Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1996, Side 10

Ægir - 01.04.1996, Side 10
lflÐ NÁNARI ATHUGUN Kvikasilfur í sjófugli: ímynd íslands í húfi „Við leggjum áherslu á að rannsaka þetta mál því ímynd íslands sem hreins og ómengaðs lands er í húfi,“ sagði Guðjón Atli Auðunsson, deildarstjóri snefilefnadeild- ar Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, í samtali við Ægi. Nú er unnið að rannsókn á sýnum úr 150 sjófuglum úr Látrabjargi á snefilefnadeild Rf og beinist rannsóknin sérstaklega að kvikasilfursmengun. Breskir vísindamenn hafa sett fram fullyrðingar um að kvikasilfursmengun í sjófugli við ísland geti verið allt að fimm sinnum meira en í sjófugli annars staðar í Evrópu og setja fram þá stað- hæfingu að svo miklu meira magn hljóti að stafa frá mengun af mannavöldum. Að sögn Guðjóns Atla fékkst styrkur úr Þjóðhátíðarsjóði til verksins sem verður hraðað og býst hann við að niðurstöður liggi fyrir í lok maí. Verkefnið er unnið í samvinnu við Kristbjörn Lilliendahl fuglafræðing. En er ástæða til að draga niðurstöður Bretanna í efa? „Þessar niðurstöður koma á óvart og eru ekki í samræmi við mælingar sem við höfum gert á öðru sjávarfangi á þessum slóðum. Kvikasilfur í þorskholdi og kúskel á þessu svæði hefur mælst minna en á nokkrum öðrum stað." Bjargfuglinn lifir að einhverju leyti á svipaðri fæðu og það sjávarfang sem mæling- ar Rf ná til. Mælt var kvikasilfur í fiðri fuglanna en mælingar Rf verða vi'ðtækari í framhaldsverkefni, sem áætlanir eru um að verði. Guðjón vildi ekkert segja um líkur á því að niðurstöður Bretanna yrðu staðfestar eða þeim hnekkt. Hann bendir þó á að til- gáta þeirra um að uppruni kvikasilfursins sé af mannavöldum sé ósennileg. Kvikasilf- ur sé hins vegar náttúrulegt efni og helsta uppspretta þess í náttúrunni sé einkum tengd hverum og eldsumbrotasvæðum. Komi í Ijós að kvikasilfur sé jafnhátt í sjófuglinum og Bretarnir halda fram sé því langlíklegast að skýringin sé náttúruleg. „Við höfum dæmi um hátt náttúrulegt hlutfall þungmálma, s.s. kadmíns, í íslensku lífríki sem á sér náttúrulegar skýringar." Rf hefur um árabil fylgst með mengun í sjó og sjávarfangi en mælingar á sjófugli hafa ekki verið gerðar áður. Gera verður strangar kröfur til aðferðafræði við mælingar eins og þessar svo þær teljist samanburðarhæf- ar við mælingar frá öðrum stöðum. Tvisvar áður hafa verið gerðar rannsóknir af þessu tagi á íslenskum fuglum, fálkum og æðarfugli. Þær rannsóknir beindust að klórlífrænum efnum og á báðum tilvikum reyndist slík mengun vera mun meiri en áður hafði verið álitið. BHafrannsóknastofnun leggur til aö humarkvóti á vertíðinni í ár veröi 1.500 tonn til aö byrja meö eins og í fyrra. Á síðustu vertíö var veiöin með eindæmum léleg og á end- anum veiddust aöeins 1.000 tonn. Frystitogarinn Engey kemur úr þriggja vikna tilraunaleiöangri suður eftir Reykjaneshrygg með 50 tonn af frystum afurðum að verömæti um 10 milljónir. □ Hafsteinn Aðalsteinsson skip- stjóri á Skottu RE, síöar Kristrúnu, fer meö norskt skip, Förde junior, til ríkisstyrktra tilraunaveiöa á Reykjaneshrygg. ESamkomulag gert milli sjávar- útvegsráöherra og Landssam- bands smábátaeigenda um breytingar á sóknardagakerfi smábáta. Kerfið fel- ur meðal annars í sér aö smábátar fái aö veiða fast hlutfall, 13,9%, af þorskaflahámarki hvers árs en þó aldrei minna en 21.500 tonn. Landssamband íslenskra út- geröarmanna og félög innan þess mótmæla harðlega nýgerð'u sam- komulagi sjávarútvegráöherra viö Landssamband smábátaeigenda og LÍÚ hótar af láta af stuöningi viö kvótakerfið nái hiö nýja kerfi fram aö ganga. aReiknaö er meö aö heildarverö- mæti á þeirri loönuvertíð sem nú er aö ljúka nemi aö minnsta kosti 11 milljöröum króna. ísiendingar gera samkomulag um veiði á úthafskarfa á Reykjaneshrygg viö aðrar þjóöir sem aöild eiga aö NEAFC, Noröaustur-Atl- antshafsfiskveiöinefndinni. Hlutur ís- iendinga í veiöinni er 45 þúsund tonn og er af flestum talið ásættanlegt. Aö- eins Rússar neita aö skrifa undir sam- komulagiö. EVinnslustööin í Vestmannaeyj- um semur um kaup á nótaskipi frá Noregi. Þetta er 21 árs gamalt tog- og nótaskip, 1135 brúttótonn meö 1500 rúmmetra sjókælitönkum. Fiskimjöl og lýsi í Grindavík fá til landsins notað nótaskip frá Bretlandi. Þaö fær nafniö Jón Sigurös- son GK 62. 1 0 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.