Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Síða 19

Ægir - 01.04.1996, Síða 19
Sækjum fram í vökvakerfum segir Asmundur Guðnason hjá Bræðrunum Ormsson „Sterkasta ímynd fyrirtækisins meðal almennings er tengd þvottavélum og heimilistækjum en við fáumst auðvitað við margt annað og þjónusta við skipaflotann er traustur og vaxandi þáttur í því,“ sagði Ásmundur Guðna- son, verslunarstjóri hjá Bræðrunum Ormsson, í samtali við Ægi. Ásmundur Guðnason deildarstjóri í Bosch hjá Brœðrunum Ormsson og Sveinbjörn Sveinbjömsson verslunarstjóri í Bosch. „Helsti þátturinn er sá aö við rekum dísilverkstæði, hið fullkomnasta hér á ís- landi. Þar er stööugt bætt við tækjum og fylgst með nýjustu tækni til þess að halda þeirri stöðu." Þar er gert við olíuverk og spíssa og yf- irfarið og stillt ailt sem þarf. Þó Bosch selji ekki heilar vélar hefur framleiðsla einstakra hluta í olíuverk og olíukerfi ver- ið ríkur þáttur í starfseminni. „Við förum um borð í skipin og að- stoðum við viðgerðir eftir því sem þarf en það getur líka þurft að koma með hluti úr kerfunum hingað á verkstæðið og stilla þá. Olíuverkið er hjarta vélarinnar og það þarf að stiiia reglulega eftir kúnst- arinnar reglum," segir Ásmundur. Tveir starfsmenn hjá Ormsson eru sér- hæfðir í slíkum viðgerðum og stillingum og fást við lítið annað, enda dísilvélar í öllum fiskiskipaflotanum frá hinum smæstu til hinna stærstu með örfáum undantekningum og allar dísilvélar eru í grófum dráttum eins. Viðhaldsþörf er mismunandi en al- gengt mun að taka þurfi upp spíssa og hreinsa þá eftir 2000-3000 vinnustundir. „Vélarnar í hraðgengum fiskibátum eru að vinna undir miklu álagi og þurfa gott viðhald og við höfum séð mikla aukningu í því." Vökvakerfi - nýjung hjá Ormsson Að sögn Ásmundar ætlar fyrirtækið enn að bæta þjónustuna við fiskiskipa- flotann og bjóða í auknum mæli vara- hluti, viðhald, þjónustu og stillingu á vökvakerfum sem stöðugt verða stærri, umfangsmeiri og flóknari um borð í smærri skipum og stærri. Mikill fjöldi hluta í stýrikerfum um borð í t.d. togur- um er frá Bosch og það á sér þá skýringu að Bosch er sterkt merki á norskum markaði en þar er stór hluti flotans smíð- aður. „Við höfum sinnt slíkum verkefnum eftir pöntun fram til þessa en nú verður hægt að fá alla varahluti, loka, ventla og dælur frá Bosch. Þetta er þjónusta sem er eftirspurn eftir og við höfum lagt áherslu á hraðþjónustu í varahlutapöntunum og getum í mörgum tilvikum útvegað hluti frá Þýskalandi á einum degi." Ásmundur sagði að uppbygging lagers væri þegar hafin og í byrjun apríl ætti al- hliða lína að liggja fyrir á hverjum tíma og slíkt væri mikill kostur fyrir útgerðar- menn því tíminn er peningar í þeirri at- vinnugrein ekki síður en í öðrum. „Vökvakerfi geta verið bæði einföld og flókin og það nýjasta í þeim sem við sjá- um eru tölvustýrð kerfi í vinnuvélum sem nánast hugsa fyrir stjórnandann." Handverkfæri og fylgihlutir Bosch er stærsti framleiðandi heimsins í handverkfærum og fylgihlutum og það er vaxandi markaður í flotanum fyrir slíkt. „Vélstjórar þurfa alltaf góð verkfæri til þess að sinna viðhaldi og viðgerðum en eftir því sem búnaður eykst um borð í skipunum, eins og t.d. vinnsluskipunum, þá þarf að vera til meira af verkfærum tii ólíkra nota." Ásmundur benti einnig á að um borð í frystiskipum er mikið af fiskvinnsluvél- um og færiböndum sem áður voru ekki úti á sjó. Þessir hlutir eru allir undir miklu álagi og því er enn mikilvægara en áður að hægt sé að sinna öllu algengu viðhaldi úti á sjó og það verður ekki gert nema góð verkfæri séu til staðar þegar á þarf að halda. Umhverfismál á oddinn Bosch hefur verið í fararbroddi þeirra fyrirtækja í Þýskalandi sem láta sig um- hverfið miklu varða og taka t.d. við not- uðum handverkfærum og þau eru end- urunnin á margvíslegan hátt. Það eru smíðaðir upptakarar, vasahnífar og fieira úr gömlum borvélum svo eitthvað sé nefnt. „Sú stillitækni sem við bjóðum upp á frá Bosch hefur einnig ákveðna umhverf- isvernd að leiðarljósi. Áhyggjur manna af koltvísýringsmengum vaxa stöðugt.og ís- land er orðið aðili að alþjóðlegum samn- ingum um að draga úr slíkri mengun. Fiskiskipaflotinn er stærsti mengunar- valdurinn þegar útblástur er annars vegar og ein leiðin til þess að draga úr þessari mengun og nýta eldsneytið betur og þar með spara fé, er að sjá til þess að olíu- verkið sé alltaf í topplagi." Fyrir 110 árum Árið 1886 opnaði Robert Bosch verk- stæði fyrir fíngerða vélavinnu og raflagn- ir í Stuttgart í Þýskalandi. Þar eru enn höfuðstöðvar Bosch samsteypunnar sem er risavaxið alþjóðafyrirtæki sem veltir tugum milljóna marka á ári. Umboðsmaður Bosch á ísiandi eru Bræðurnir Ormsson, sem margir þekkja, en 1922 stofnaði Eiríkur Ormsson verk- stæði til rafvéla- og mæiaviðgerða og árið eftir gekk Jón bróðir hans til liös við fyrir- tækið. Nú starfa 42 starfsmenn í átta deildum hjá Bræðrunum Ormsson. □ ÆGIR 19

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.