Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 36
samningurinn var lögfestur á Islandi með lögum nr. 68/1995 um Lúganósamn- inginn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum.12 Undirritun Rómarsamningsins þykir eðlilegt framhald af Brusselsamningn- um frá 1968, þótt Rómarsamningurinn sé ekki beinlínis byggður á 220. gr. Róm- arsáttmálans. í inngangi Rómarsamningsins er ekki berum orðum vísað til 220. gr. Rómarsáttmálans, en litið er á hann sem þátt í viðleitni aðildarríkja EB til að stuðla að samræmdri réttarframkvæmd á sviðum sem hafa mesta þýðingu fyrir framkvæmd sameiginlegs innri markaðar. Sameiginlegar lagaskilareglur á sviði samningaréttar hljóta að teljast mikilvægar í því sambandi.13 3. GILDISSVIÐ 3.1 Samningar sem falla undir lögin 3.1.1 Almennt Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 43/2000 taka lögin til allra einkaréttarlegra samningsskuldbindinga sem tengjast fleiri en einu landi þegar taka þarf afstöðu til þess hvers lands lögum skuli beitt. Almenna reglan er því sú að beita skal lögum nr. 43/2000 um alla samninga þar sem taka verður afstöðu til þess hvers lands lögum skuli beitt þegar sakarefni tengist erlendum rétti, nema samningur sé undanþeginn gildissviði laganna, sbr. 2.-4. mgr. 1. gr. Nánar tiltekið þarf samningur að uppfylla tvö skilyrði til þess að falla undir lögin. Annars vegar þarf hann að fela í sér samningsskuldbindingu og hins vegar verður að vera álita- mál hvers lands lögum skuli beita. Skal nú vikið að þessum tveimur skilyrðum. 3.1.2 Hugtakið samningsskuldbinding Hugtakið „samningsskuldbinding" (contractual obligation) er hvorki skil- greint í lögum nr. 43/2000 né í greinargerð með frumvarpi tii laganna. Það er þó engum vafa undirorpið að hugtakið ber að skýra sjálfstæðri skýringu. Þessi afstaða kemur skýrt fram í greinargerð með frumvarpi til laganna. Þar segir að sé mið tekið af viðhorfum fræðimanna, sem tjallað hafa um skýringar á Rómar- samningnum, sé meginviðhorfið það að hugtakið samningsskuldbinding sé evr- ópuréttarlegs eðlis. Þetta merki að inntak hugtaksins ákvarðist af Evrópuréttin- um sjálfum en ekki af lögum einstakra aðildarríkja samningsins. Þetta er rökstutt með því að erfitt sé að öðrum kosti að tryggja einsleita og samræmda skýringu og framkvæmd samningsins í einstökum aðildarríkjum hans. Þótt Island sé ekki aðili að Rómarsamningnum leiði þau rök sem búi að baki frumvarpinu til þess að við þetta verði einnig að miða við framkvæmd og túlkun laganna hér á landi. 12 í aðalatriðum felur Lúganósamningurinn í sér tvennt. í fyrsta lagi samræmingu á alþjóðlegum varnarþingsreglum aðildarríkjanna og í öðru lagi gagnkvæma viðurkenningu dóma í einkamálum. Það er tilgangur hans að tryggja greiðan aðgang að dómstólum og fullnustu úrlausna. Sjá nánar Eyvindur G. Gunnarsson: „Vamarþingsreglur Lúganósamningsins". Tímarit lögfræðinga. 4. hefti 1999, bls. 317. 13 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 691. 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.