mars 1996, mál nr. 31/1995 Skiptastjórar í þrotabúi Miklagarðs hf. höfðuðu mál og gerðu kröfu um riftun á greiðslu skuldar Miklagarðs hf. við Heimilistæki hf. á grundvelli 1. mgr. 134. gr. gþl. Greiðsla skuldarinnar hafði farið fram með vöruúttekt Heimilistækja hf. á ýmsum rafvörum í verslunum Miklagarðs hf. Heimilistæki hf. byggðu á því m.a. að félaginu hafi ekki verið kunnugt um greiðsluvandræði Miklagarðs hf. Þá hafi Heimilistæki hf. tekið út vörur og greitt fyrir þær í peningum eftir umrædda úttekt. Ákvörðunarástæða kaupanna hafi verið sú að fyrirtækin hafi verið heildsalar á sama sviði en Mikligarður hf. hafði haft í verslunum sínum sambærilega vöru og hafði selt hana á hagstæðara verði en mögulegt hafi verið að finna á markaðinum og einnig vörur sem Heimilistæki hf. höfðu ekki á boðstólum. 20 Sjá t.d. 0rgaard bls. 99-100. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.