Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Síða 24

Ægir - 01.04.1996, Síða 24
Sjúkrakassi vélstjórans Upphafiega íslensk hugmynd, segir Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Steinprýði „Upphaflega kom þessi hugmynd héðan frá okkur og E. Wood Limited í Bretlandi, sem er móðurfyrirtæki Thortex, henti hana á lofti og innan skamms var sjúkrakassi vélstjórans kominn á markað," sagði Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Steinprýði í samtali við Ægi. „Sjúkrakassi" vélstjórans er lítill kassi sem inniheldur birgðir af efnum sem nota má til hverskonar málm- og gúmmíviðgeröa. Þetta eru epoxyefni sem gerð eru virk með því að blanda saman grunni og hvata. Blandan harðnar á stuttum tíma og þolir gífurlegt álag og með þessu má gera við fjölda málmhluta, s.s. legur, öxla, kíla, þétta sprungur og yf- irleitt gera neyðarviðgerðir úti á sjó sem sparað geta stórfé og tíma. Efnin kald- storkna en eru fullhörðnuð meðhöndluö eins og hver annað málmur. í sjúkrakassa vélstjórans, sem er fram- leiddur af Thortex, eru næg efni til smærri viðgerða, leysiefni, hlutir til mæl- inga og blöndunar og síðast en ekki síst nákvæmar leiðbeiningar. Thortex er dótturfyrirtæki E. Wood Ltd. í Bretlandi sem er ríflega 100 ára gamalt og hefur alltaf starfað í efnaiðn- aði og margs konar framleiðslu sem teng- ist byggingariðnaði. Fyrirtækið fylgist vel með tímanum sem sést best á að það hef- ur veriö brautryðjandi í Bretiandi í því aö framleiða umhverfisvæn og lyktarlaus epoxyefni og hefur Thortex verið verð- launað fyrir framleiðslu sína á umhverfis- vænum vegg- og gólfefnum. „Ég lærði vélvirkjun og flugvirkjun á sínum tíma og starfaði sem flugvirki í 30 ár og þetta er það hugvitsamlegasta sem ég hef nokkru sinni kynnst," sagði Elías Guðmundsson. Fjölbreytt notagildi En umrædd efni koma víðar við sögu en úti á sjó og sem dæmi má nefna að úr þeim er steypt á skrúfublöð sem farin eru að tærast í sjó og af álagi en auðvelt er að slipa og renna epoxyefnin líkt og málm. Mikil not eru fyrir efnið, t.d. í virkjunum, og Hitaveita Suðurnesja hefur notab efni af þessu tagi til þess að bæta tærð Elías Guðmunds- son, framkvœmda- stjóri Steinprýði. „Sjúkrakassi" vélstjórans. túrbínublöö í varmaorkuveri veitunnar í Svartsengi sem tærast í heitum jarðguf- um. Landsvirkjun hefur gert tilraunir með að nota epoxyefnin í sama tilgangi í Búrfellsvirkjun til að laga sams konar slit- skemmdir sem stafa af vatni og sand- buröi. Árangur hefur verið góður og vax- andi eftirspurn á þessum vettvangi. Þessar sömu efnablöndur eru einnig notaðar til þess að húða innan dæluhús og lagnir sem eru undir miklu álagi og geta lengt líftíma tækja verulegu og dreg- ið stórlega úr viðhaldi og álagi. Sjúkrakassi vélstjórans getur verið ómetanlegt hjálpargagn þegar legan bil- ar, þéttingin springur, öxullinn rifnar eða hvað það er sem gerist og næsta vél- smiðja og varahlutur er í mörghundruö sjómílna fjarlægð. Oft heyrast fréttir af því þegar flogið er með varahluti til skipa um langan veg eba vélarvana skip dregið sólarhringum saman áleiðis í land vegna bilunar. Oft á tiðum hefði mátt bjarga hlutunum með neybarbirgðum eins og þeim sem finnast í sjúkrakassa vélstjór- ans. „Kassi eins og þessi kostar frá okkur um 14 þúsund krónur og að mínu mati er það ódýr trygging samanborið við kostnað af flugferðum og veibitapi." Mestur vöxtur í gólfefnum Fyrirtækið Steinprýði er 25 ára gamalt og hefur árum saman verið umsvifamikið í byggingariðnaðinum og einbeitt sér ab efnum til múr- og steypuviðgerba og eru þekktastir fyrir Thoroseal sem margir kannast vib en hafa í seinni tíb farið út í framleiðslu á eigin efnum til múr- og steypuvibgerða. Elías segir að það sé traustur þáttur í starfi fyrirtækisins en gólfefni séu sá þáttur framleiðslunnar sem mestur vöxtur er í. Steinprýði er meb margar mismunandi tegundir gólfefna, sem eru misjafnlega dýrar og endingar- góbar, en flestar gerbir þeirra hafa viður- kenningu frá Fiskistofu sem hentug efni fyrir fiskvinnsiur og matvælafyrirtæki. Gólfefni frá Steinprýði eru víða í fisk- vinnslum og fyrirtækið hyggst hasla sér völl í auknum mæli í lagningu gólfefna en sérhæfðir starfsmenn Steinprýði leggja réttu gólfefnin hvar sem er og á hvab sem er. „Um borð í frystitogurum eru aðstæð- ur líkar því sem eru í frystihúsum en mun meira álag á efnunum vegna hita- sveiflna og titrings. Vib erum með réttu efnin," segir Elías. □ 24 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.