Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Page 160

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Page 160
orðalag 51. gr. VSL. í samræmi við þetta sjónarmið var niðurstaðan sú í AK:102 að félagið var sýknað af kröfu um vátryggingarbætur þar sem vátryggðum tókst ekki að sýna fram á að vanræksla á að gæta fyrirmæla áðumefnds skilmálaákvæð- is um geymslu utanborðsmótors á læstum stað hefði ekki haft áhrif á tjónið. Það má vissulega halda því fram að það sé bagalegt að heimfærsla skilmála- ákvæða um geymslu eða vörslur vátryggðra muna skuli ráðast af því hvort vá- tryggingarandlagið teljist nægilega afmarkað á annan hátt í skilmálum, eins og gert er ráð fyrir í umfjölluninni hér að framan. Tillitið til vátryggðs og almenn- ar skýringarreglur vátryggingaréttar myndu hins vegar leiða til þess að vafi um heimfærslu viðkomandi ákvæðis yrði jafnan skýrður vátryggðum í hag. I fram- haldi af því má raunar telja sanngjarnt að ákvæðið verði skýrt með hliðsjón af ófrávíkjanlegum reglum VSL (í þessu tilviki 51. gr. laganna) nema að það sjálft beri með sér með nokkuð skýrum hætti að því sé eingöngu ætlað að afmarka vátryggingarandlagið. 4.16 Skilyrði fyrir ábyrgð félagsins að ástand vátryggðs munar hafi verið í samræmi við lög Akvæði í skilmálum, sem gera ábyrgð félagsins háða því að ástand vá- tryggðs munar sé eða hafi verið í samræmi við gildandi lög, reglugerðir, opin- ber fyrirmæli o.þ.h., hafa af fræðimönnum verið talin fela í sér varúðarreglur í skilningi VSL.370 í skilmálum má einnig finna ákvæði sent sjálf kveða svo á um.371 Má telja þá niðurstöðu eðlilega, enda leggja ákvæðin skyldu á vátryggð- an og aðra til aðgæslu og eftirlits, ekki ósvipaða viðhaldsskyldunni í ákvæðum sem gera ábyrgð félagsins háða því að vátryggðum mun hafi verið haldið for- svaranlega við. Fela ákvæðin að því leyti í sér „dæmigerðar" varúðarreglur.372 4.17 Breytingar á starfsvettvangi slysatryggðra einstaklinga I skilmálum slysatrygginga launþega er jafnan að finna ákvæði sem varða breytingu á starfi þess sem tryggður er. Þá kann að vera tilgreint í vátrygging- 370 Sbr. Arnljótur Björnsson, (1986), bls. 62 og 68; Selmer, bls. 179 og Lyngsö, (1992), bls. 231 og (1994), bls. 296. 371 I dæmigerðum vátryggingarskilmálum fyrir brunatryggingu húseigna segir undir fyrirsögninni „Lagafyrirmæli - Varúðarregla:“ „Vátryggingartaka ber að sjá um að allur umbúnaður á og við hina vátryggðu eign sé í samræmi við fyrirmæli í gildandi lögum og reglugerðum ...“. Með hliðsjón af yfirskrift greinarinnar verður hún talin fela í sér varúðarreglu. 372 I dómi 0stre Landsret þann 13. maí 1985 í málinu nr. 212/1984 var hins vegar komist að gagnstæðri niðurstöðu. Þar var talið að í skilmálaákvæði ábyrgðartryggingar, sem batt ábyrgð fé- lagsins því skilyrði að ekki hefði verið brotið gegn opinberum reglum, hefði falist afmörkun áhætt- unnar og væri félagið laust úr ábyrgð þar sem dönskum lögum um umhverfisvemd hefði ekki ver- ið fylgt. Ekki er með góðu móti unnt að sjá hvers vegna dómurinn fer þá leið. Rétt er jafnframt að árétta að heimfærsla skilmálaákvæðisins undir 51. gr. VSL kynni að hafa leitt til sömu niðurstöðu fyrir vátryggðan í þessu tiltekna máli þó að aðferðafræðin væri önnur. Með hliðsjón af því sem telja má viðtekin sjónarmið í dag um skýringu sambærilegra skilmálaákvæða má draga vægi dómsins verulega í efa. Reifun byggð á Sörensen, (2002), bls. 165. 154
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.