Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 15

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 15
eiga sjómenn ekki flest baráttumál sam- eiginleg? „Þab má segja þab en þó hafa skip- stjórnarmenn þá sérstöðu að þeir eru framkvæmdaaðilar stjórnvalda og út- gerðanna í fjölmörgum málum. Það munu vera um 100 laga- og reglugerð- arbálkar sem t.d. fiskiskipstjóri þarf að kunna skil á ef hann stundar fjölþættar veiðar. Mér fannst það vera tímaskekkja þegar vélstjórar gengu úr samband- inu. Mér fyndist eðlilegra að sjá alla sjómenn saman í virku stéttarsam- bandi þó félagseiningar yrðu til áfram. Það verður að vera rúm fyrir ólíkar skoðanir. Þó sjómenn búi í raun við einn og sama kjarasamning- inn að grunni til þá geta skoðanir þeirra verið ólíkar. Félagsmálamenn verða ekki til af sjálfu sér heldur þarf þjálfun til þess og sú þjálfun fer fram í félögunum þar sem menn ræða sín mál. Rökræðurnar í borðsalnum eru ágætar svo langt sem þær ná en þegar menn fara með þá um- ræðu fyrst í sitt félag og síðan í stærra samband með mönnum af öllu landinu koma saman margar ólíkar skoðanir. Það er við þessar aðstæður sem menn læra að hlusta á rök annarra, gefa eftir og vega og meta og sameina baráttu- málin í eina stefnumörkun. Það er ekki alltaf það sem rætt var um í borðsaln- um," sagði Guðjón Arnar í viðtali við Ægi. Veikti það þá stöbu FFSÍ að vélstjór- arnir skyldu ganga úr því? „Það eru tvær hliðar á því. Það veikir sambandið því félagar eru færri en á hinn bóginn eru nú skipstjórnarmenn fjölmennari og og stefnumörkunin verður þá skarpari og oft betri." Var einhver sérstök ástæða fyrir þess- um klofningi? „Vélstjórar töldu sér betur borgið í sérstöku félagi. Það var málefnalegur ágreiningur fyrir hendi í málum sem varða alla sjómenn. Vélstjórar og for- maður þeirra Helgi Laxdal hafa oftast nær í gegnum tíðina mælt með kvóta- kerfinu sem skipstjórnarmenn hafa ver- ið mótfallnir eins og það er í fram- kvæmd." Kvótakerfið andstætt hagsmunum sjómanna Hverjir eru helstu gallar á kvótakerf- inu að mati skipstjórnarmanna? „Kvótakerfið eins og það er í fram- kvæmd er andstætt hagsmunum sjó- manna. Það nægir að nefna kvótabrask- ib meb leigukvóta. Þessi mál hafa klofið þessar stéttir og veikja baráttu samtak- anna mjög mikið. Menn eru settir í þá aðstöðu að vilji þeir ekki taka þátt í kvótakaupum þá missa þeir plássið. Þetta er afleiðing af því stjórnkerfi sem komið var á." Gekk ekki dómur í máli af þessu tagi nýlega sem staðfesti málflutning sjó- manna? „Dómurinn er ákveðinn sigur en við stöndum frammi fyrir því að fjöldi okk- ar manna treystir sér ekki til að fara með svona mál fyrir dóm. Við fáum fjölda mála sem aubvelt væri að leggja í dóm en stranda á því að viðkomandi vill ekki kæra útgerðina því það myndi kosta hann plássið. Þetta er hinn kaldi raunveruleiki og þess vegna skiptir þessi dómur ekki eins miklu máli og ella væri." Kvótabraskið grasserar Nú hafa sjómannasamtökin í raun farið í tvö verkföll vegna þessa máls, sett á fót úrskurðarnefnd og dómur hef- ur gengið. Hefur ekkert dregið úr því að sjómenn taki þátt í kvótakaupum? „Ég held að það hafi ekki dregið nógu mikið úr þessu. Það er staðreynd að nú grasserar þetta sem aldrei fyrr. Það er ljóst að allir vertíðarbátar eru komnir á leigukvóta fyrir löngu í þessari miklu þorskveiði. Menn eru að leigja kvótann á 90-100 krónur og borga sjómönnum 40-50 krónur fyrir kílóið. Markaðsverð á þorski er 75-80 krónur. Það sjá allir hvers konar vitleysa þetta er. Við settum á fót úrskurbarnefnd sem hefur tekib fyrir nokkur mál en þar gilda sömu lögmál. Við heyrum hótanir um að láti menn mál ganga til nefndar- innar þá muni það kosta þá plássið eða skipunum verði einfaldlega lagt. Nefndin hefur lokið þeim málum sem til hennar hafa komið en þau eru aðeins 20-30 talsins sem er bara topp- „Kvótakerfið eins ogþað er í framkvœmd er and- stœtt hagsmunum sjó- manna. Það nœgir að nefna kvótabraskið með leigukvóta. Þessi mál hafa klofið þessar stéttir og veikja baráttu sam- takanna mjög mikið. Menn eru settir íþá að- stöðu að vilji þeir ekki taka þátt í kvótakaup- um þá missa þeirpláss- ið. Þetta er afleiðing af því stjórnkerfi sem kom- ið var á." urinn á ísjakanum. Ég tel líklegt að til- fellin skipti hundruðum sem nefndin ætti að láta til sín taka. Það er skýrt lagaákvæði sem segir að algerlega óheimilt sé að draga leigu eða kaup á aflaheimildum frá kaupi sjó- manna og umræddur dómur byggir á þeim. Þrátt fyrir þetta erum vib í vand- ræðum því við getum ekki rekið mál fyrir dómi nema einhver vilji kæra. Við töldum að útgerðarmenn vildu taka á þessum málum í alvöru þegar nefndin var sett upp. Þeir segja ab leiga á kvóta sé orðin tóm vitleysa og við erum þeim sannarlega sammála. Samt er það svo að leiga rækjukvóta hefur tí- faldast á 2-3 árum. í dag eru menn stundum að greiða meira í leigu á kvóta en sjómennirnir fá." Eruð þið tilbúnir til þess að fara í þriðja verkfallið til þess að útrýma kvótabraski? „Ég get ekki svarab því. Það verða sjó- ægib 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.