Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 44
verið samið. Ef kaupandinn hefur tekið á sig aðrar skyldur sem ekki er unnt að skilgreina sem atbeina að efndum er eftir atvikum hægt að beita ákvæðinu með lögjöfnun. Sjá að öðru leyti 53. gr. laganna.77 Skilyrði riftunar er sambærilegt þeim skilyrðum sem fram koma í 1. mgr. 25., sbr. 1. mgr. 39. og 1. mgr. 54. gr., og vísast til umfjöllunar um þær greinar. Þar sem ákvæði þetta fjallar um vanefndir á aukaskyldum kaupanda er yfir- leitt sanngjamt að leggja hér til grundvallar nokkuð strangara mat varðandi skil- yrðið um verulegar vanefndir en þegar um vanefndir á afhendingar- eða greiðslu- skyldunni sjálfri er að ræða. Riftun getur t.d. verið raunhæft úrræði þegar selj- andinn á að búa hlutinn til og vanræksla kaupanda á því að ljá atbeina sinn að efndum hefur skaðleg áhrif á athafnir eða rekstur seljanda að öðru leyti. Þetta getur t.d. átt við þegar um er að ræða kaup á skipi sem á að smíða fyrir kaup- anda og vanræksla kaupanda veldur því að skipið stendur í slipp hjá seljanda, tekur þar pláss og stendur í vegi fyrir því að seljandi geti tekið að sér önnur verkefni.78 Það er ekki hvað síst í pöntunarkaupum sem sú staða getur komið upp að kaupandinn vanefnir bæði skylduna til þess að ljá atbeina sinn að efndum og skylduna til þess að greiða hluta verðsins meðan á tilbúningi hlutar stendur. í slíkum tilvikum er yfirleitt sanngjamt að meta réttinn til riftunar með hliðsjón af þeim sameiginlegu áhrifum sem vanefndimar valda.79 5.7.3 Kaupandi veitir söluhlut ekki viðtöku I síðari málslið 1. mgr. 55. gr. kpl. ræðir um riftunarrétt seljanda þegar kaup- andinn veitir ekki söluhlut viðtöku í samræmi við fyrirmæli b-liðar 50. gr. Þegar kaupandi lætur hjá líða að veita söluhlut viðtöku getur það oft verið vísbending um að hann muni ekki heldur greiða kaupverðið. í því tilviki getur seljandinn eftir atvikum rift kaupunum í samræmi við ákvæði 62. gr. Þótt skilyrði til þess að rifta kaupum áður en að afhendingu kemur séu ekki fyrir hendi getur selj- andinn borið fyrir sig ákvæði 54. gr. ef vanræksla kaupanda á að veita söluhlut viðtöku verður samtímis því að hann greiðir ekki. Ef kaupandinn greiðir kaup- verðið, án þess þó að vilja veita söluhlut viðtöku, veldur það seljanda yfirleitt engum vandkvæðum. Að því marki sem slíkt veldur kostnaði vegna geymslu hlutarins á seljandinn þó rétt á skaðabótum af því tilefni, sbr. ákvæði 72.-78. gr. Seljandinn hefur ekki þörf fyrir að rifta kaupum af þeirri ástæðu einni að kaupandi veitir söluhlut ekki viðtöku nema því aðeins að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að losna við hlutinn, og er riftunarrétturinn samkvæmt ákvæð- inu því takmarkaður við slík tilvik. Þess konar sérstakra hagsmuna á seljandinn 77 í 53. gr. kpl. segir að um rétt seljanda til að krefjast efnda á þeirri skyldu kaupanda að hann stuðli að efndum gildi ákvæði 23. gr. eftir því sem við á. 78 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 132. 79 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 132. 254
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.