Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1996, Side 18

Ægir - 01.04.1996, Side 18
firði tók nýlega undir þessar skoðanir og benti á að sjómenn þess fyrirtækis fengju 80% launanna þó þeir væru 20% mann- aflans. Hvert er þitt álit? „Jónas hefur rétt á sínum skoðunum. Hvað varðar talnaleik Róberts þá má benda á að sjómenn á íslandi borga tæp- lega 19% af öllum tekjuskatti lands- manna og er þá búið að draga frá sjó- mannafslátt. 8000 menn sem vinna fjarri heimilum sínum og njóta lítillar félags- legrar þjónustu og takmarkaðrar læknis- þjónustu en bera samt uppi fimmtung tekjuskattkerfisins. Breyting í fastlaunakerfi væri dauða- dómur yfir íslenskri útgerð sem er í dag á heimsmælikvarða í afköstum. Ég tel að einmitt þetta launahvetjandi kerfi eigi stærstan þátt í því aö útgerðin á íslandi er arðbær og getur keppt við útgerð í öðr- um löndum. Hlutaskiptakerfi sjómanna er auk þess eina launakerfið í landinu sem tryggir al- gert jafnrétti kynjanna og launamunur þess hæsta og lægst launaða getur mest orðið tvöfaldur. ASÍ gæti verið vel sátt ef launakerfi í landi væru þannig að sá hæsti fengi aldrei meira en tvöföld laun þess lægsta." Fjórtánföld laun verkamanns Guðjón fór í haust sem skipstjóri einn túr á lettneskum togara á veiðar í Smug- una og kynntist þá öðru launakerfi og öðrum vinnubrögðum. Skipið heitir Od- inkova, 1800 tonna skip með 22 manna áhöfn. Þetta skip er á vegum íslenskra útgerb- araðila og við þab var áhöfninni í fyrsta sinn greidd premía eða álag á veiddan afla. Enginn um borð hafði ábur unnið eftir launahvetjandi kerfi. Þar var bilið milli skipstjóra og annarra í launum það mikib að skipstjórinn hafbi fjórtánföld verkamannalaun áður en hann fór á sjó í fast kaup. „Mér er sem ég sæi íslenska útgerðar- menn tryggja okkur fjórtánföld verka- mannalaun í fastlaunakerfi. Ætli skip- stjórnarmenn myndu ekki flestir skrifa upp á slíkan samning." Algerlega kolólöglegt athæfi íslendingar hafa á síðustu tveimur árum lært að skilja hugtakiö „hentifána- skip" þegar íslenskir útgerðarmenn fóru að senda gamla kanadíska togara undir Belize fána í Smuguna. Fá hentifánaskip til fiskveiða eru í eigu íslendinga en stærsta fiskiskip flotans, Heinaste HF, var fært á íslenskt flagg í febrúar og er nú á veiöum undir íslenskum fána en ekki munu vera í gildi íslenskir sjómanna- samningar um borð og sitthvað fleira at- hugavert. Sjólaskip í Hafnarfirði, sem gera skipið út, segjast hafa leigt það fyrir- tæki á Kýpur. Hver eru viðbrögð sjó- manna? „Þetta er algjörlega kolólöglegt. Ef skip er undir íslensku flaggi á að lögskrá á það samkvæmt íslenskum lögum og þó Sjóla- skip hafi stofnaö eitthvert skúffufyrirtæki úti á Kýpur þá breytir það engu. Við munum aldrei viðurkenna þetta fram- ferði og ég trúi ekki að íslenskir útgerðar- menn sætti sig vib þetta heldur." Hvað er hægt ab gera? „Við stoppum ekki skipið í hafi en við getum stöðvað skipið hvar sem það kem- ur í höfn. Við höfum kært málið til ís- lenskra stjórnvalda og þau hljóta á taka á þessu lögbroti. „Breyting í fastlaunakerfi vœri dauðadómur yfir íslenskri útgerð sem er í dag á heimsmœlikvarða í afköstum" Ef Sjólaskip kemst upp með þetta þá hrynur íslensk útgerb eins og spilaborg. Og ef íslensk stjórnvöld ætla ab stuðla ab því þá eru þau að fremja glæp með af- skiptaleysi sínu." Byrjaði 14 ára Guðjón Arnar hóf sinn sjómannsferil ungur ab árum. Hann er fæddur 1944 og alinn upp á ísafirði, sonur hjónanna Kristjáns Guðjónssonar og Jóhönnu Jak- obsdóttur, sjötti í röð níu systkina. Fyrsta plássið fékk hann 14 ára á handfærabátn- um Bryndísi frá ísafirði en þar var skip- stjóri Agnar Jónsson sem margir þekkja af starfi hans hjá LÍÚ. Guðjón útskrifað- ist úr Stýrimannaskólanum 1966 og var stýrimaður á Guðbjörgu ÍS fyrst um sinn en fyrsta skipið sem hann stýrði var Gunnhildur ÍS. Guðjón stýrði bæði Guð- rúnu Jónsdóttur ÍS og Guðrúnu Guðleifs- dóttur ÍS en 1972 sótti hann nýjan skut- togara, Pál Pálsson ÍS, til Japan og var skipstjóri þar þangað til fyrir þremur árum. Hann er í hálfu starfi hjá FFSÍ og grípur í skipstjórn í afleysingum ennþá til þess að halda sér í þjálfun. „Ég tala við skipstjóra allt í kringum landið á hverjum degi svo ég veit alltaf hvað er að gerast á miðunum þó ég sé minna til sjós en áður." Guðjón hefur reynt á sjálfum sér þá gífurlegu tæknibyltingu sem orðið hefur á íslenskum fiskiskipum síðustu 30 ár. Fiskileitar- og staðsetningartæki eru yfir- leitt frekar nýlega til komin tæki en yfir- leitt voru klukkan og kompásinn helstu vinnutæki skipstjórans. „Við sigldum Guðrúnu Jónsdóttur einu sinni frá Bretlandi, bara með kompásinn því við höfðum ekkert raf- magn eftir að ljósavélin biiaði. Við feng- um versta veður við Shetlandseyjar og sáum síðast land við Færeyjar. Næsta land sem við sáum var á Prestabugtinni á ísafirði, en þá vorum við búnir að tengja dýptarmælinn." Margir telja að góðir skipstjórar séu gæddir nær yfirnáttúrlegum hæfileikum og sögur af draumspeki og sérviskutökt- um þeirra styðja þær frásagnir. Guðjón Arnar telur ekkert yfirnáttúrulegt við það að veiða fisk. „Þú þarft að hafa tilfinningu fyrir líf- ríkinu sem þú þjálfar með því að einbeita þér nógu mikið aö þeim verkefnum sem þú fæst við. Það má ekki hugsa um neitt annað eða sinna neinu öðru. Þú fylgist með þessu frá barnæsku og hlustar á það sem gömlu mennirnir segja. Mér hefur alltaf fundist gífurlega lærdómsríkt að tala við gamla fiskimenn. Það er hægt að grúska í fiskifræði og ýmsu sem tengist faginu og smátt og smátt byggist upp þekking og þá fara menn að vakna á næt- urnar og vita hvert þeir eiga að fara til ab finna fiskinn." □ 18 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.