Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 97

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 97
lögfræði.11 Mest voru þó fræðatengslin við hollenska lögvísindamenn fyrstu árin,12 en til Hollendinga varð vissulega margt sótt í þessum efnum, því að auk þess sem þeir byggja á gróinni lögbókarhefð settu þeir sér nýja og afar vandaða einkaréttarlögbók fyrir fáum árum - að margra mati eina hina vönduðustu lögbók veraldar - og mátti leita þangað ýmissa góðra fyrirmynda. Fóru sérfræðinganefndir frá Hollandi til Rússlands í ráðgjafarerindum og eins héldu rússneskir fagmenn til Hollands til funda við þarlenda sérfræðinga í lögum. Þess voru dæmi, að haldnar væru ráðstefnur utan Rússlands, en með þátttöku rússneskra lagamanna, um lögbókarstarfið í Rússlandi (og þá eftir atvikum einnig í öðrum Austur-Evrópuríkjum). Áður en lengra er haldið skal tekið fram, að Rússar fóru ekki þá leið, sem ýmis ríki Vestur-Evrópu höfðu farið, að kljúfa einkamálaréttinn upp í tvær samsíða megingreinar, þ.e. almennan einkamálarétt annars vegar og viðskipta- rétt (verslunarrétt) hins vegar með sjálfstæðum en náskyldum lögbókum á báðum sviðum, sbr. t.d. Biirgerliches Gesetzbuch og Handelsgesetzbuch í Þýskalandi og Code civil og Code de commerce í Frakklandi. Þess í stað var stefnt að lögtöku einnar lögbókar, sem sameinaði eftir atvikum báða réttar- þættina. Vitað er, að viðskiptalögbækur ýmissa þjóða voru hafðar til hliðsjónar við samningu veigamikilla þátta rússnesku lögbókarinnar engu síður en al- mennar borgaralögbækur þjóðanna. Þá er athyglisvert, að lögbókarsmiðirnir höfðu talsverðan stuðning af ýmsum efnisatriðum hins mikla bálks á sviði 11 Á vegum rannsóknarstofnunar í samanburðarlögfræði (Institute of Comparative Law) innan lagadeildar þess háskóla hefur nú um nokkurra ára skeið farið fram náið samstarf við rússnesku stofnunina um margvísleg fræðileg atriði, sem snerta lögbókarstarfið: „The Russia-McGill Legal Collaboration Project", eins og það er kallað. Myndarlegur fjárstyrkur hefur fengist til þess frá stofnun, er nefnist The Canadian Intemational Development Agency, en einnig frá einkaaðilum í Kanada. Þetta sameiginlega fræðistarf hefur einkum tekið til undirbúningsvinnu við gerð þriðja meginhluta rússnesku lögbókarinnar. Sérstök ástæða er til að geta þess, að í lagatímariti McGill-háskólans (McGill Law Joumal) birtist fyrir fáum árum mjög umfangsmikil umfjöllun um hina nýjustu löggjafarþróun í Rússlandi, m.a. um borgaralögbókina nýju og einstaka þætti hennar. Var þar um að ræða sérstakt hefti (Special Issue), sem einvörðungu var helgað þessu efni undir meginfyrirsögninni „Russian Law Reform" (Vol. 44, No 2/1999). Er efni þessa viðamikla heftis nú reyndar orðið öllum aðgengilegt í rafrænu formi á Netinu. Þar eru eftirgreindar ritgerðir eftir þessa höfunda (á ensku): Rolf Knieper: „Stability and Transition in the Civil Code of the Russian Federation“; Peter B. Maggs: „The Process of Codification in Russia - Lessons Leamed from the Uniform Commercial Code“; Evgueny A. Sukhanov: „The Right of Ownership in the Contemporary Civil Law of Russia“; Oksana M. Kozyr: „The Legal Treatment of Immovables Under the Civil Code of the Russian Pederation“; Alexander S. Komarov: „The Civil Code of the Russian Federation - General Provisions on Liability for the Violation of Obligations"; Mikhail I. Braginsky: „Regulation of Entrepreneurship in the Russian Federation"; Vassily V. Vitransky: „Insolvency and Bankruptcy Law Reform in the Russian Federation"; Kathrvn Hendlev, Peter Murrell og Randi Ryterman: „A Regional Analysis of Transactional Strategies of Russian Enterprises'1; Mikhail G. Rosenberg: „The Civil Code of the Russian Federation and Intemational Agreements"; Viktor P. Zvekov: „The New Civil Code of the Russian Federation and Private Intemational Law“. 12 Sjá m.a. greinina: „The Russian-Dutch Civil Code Project" (án höfundarnafns) í tímaritinu Law in Transition, haust 1993, á bls. 4, en þar er fjallað um upphaf þessa samstarfs við Hollendinga. 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.