Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 33
(9. kafli); gildissviði laga þeirra sem við eiga (10. kafli); gerhæfisskorti (11. kafli); kröfuhafaskiptum (12. kafli); sönnunarbyrði o.fl. (13. kafli); banni við heimvísun og framvísun (14. kafli) og ordre public (15. kafli). Loks er niður- staða (16. kafli). 2. ALMENN ATRIÐI 2.1 Lagaskil á sviði samningaréttar Með lagaskilum á sviði samingaréttar er átt við það hvers lands lögum skuli beita við úrlausn álitaefna sem rísa kunna um samningsskuldbindingar sem tengjast fleiri en einu landi. Hér í upphafi er rétt að taka fram að umfjöllun um lagaskil á sviði samningaréttar heyrir undir fræðigreinina alþjóðlegan einka- málarétt eða lagaskilarétt sem svo nefnist einnig. Hefur fræðigrein þessi verið skilgreind svo að hún segi til um það hvers lands lögum skuli beita þegar sakarefni tengist erlendum rétti.3 Hin dæmigerða lagaskilaregla er tvíþætt. Er annar þátturinn nefndur réttarsviðsþáttur, en hann gefur til kynna á hvaða sviði réttarins álitaefnið er, t.d. á sviði samningaréttar. Hinn þáttur reglunnar er svo- nefndur tengslaþáttur, sem segir til um það hvers lands lögum skuli beita við úr- lausn þess álitaefnis sem um er að ræða. Tengslaþættir geta verið af ýmsu tagi, svo sem heimilisfang, ríkisfang, samningsstaður, staðsetning eignar, allt eftir atvikum hverju sinni.4 2.2 Eldri íslenskur réttur Af úrlausnum íslenskra dómstóla má ráða að fram að setningu laga nr. 43/2000 var almennt gengið út frá því að aðilum væri heimilt að semja um það hvers lands lögum beita ætti um samninga þeirra í millum, sbr. t.d. eftirfarandi ummæli dómstóla: H 1977 1048 (héraðsdómur, bls. 1063); „Aðiljar málsins hafa þannig samið um, að um lögskipti þeirra gildi U.S. Carriage of Goods by Sea Act of 1936. Þegar af þeirri ástæðu verður að byggja dóminn á viðeigandi ákvæði í þeim lögum". H 1982 1665: „í málflutningi hafa aðiljar ekki miðað við annað en að um sakarefnið skuli að öllu leyti dæmt að íslenskum lögum, þar á meðal um dráttarvexti...“. H 1989 1508: „Við hinn munnlega málflutning fyrir Hæstarétti var því lýst yfir af hálfu aðila, að dæma bæri málið eftir íslenskum lögum þrátt fyrir ákvæði í upphaflegum söluskilmálum, en þar segir að um kaupin gildi þýsk lög“. Þó var talið að samningsfrelsi aðila væri ekki að öllu leyti ótakmarkað, sbr. t.d. H 1982 1890: „Málsaðilar eru á einu máli um að beita beri íslenskum réttar- reglum um sakarefni það, sem hér er til úrlausnar. Er á það fallist, eins og mál þetta horfir við“. H 1983 1599: „Þar sem hvorugur málsaðilja ber þessa skilmála 3 Sjá almenna umfjöllun um alþjóðlegan einkamálarétt Eggert Óskarsson: „Um alþjóðlegan einkamálarétt og viðfangsefni hans“. Tímarit lögfræðinga. 1. hefti 1988, bls. 9 o.áfr. 4 Sjá nánar Eggert Óskarsson: „Um alþjóðlegan einkamálarétt og viðfangsefni hans“, bls. 13; Allan Philip: Dansk intemational privat- og procesret. Kaupmannahöfn 1976, bls. 14-15. 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.