Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1996, Side 25

Ægir - 01.04.1996, Side 25
Slysavarnafélag Páll Ægir Pétursson, deildarstjóri björgun- ardeildar Slysavamafélags íslands MRCC Reykjavík COASTAL og Tilkynninga- skylda íslenskra skipa Páll Ægir Pétursson Hér verður í stuttu máli fjallað um starfsemi björgunarmiöstöðvar Slysavarnafélags íslands og Til- kynningaskyldu íslenskra skipa og þann þátt sem hún skipar í björgunar- og almannavarnakerfi landsins. Þáttaskil í björgunarmálum Eftir aö Fiskifélag íslands var stofnað 1911 voru sjóslysavarnir og björgunar- mál oft til umræðu á aðalfundum þess og fiskiþingum. Á fiskiþingi hinn 14. febrúar 1925 komst skriður á þessi mál. Um það leyti urðu einhver ægilegustu slys í sögu íslenskrar sjósóknar á þessari öld, í ofsaveðri sem kallað er Halaveðr- iö mikla. í skugga þessara atburða voru málin rædd. Einhver þýðingarmesta til- laga nefndar sem stofnuð var til aö fjalla um þessi mál var að Fiskifélag ís- lands réði ráðunaut í björgunarmálum og var Jón E. Bergsveinsson ráðinn til þessa starfs vorið 1926. Að frumkvæði Jóns var stofnað til almenns fundar hinn 8. desember 1927 þar sem kjörin var fimm manna nefnd til aö semja uppkast að lögum fyrir væntanlegt björgunarfélag. Formaður nefndarinnar var Guðmundur Björnsson landlæknir og á almennum borgarafundi í Reykja- vík 29. janúar 1928, þar sem allir voru velkomnir, karlar, konur og börn eldri en 15 ára, var Slysavarnafélag íslands formlega stofnað Við stofnun Slysavarnafélagsins urðu þáttaskil í björgunarmálum íslendinga. Með kaupum á björgunartækjum lagði SVFÍ grunninn að björgunarsveitunum hringinn í kringum landið. Harðfylgi og dugnaður var alls staðar fyrir hendi og þessir frumkvöðlar björgunarmanna mynduðu net um alla ströndina eftir því sem hægt var að útvega tæki og þörfin var mest. Á. tækin var litið sem þjóðareign og höfðu björgunarmenn ákveðnum skyldum að gegna gagnvart þeim. Fyrstu árin var einblínt á sjóinn og á þau hörmulegu sjóslys sem tengd- ust mikilli sjósókn íslendinga. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins eru bæði land og sjóbjörgunarsveitir og margar sveitir eru hvort tveggja, enda þörf á slíkum sveitum á minni stöðum úti á landi og má þar nefna Flateyri og Súðavík. Ekki var liðinn nema einn mánuður frá stofnun félagsins þegar fyrst reyndi á mátt þess í þessum efnum þegar Jón forseti frá Reykjavík strandaði á Stafnesi, 15 menn fórust en 10 var bjargað í land. Björgunarmiðstöð MRCC Reykjavík Coastal Á íslandi eru tvær sjóbjörgunarmið- ÆGIR 25

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.