Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 17

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 17
Þegar ég var í Stýrimannaskólanum var fátt komið af þeim tækjum sem nú þykja nauðsynleg. A-Ióran var þá það allra nýjasta. Við lærðum á tækin af sjálf- um okkur og öðrum. í dag er í raun kraf- ist fullkominnar tölvukunnáttu af skip- stjórum auk þess að kunna skil á öllum tækjum. Ég hygg að margir skipstjórar nýti sér ekki til fulls þá mögu- leika sem tækin bjóða upp á." Guðjón segir að mikið af þekkingu skipstjórnarmanna flytjist frá manni til manns og þannig þurfi stýrimaður að læra margt af þeim skipstjóra sem hann er hjá. En er Stýrimannaskólinn nógu góður í núverandi formi? „Það er hægt að færa hann mikið til nútímans og þarf að gera það. Mér finnst margt þurfa lagfæringar við þar. Það væri hægt aö auka mjög mikið verklega kennslu í notkun veiðarfæra, um fisk og fiski- göngur og lífríkið kringum landið. Fiskimenn þurfa að fylgjast vel meö náttúrunni og kunna að lesa táknmál hennar. Þessi þekking er til meðal skipstjórnarmanna og henni þarf að koma inn í skólann." Aðsókn að Stýrimannaskólanum er minni nú en áður og hefur farið minnk- andi undanfarin ár. „Þetta er afleiðing af úreldingarstefn- unni sem hér hefur verið rekin. Skipum hefur fækkað og þau hafa stækkað. Það er erfitt að fá pláss." Fiskifræðingar og sjómenn skilja ekki hver annan Á undanförnum árum hafa sjómenn og fiskifræðingar oft deilt um ástand fiskistofna. Sjómenn segja að fiskifræð- ingar viti ekki neitt en fiskifræðingar segja að sjómenn skorti yfirsýn. Er það vandamál að fiskifræðingar taki lítið mark á þekkingu sjómanna. „Skipstjórnarmenn vita gífurlega mik- ið um hegðun og göngur fisks og finna á sér hvernig er best að haga veiðunum. Þessa þekkingu er ekki alltaf auðvelt að setja fram í formi talnabálkna sem fiski- fræðingar geta skilið. Þegar samstarf og viðvera fiskifræðinga um borð í íslensk- um fiskiskipum minnkaði þá hættu menn að skilja hver annan nógu vel. Þekking íslenskra skipstjórnarmanna er gífurleg yfirgripsmikil og er stöðugt að verða aðgengilegri með aukinni tölvu- væðingu." Þorskurinn er ofverndaður Um hvað greinir sjómenn helst á við fiskifræðinga? „Okkur hefur fundist þorskurinn vera ofverndaður. Eins og þetta er í dag geng- ur veiðikerfið mjög illa upp því menn eru á flótta undan þorskinum alla daga. Fiskiveiðiárið 1992/93 börðust menn um á hæl og hnakka en náðu samt ekki leyfðum þorskkvóta. Þá var engan þorsk að finna. Ég tel að fiskifræðingar hafi vanmetið það hve þorskurinn er fljótur aö rétta við. Þetta er ein fjölhæfasta lífveran í hafinu sem étur allt sem að kjafti kemur frá fjöruborði niður á fimm til sexhundruð fabma og stækkar gífurlega hratt þegar hann kemst í æti. Víðtækar lokanir á veiðislóð fyrir Norður- og Norðausturlandi 1992-1993 hafa friðað stór svæði síðustu ár. Þarna hefur smáfiskurinn fengib að vaxa upp og samfara þessu hefur veriö góðæri í sjónum og nóg af loðnu og rækju fyrir hann að éta. Það verður sprenging í þorskstofninum sem við erum að sjá núna og þetta gerist nákvæmlega eins hér og i Barentshafinu þar sem enginn sá fyrir þá gífurlega auknu þorskgengd sem þar varð. Mér kæmi ekki á óvart þó þorskstofn- inn við ísland væri tvöfalt stærri en fiski- fræðingar halda." Ætti þá að auka þorskveiði þegar í stað? „Á því er ekki vafi. Það er ör- ugglega óhætt að auka veiðina strax um 50 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári. Með skyndi- | legri aukningu eftir eitt til tvö o z ár spillum við mörkuðum okk- ar því margar tegundir eru farnar að keppa við þorskinn. Þar fyrir utan er stærri þorsk- stofn keppinautur mannsins um rækjuna sem er mjög verð- mæt og því hníga flest rök til þess að skynsamlegt sé að auka veiðina þegar í stað. Meb því að vera meb svona lítinn þorskkvóta erum við að sóa gífurlegum verðmætum. Menn segja að kvótakerfið hafi stublað að auknum gæðum en það kemur enginn með skemmdan fisk eða dauöblóðgaðan ab landi" Fiski er hent Hefur kvótakerfið þá leitt til þess að fiski er hent? „Á þvi er enginn vafi. Mönnum er skapab erfitt starfsumhverfi sem neyðir þá til að gera hluti sem enginn vill taka þátt í. Það er verið ab leigja kvóta inn á skipin fyrir 95 krónur á kílóið og til þess ab standa undir því má enginn fiskur sem kemur í land vera undir 8 kílóum. Ég fæ mörg símtöl frá mönnum sem staðfesta þetta og þetta er ömurlegt ástand. Fyrir marga er þetta val milli þess ab fara framhjá kerfinu eða fórna afkomu fjölskyldunnar og þá velja menn ab reyna að tryggja afkomu síns fólks." 8000 sjómenn greiða tæpan fimmtung allra skatta Jónas Haraldsson lögfræðingur LÍÚ sagði í fyrra að leggja ætti niður hluta- skiptakerfi sjómanna. Róbert Guðfinns- son sem stýrir Þormóði ramma á Siglu- „Ég hefekkert verið sammála mínum flokki í þessu og hlýt því að spyrja mig hvort ég eigi eitthvert erindi íþessum flokki. Framsókn ístjómarsamstarfi við Sjálfstceðisflokk er vond ríkisstjóm." ÆGIR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.