Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 57
1. INNGANGUR Við töku vátryggingar er gerður vátryggingarsamningur milli vátryggingar- taka og vátryggjanda (vátryggingafélags). Efni samningsins veltur á skilmálum viðkomandi vátryggingar og vátryggingarskírteini, sem vátryggjandi gefur út til staðfestingar á töku tryggingarinnar.1 í skilmálunum er yfirleitt að finna ákvæði um gildistöku vátryggingarinnar, gildissvið hennar og ýmsar takmarkanir á ábyrgð félagsins. Þannig er t.a.m. yfirleitt kveðið á um í skilmálum kaskótrygg- ingar ökutækja og slysatryggingar ökumanns að félagið sé laust úr ábyrgð vegna tjóns eða slyss, sem verður þegar viðkomandi ökutæki er ekið af ein- hverjum sem ekki hafði til þess gilt ökuskírteini eða ökuréttindi. í skilmálum innbrotsþjófnaðartryggingar er gjaman að finna ákvæði þess efnis að ábyrgð fé- lagsins sé háð því að dyr og gluggar hafi verið tryggilega lokuð og læst þegar tjónið varð. í dæmigerðum skilmálum slysa- og sjúkratryggingar segir að vá- tryggingin nái ekki til sjúkdóma sem fyrst sýndu einkenni á tímabili þegar vá- tryggingin var úr gildi. I munatryggingum er gjaman undanþága frá ábyrgð fé- lagsins vegna tjóns sem rakið verður til lélegs viðhalds á hinu tryggða. Þá má nefna að í flestum gerðum trygginga er að finna einhvers konar undanþágur frá ábyrgð félagsins vegna tjóns sem rakið verður til ölvunar. Þannig mætti lengi telja. Við fyrstu sýn virðast takmarkanir sem þessar á ábyrgð félagsins e.t.v. ekki vera til þess fallnar að valda vandkvæðum í framkvæmd. Væru framangreind ákvæði skilmálanna skýrð eftir orðanna hljóðan fengi ökumaður, sem yrði fyr- ir tjóni á kaskótryggðri bifreið sinni skömmu eftir að ökuskírteini hans rennur út, ekki greiddar bætur úr kaskótryggingu vegna tjónsins, og sá sem vanrækti viðhald á vátryggðum mun fengi ekki bætur vegna tjóns á muninum. Hér verð- ur hins vegar að hafa varann á því að um skýringu ákvæða í skilmálum vátrygg- inga gilda sérstakar reglur. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga (VSL) eru ákvæði laganna að meginstefnu til frávíkjanleg. Er félaginu og vátryggingar- taka að því marki frjálst að semja sín í milli um hvaða reglur og skilmálar skuli gilda í lögskiptum þeirra. í VSL er hins vegar einnig að finna mikilvæg ákvæði sem ekki verður vikið frá með samningi. Að meginstefnu til er VSL, og þá eink- um hinum ófrávíkjanlegu reglum laganna, ætlað að vernda vátryggingartaka og vátryggðan í skiptum þeirra við félagið.2 í skilmálum vátryggingarinnar og vá- tryggingarskírteini kemur jafnan fram hvaða hagsmunir eru tryggðir og gegn 1 í framhaldinu verður ekki gerður sérstakur greinarmunur á því hvort ákvæði er að finna í skilmál- um eða skírteini vátryggingar, heldur verður til einföldunar aðeins rætt um skilmálaákvæði nema sérstök ástæða þyki til annars. Þá verður vísað til vátryggjanda/vátryggingafélags sem félagsins. 2 Hellner: Exclusions of Risk and Duties Imposed on the Insured. (1955), bls. 30; Heltman: Ulykkesforsikringspraksis. 2. útgáfa (1962), bls. 50 og Lyngsö: Dansk Forsikringsret. (1994), bls. 21.1 39. gr. VSL er hins vegar að finna ófrávíkjanlega reglu sem ætlað er að vernda félagið gegn samningum um greiðslu á hærri bótum til vátryggðs en þörf er á til að bæta það tjón sem orðið hef- ur. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.