Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1996, Side 8

Ægir - 01.04.1996, Side 8
Stórir fiskar Steinbíturinn nálgast heimsmetið! Þann 1. mars sl. veiddist óhemju stór steinbítur við Vestmannaeyjar. Hann mældist 124 cm og sló þar með 11 ára gamalt íslandsmet 119 cm steinbíts sem veiðst hafði við Papey árið 1985. Vantar nú lítið upp á að heimsmetið falli en það mun vera 125 cm eftir því sem næst verð- ur komist. Margir hafa áhuga á að vita hver sé mesta lengd ýmissa fisktegunda á íslandsmiðum og því tók ég eftirfarandi lista saman mönnum til skemmtunar og fróðleiks. Þar sem öruggar upplýsingar um mestu lengd nokkurra þekktra fisktegunda á íslandsmiðum voru ekki tiltækar þá var þeim sleppt að þessu sinni en úr því verður e.t.v. bætt síðar. í sviga er sýnd mesta lengd sem vitað er að mælst hafi á viðkomandi tegund utan íslandsmiða. Stundum er hún gefin upp sem lengd að sporði (SL) en annars er miðað við heildarlengd (LT), þ.e. frá trjónuenda aftur á sporðblöðkuenda, sem er sú viðmiðun sem notuð er við íslensku mælinguna. GunnarJónsson Gunnar fóns- son, ftskifræð- ingur. Brjóskfiskar Kambháfur, Pseudotriakis microdon: 1915, við Vestmannaeyjar, 290 cm (295). Gljáháfur, Centroscymnus coelolepis: 1992, djúpt vestur af Rosmhvalanesi, 120 cm (120). Háfur, Squalus acanthias: 1971, suður af Selvogsbankatá, 114 cm (123). Maríuskata, Bathyraja spinicauda: 1987, Grænlandssund, 154 cm (170). Skjótta skata, Raja (Amblyraja) hyperbor- ea: 1992, djúpt vestur af Rosmhvala- nesi, 105 cm (92). Tindaskata, Raja (Amblyraja) radiata: 1975, NA af Langanesi, 100 cm (102). Skata, Raja (Dipturus) batis: 1910, við Vestmannaeyjar, 252 cm (um 250). Náskata, Raja (Leucoraja) fullonica: 1989, Þórsbanki, 168 cm (120). Geirnyt, Chiamera monstrosa: 1993, Reykjaneshryggur, 110 cm; og 1995, SV af Reykjanesi, 110 cm (150). Stuttnefur, Hydrolagus affinis: 1991, grá- lúðuslóö vestan Víkuráls, 137 cm (130). Gránefur, Hydrolagus pallidus: 1992, út af Berufjarðarál, >120 cm (>128). Trjónufiskur, Rhinochimaera atlantica: 1959, vestan Eldeyjar, 140 cm; og 1992, djúpt vestur af Öndverðarnesi, 140 cm (140). Beinfiskar Gjölnir, Alepocephalus bairdii: 1992, ut- anvert Skaftárdjúp, 106 cm (100). Augnasíld, Aiosa fallax: 1994, út af Keil- isnesi í Faxaflóa, 52 cm (55). Síld, Clupea harengus: 1955, út af Skjálf- anda, 47 cm (49). Vargakjaftur, Bathysaurus ferox: 1991, grálúðuslóð vestan Vikuráls, 65 cm (61). Litli földungur, Alepisaurus brevirostris: Á Fiskmarkaðinum í Vestmannaeyjum. Ingi Steinn Ólafsson ásamt steinbítnum vcena. 1992, sunnan eða suðvestan Surtseyj- ar, 100 cm (um 100). Stóri földungur, Alepisaurus ferox: 1982, NV af Surtsey, 177 cm (196). Sláni, Anotopterus pltarao: 1990, júní, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 94 cm (um 100). Pokakjaftur, Saccopharynx ampullaceus: 1995, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 175 cm (161). Gapaldur, Eurypharynx pelecanoides: 1991, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 60 cm (100). Álsnípa, Nemichthyes scolopaceus: 1992, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 137 cm (130). Broddabakur, Notacanthus chemnitzii: 1970, Þórsbanki, 120 cm (120). Snarphali, Macroums berglax: 1995, grá- lúðuslóð vestan Víkuráls, 109 cm (>100). 8 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.