Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Page 74

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Page 74
málaákvæði varðaði ekki þau tilvik er vátryggingaratburðinum væri valdið af ásetn- ingi eða vangáratferli vátryggðs og því kæmi beiting 20. gr. FAL ekki til álita í mál- inu.75 í þriðja dóminum, sem Selmer nefnir í þessu sambandi, reyndi enn á gildissvið 20. gr. FAL. NRT 1973:737 (NH) Húftryggð ferja sökk þar sem hún lá við bryggju. Var orsök þess óljós. f dóminum var talið líklegt að landfestar hefðu gefið sig og ferjan staðið á þurru, auk þess sem snjóþyngsli á þilfari skipsins kynnu að hafa haft áhrif. Félagið bar fyrir sig skilmála- ákvæði þess efnis að félagið væri laust úr ábyrgð ef rekja mætti tjón á skipinu til þess að skipið hefði ekki verið haffært (þ.m.t. hefði eitthvað skort á tryggilegar landfest- ar eða eftirlit með þeim) og vátryggður hefði vitað eða mátt vita það. Vátryggður hélt því hins vegar fram að hér ætti regla 1. mlsl. 20. gr. FAL við og félagið bæri fulla ábyrgð þar sem ekki væri um stórkostlegt gáleysi að ræða. Hæstiréttur Noregs komst einróma að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að 20. gr. FAL væri sett til vemdar hagsmunum vátryggingartaka (sic - réttara er að telja það sett til vemdar hagsmunum vátryggðs (auðkennt hér)), yrði að sýkna félagið, enda færi um- rætt skilmálaákvæði ekki gegn nefndri lagagrein.76 Selmer telur að lesa megi út úr síðastgreindum dómi að ekki sé útilokað að 20. gr. FAL verði beitt í tilvikum sem þessum og að vátryggður fái fullar bætur hafi hann ekki sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Það sem hins vegar hafi ráðið niðurstöðunni í málinu hafi verið að í raun sé enginn munur á umræddu tilviki og því að skip sé óhaffært, en í vátryggingarsamningnum hafi verið kveðið á um að beita skyldi reglum um óhaffæmi þegar landfestum væri ábótavant.77 Selmer nefnir að nokkru síðar hafi gengið dómur í Eidsivating lagmannsrett er varðaði ákvæði í skilmálum húftryggingar bifreiðar, sem innihélt undanþágu frá ábyrgð félagsins vegna tjóna sem yrðu er ekið var á slitnum dekkjum. Vátryggður hafði ekið á slitnum dekkjum í hálku en vegna sérstakra aðstæðna þótti það ekki verða metið honum til sakar. Akvæði skilmálanna var því ekki beitt eins og á stóð rneð vísan til 20. gr. FAL.78 Árið 1979 gekk í Noregi dómur sem Selmer tel- ur að markað hafi tímamót við mat þarlendra dómstóla á dulbúnum hegðunarreglum.79 NRT 1979:554 (NH) Vátryggð lest valt í krappri beygju og við það skemmdust dráttarvagn, tengivagn hennar og farmur. Vátryggður krafðist bóta bæði úr húftryggingu lestarinnar sem og ábyrgðartryggingu vegna farmsins sem skemmdist í óhappinu. Samkvæmt skilmál- um húftryggingarinnar skyldi félagið vera laust úr ábyrgð vegna tjóna sem rekja mætti til bilunar eða galla á lestinni. Samkvæmt samsvarandi ákvæði í ábyrgðar- 75 Reifun byggð á Selmer, bls. 192. 76 Reifun byggð á Selmer, bls. 193. 77 Selmer, bls. 193. í 63. gr. VSL er regla um áhrif þess að vátryggt skip er óhaffært. 78 Dóntur Eidsivating lagmannsrett, þann 12. september 1978, Selmer, bls. 193-194. 79 Sjá einnig í þessu sambandi NOU 1987:24, bls. 73. 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.