Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Síða 16

Ægir - 01.04.1996, Síða 16
menn sjálfir aö gera. Stjórnmálamenn verða að fara að horfast í augu við raun- veruleikann og taka á málinu. Það er ekki mjög flókið." Bönnum framsal veiðiheimilda Hver er lausn málsins? Er með einföld- um hætti hægt að koma í veg fyrir þetta? „Við getum stöðvað þetta ef sjómenn láta okkur hafa vopnin meb því ab leggja fram kærur. Hitt er svo annað mál að með lögum sem banna framsal og leigu aflaheimilda yrbi þetta úr sögunni. Mér finnst að þær aflaheimildir sem ekki eru veiddar eigi að ganga aftur til ríkisins sem getur þá út- deilt þeim aftur á næsta fiskveiðiári. Þetta myndi þýða friðun á hluta aflans á fyrsta fiskveiðiárinu en eftir þab kæmist jafn- vægi á. Ef menn ekki veiöa þær heimildir sem þeir fá þá þurfa þeir ekki á þeim ab halda. Ríkib mætti mín vegna taka nokkrar krónur fyrir þetta og kalla þab umsýslu- gjald eða veiðileyfagjald, mér finnst ekki skipta máli hvað þetta heitir. Það er skömminni skárra ab ríkið fái nokkrar krónur en að það brask viðgangist sem líðst í dag." Myndi þetta ekki kollvarpa kerfinu? „Ég get ekki séb þab. Veðsetningar, veiðileyfi og hlutfall manna í heildarafla myndi ekki breytast. Það mætti áfram selja skip meö veiðiheimildum. Hitt er svo annað mál að það skortir pólitískan vilja fyrir breytingum af þessu tagi eba þá ab alþingismenn skilja ekki vandann." Er þá mikill fjöldi útgerða sem á kvóta sem þær veiða ekki? „Það er fjöldi manna sem situr hlæj- andi á bryggjupollanum meðan sá sem leigði af þeim kvótann fer af stað í vit- lausu verði til að berja upp aflann til þess ab selja hann fyrir jafnmargar krónur og eigandinn fær í leigu." Hverjir eru það helst sem leigja frá sér kvóta? „Þab eru útgeröarmenn sem senda sín skip í úthafið, á Flæmska hattinn eöa í Smuguna. Lobnuflotinn sér fram á heils- ársverkefni á nótaveiðum og þau skip eiga sum hver töluverðan þorsk- og rækjukvóta sem er þá allur í leigu." Það er aldrei erfitt að fylgja sannfæringu sinni Eru þá þínir umbjóbendur, farmenn og fiskimenn, almennt á móti kvótakerf- inu? „Vib höfum alltaf sagt að ef tækist að sníða þá vankanta af kerfinu sem ég hef minnst á þá erum vib í sjálfu sér ekki á móti kerfinu sjálfu. Það er enginn póli- tískur vilji til þess að gera þetta kerfi mannlegra og meðan svo er þá hefur FFSÍ hafnað þessu kerfi." Þú gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir skort á vilja til lagfæringa en ert þú ekki einn þessara stjórnmálamanna þar sem þú ert varaþingmaður Vestfirðinga í libi ríkisstjórnar? „Það er rétt en ég hef aldrei hvikað frá skobun minni á kvótakerfinu og göllum þess. Ég hef ekkert verib sammála mín- um flokki í þessu og er ekki enn og hlýt því að spyrja mig hvort ég eigi eitthvert erindi í þessum flokki. Framsókn i stjóm- arsamstarfi við Sjálfstæðisflokk er vond ríkisstjórn." Finnst þér ekkert erfib staða að vera varaþingmaður stjórnar sem þú styður ekki? „Þaö er aldrei erfið staða ab fylgja sannfæringu sinni. Það hef ég gert." Tökum þessu með fullri varúð Eitt af því sem mikið hefur verið rætt er frumvarp félagsmálaráðherra sem boð- ar breyttar samskiptareglur á vinnumark- abi við vinnudeilur og verkföll. Sumir kalla þetta aðför að verkalýðshreyfing- unni. Ert þú sammála þessu? „Já, eins og máliö er nú fram sett. Ég tel hins vegar að menn veröi að skoða það mjög vandlega hvað þarna er á ferð- inni og hvort er verið ab taka af mönn- um einhvern rétt. Ég held að í sumum tilvikum geti verib varasamt ab krefjast þess að skilyrði verkfallsbobunar sé ævin- Iega atkvæðagreiðsla. Stjórnir og trúnaðarmannaráð sem hingað til hafa haft þetta vald eru sett saman af þeim mönnum sem besta yfir- sýn hafa og eru best meðvitaðir um rétt- indi og skyldur. Hinn almenni félags- mabur er kannski óánægður og greiöir því atkvæði með verkfalli. Þetta gæti Ieitt til þess að verkföll yrðu boðuð þó stjórn og trúnaðarmannaráb teldu það óskyn- samlegt. Þó meirihluti sé óánægður er ekki víst að menn hafi nauðsynlega yfir- sýn. Flestir horfa aöeins á sitt starfsum- hverfi og taka ákvörðun út frá því. En ég sé í þessu frumvarpi ákvæði um ákveðið ferli í samningaviðræðum og vald sáttasemjara til að koma á viðræð- um áður en til verkfalls kemur og þetta tel ég til bóta því oft hafa útgerðarmenn neitaö ab ræða við sjómenn fyrr en i óefni er komið og það hefur þurft að draga þá ab samningaborðinu meb verk- fallsátökum. Við tökum þessu með fullri varúð og ég tel vafasamt að hrófla við kerfi sem byggir á áratuga hefð. Ég hef ekki séb að menn hafi beitt verkfallsvopninu gáleys- islega undanfarin ár. Þvert á móti hefur verið gripib til þess í nauðvörn." Góður skipstjóri er gulls ígildi Nú býst ég við að þab sé ímynd flestra ab skipstjórar séu allvel launaöir. Er þá nokkur þörf á verkföllum? „Það er rétt að margir skipstjórar hafa ágæt laun. Skipstjórar hafa tvöfaldan há- setahlut en þeir greiba líka hærri skatta því þegar skattakerfinu var breytt í stað- greiðslukerfi var sjómannafrádrættinum breytt í fasta tölu í stað hlutfallstölu áður og stigum við þar með skref til launajöfn- unar. Hann er nú tæpar 700 krónur fyrir hvern skráningardag. Þetta þýbir að skip- stjórar borga hlutfallslega meira af laun- um sínum í skatta en undirmenn þeirra." Nú skilst mér að margir skipstjórar séu yfirborgabir með því að þeim sé greitt föst prósenta af aflaverðmæti ofan á tvö- faldan hlut. Er þetta algengt? „Góður skipstjóri er gulls ígildi fyrir útgerðina. Skipstjórar í nágrannalöndun- um hafa margir meira en tvo hluti, allt upp í þrjá og hálfan. Ef yfirborganir eru útbreiddar þá gott og vel en ég hef engin dæmi um slíkt á mínu boröi." Betri Stýrimannaskóla Er eitthvab baráttumál sem skipstjór- ar vilja sækja sérstaklega? „Mér finnst orðið brýnt ab hyggja að endurmenntun skipstjóra og að útgerðin taki þátt í því. Endurmenntunar er þörf á tæknisviði og í öryggismálum. 16 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.