Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 55
Á VÍÐ OG DREIF AÐALFUNDUR LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS 1996 Aðalfundur Lögmannafélags Islands fyrir árið 1996 var haldinn föstudaginn 15. mars það ár. I upphafi fundarins minntist formaður Þórunn Guðmundsdóttir hrl. látins félagsmanns á starfsárinu Sigurgeirs Sigurjónssonar hrl., sem rekið hafði eigin lögmannsstofu í hart nær hálfa öld eða frá árinu 1942 til ársins 1990. Formaðurinn flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið starfsár. Fyrir fundinn hafði verið dreift til lögmanna prentaðri skýrslu stjórnarinnar og vísaði formaðurinn til þess, sem þar var getið, og taldi ekki ástæðu til að telja það upp. Þess í stað skyldi drepið á nokkur önnur atriði í staðinn. Formaðurinn gerði fyrst að umtalsefni nýlegar breytingar á málflytjenda- lögunum, sem fela í sér skyldu lögmanna til að kaupa sér starfsábyrgðar- tryggingar og skyldu þeirra til að fara að sérstökum reglum um fjárvörslu- reikninga. Á grundvelli laganna setti félagið reglur um starfsábyrgðartrygg- ingar lögmanna, nr. 657/1995, svo og reglur nr. 626/1995 um fjárvörslur lögmanna o.fl. Að því er fyrmefndu reglurnar varðaði hefði verið ágreiningur um það hvort þær ættu að ná til ásetningsbrota eða einungis gáleysis. Niðurstaðan hefði orðið sú að reglurnar gilda aðeins um tjón, sem valdið er af gáleysi, hvort heldur sem er einföldu eða stórfelldu gáleysi. Reglurnar hefðu síðan verið staðfestar af dómsmálaráðherra, eins og ráð er fyrir gert í lögunum. Formaðurinn taldi löggjafann sækja mjög að lögmannastéttinni, bæði með fyrrnefndum breytingum á málflytjendalögunum, svo og með frumvarpi til laga um lögmenn, sem nýlega hafði litið dagsins ljós. Þá væri verið að semja drög að frumvarpi til innheimtulaga í viðskiptaráðuneytinu. Virtist gæta þeirrar til- hneigingar í dag að binda allt í lög, en ekki væri nauðsynlegt að sýna svona sérstaka aðgát gagnvart lögmönnum. Formaðurinn gerði að umtalsefni ályktun síðasta aðalfundar, um að stjórn félagsins gætti þess framvegis að ekki væru gefnar út ályktanir í nafni félagsins um umdeild þjóðfélagsmál. Lýsti formaðurinn því í nokkrum orðum hvernig þessari ályktun hefði verið framfylgt, m.a. í umsögnum laganefndar L.M.F.I. um lagafrumvörp. í ræðu sinni minntist formaðurinn á Lögmannablaðið, sem leit fyrst dagsins ljós á starfsárinu. Hefði blaðið gert félagið sýnilegra félagsmönnum, en framtíð blaðsins væri undir því komin að lögmenn skrifuðu í það. Blaðinu væri ætlað að vera m.a. vettvangur skoðanaskipta milli lögmanna og því full ástæða til að hvetja menn til að rita greinar í það. Þá var kynnt tillaga að merki félagsins, en höfundur tillögunnar er Gísli B. Björnsson. Hugmyndin væri sótt í gamla táknmynd af voginni. Á fundinum voru sýnishorn fleiri hugmynda látin ganga meðal fundarmanna til kynningar. Að lokinni ræðu formanns L.M.F.I. gerði Marteinn Másson, framkvæmda- stjóri félagsins, grein fyrir ársreikningum félagssjóðs, Námssjóðs og Ábyrgðar- 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.