Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 34
Ákvæði þetta getur átt við um flestar vanefndakröfur, t.d. kröfu um efndir skv. 23. gr., kröfu til úrbóta og nýrrar afhendingar skv. 36. gr. og kröfu til afsláttar skv. 38. gr., svo og um skaðabótakröfu. Þó verður að ætla að ákvæðið hafi mesta þýðingu varðandi riftun. Kaupandinn getur þá rift að því er snertir þann hluta greiðslunnar sem vanefnd varðar en haldið afganginum. Það er þó forsenda að fyrir hendi séu skilyrði riftunar að því er varðar þann hlutann sem riftun tekur til. Þegar það er metið hvort galli er verulegur eða ekki ber að meta það með hliðsjón af þeim hluta sem vanefndin varðar. Hafi t.d. verið keyptir 100 sekkir af kart- öflum, og varði seinkun eða galli einungis einn sekk, getur kaupandinn sam- kvæmt fyrrgreindu rift að því er umræddan sekk varðar. Þetta getur hann þótt van- efndin verði ekki talin veruleg þegar litið er til kaupanna í heild sinni. Þegar um er að ræða nýja afhendingu getur ákvæði þetta einnig haft þýð- ingu. Kaupandinn getur á grundvelli þeirra skilyrða, sem fram koma í 2. mgr. 34. gr., krafist nýrrar afhendingar að því er varðar hluta hins selda en haldið því sem eftir er, t.d. í dæminu hér að framan krafist nýrrar afhendingar að því er varðar hinn gallaða sekk. Á hinn bóginn leiðir það af ákvæðum 1. mgr. 43. gr. að kaupandinn getur ekki, án þess að annað og meira komi til, borið fyrir sig vanefndaúrræði að því er varðar greiðsluna í heild. Ef vanefnd er á hinn bóginn veruleg þegar litið er til kaupanna í heild sinni getur kaupandinn með vísan til 2. málsl. ákvæðisins krafist riftunar á öllum kaupunum. Er þetta í sjálfu sér sama regla og fram kem- ur í 39. gr. laganna. Sem fyrr greinir er það skilyrði að vanefndir séu verulegar á samningnum í heild. I dæminu hér að ofan gæti slíkt t.d. átt við ef helmingur sendingarinnar er ekki afhentur eða reynist gallaður.50 Ákvæði 2. mgr. 43. gr. eiga við um magngalla. Þegar seljandinn hefur aðeins afhent hluta hins selda verður álitamál hvort meta eigi tilvikið eftir reglum um galla eða samkvæmt reglum um greiðsludrátt að því er varðar þann hluta sem ekki hefur verið afhentur. Samkvæmt ákvæðinu ræður það úrslitum hvort ráða má af atvikum að seljandinn hafi lokið afhendingu af sinni hálfu eða ekki. Reglumar um galla gilda samkvæmt ákvæðinu t.d. um það tilvik þegar selj- andinn hefur vegna misskilnings afhent of lítið án þess að vera það ljóst. Ef hins vegar má ráða af atvikum að seljanda hafi verið ljóst, t.d. vegna þess magns sem afhent var, að afhendingu var ekki lokið verður að leggja til grundvallar regl- umar um greiðsludrátt. I flestum tilvikum er eðlilegast að líta svo á að um magn- galla sé að ræða. Ef gallareglum er beitt hefur það þá mikilvægu þýðingu að tilkynningar- skylda kaupanda samkvæmt ákvæðum 32. gr. kpl. verður virk. Þá er afleiðingin einnig sú að reglur um úrbætur eða afhendingu nýrra hluta gilda, en það getur hins vegar ekki átt við þegar um er að ræða greiðsludrátt.51 50 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 120. 51 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 120. 244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.