Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 19
nam. Um þetta álitaefni segir m.a. í dómi Hæstaréttar: „Svo sem áður er rakið, varð samkomulag um verðmæti þeirra muna, sem stefndu [kaupendur] seldu. Hafa stefndu lækkað fjárhæð endurgreiðslukröfu sinnar til samræmis við það. Þykir því fullnægt þeim hagsmunum áfrýjenda [seljenda] sent nutu verndar af ákvæðum 55. gr., sbr. 34. gr. laga nr. 39/1922. Stendur sala greindra muna því ekki í vegi fyrir því, að viðurkennd verði riftun á kaupum stefndu á Nóa“. Við skýringu og beitingu þessara reglna verður þó að hafa hugfast að þær eru undantekningar frá meginreglunni í 1. málsl. 3. mgr. 32. gr. fkpl. um að riftun geti ekki farið fram, nema unnt sé að skila fasteign í því horfi sem hún var þegar hún var afhent. Kaupandi hefur sönnunarbyrði fyrir því að skilyrðum framangreindra undantekningarreglna sé fullnægt. Svo sem reglumar bera með sér getur verið flókið að sýna fram á að skilyrðum þeirra sé fullnægt. Fáir dómar hafa gengið til skýringar á þessum efnisreglum. Sem dæmi um tilvik þar sem meginreglunni er beitt í lausafjárkaupum má nefna: H 1973 113 I máli þessu lýsti kaupandi bifreiðar yfir riftun á kaupsamningi um hana. Seljandinn, sem var innflytjandi bifreiðarinnar, neitaði að taka við henni og lét kaupandi hana þá standa í hirðuleysi nálægt sjávarkambi svo að yfir hana gekk sjór í illviðrum, auk þess sem hún var vettvangur leikja bama. Þegar málið kom til meðferðar í Hæstarétti var upplýst að bifreiðin var orðin mjög illa farin, hjólbarðar hennar fúnir o.fl. Var verðmæti hennar þá langt undir verðmæti jafn gamalla bifreiða. I dómi Hæstaréttar sagði að hvað sem liði upphaflegum rétti kaupanda til riftunar væri sá réttur nú fallinn niður vegna meginreglunnar í 57. gr. eldri laga um lausafjárkaup. 5.4 Fullnusta tilkynningarskyldu sem skilyrði riftunar Það hefur verið meginregla í íslenzkum rétti að sá sem hyggst rifta sé ekki skyldur til þess að árninna eða aðvara viðsemjanda sinn eða senda honum annars konar tilkynningu um þau áform sín að rifta.28 Almennt eru ekki í lögum sérstök skilyrði um tilkynningarskyldu tengd riftun, þótt sú meginregla gildi að ekki megi draga að óþörfu að lýsa yfir riftun, og að við þá ákvörðun og tilkynningu hennar verði að sýna viðsemjandanum eðlilega tillitssemi. Við tilteknar aðstæður er þó fyrir hendi lögboðin tilkynningarskylda, þ.e. þegar kaupverð fasteignar er greitt að fullu, en seljandi hyggst samt sem áður rifta kaupsamningi. Þá ber seljanda samkvæmt 1. mgr. 55. gr. að tilkynna kaup- anda um riftun á þeim tíma og með þeim hætti sem áskilið er í greininni, þ.e. þannig: Þegar um greiðsludrátt af hálfu kaupanda hefur verið að ræða áður en seljandi fékk að vita um greiðslu kaupandans. 28 Viðar Már Matthíasson: Fasteignakaup, helztu réttarreglur, bls. 130. 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.