Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Síða 26

Ægir - 01.04.1996, Síða 26
stöðvar, björgunarmiðstöð Slysavarna- félagsins og stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar. Björgunarmiðstöð Slysavarnafélags- ins annast aðgerðastjórn meðfram strönd landsins og á svæðinu út frá henni. Alþjóðlegt heiti stöðvarinnar er MRCC REYKJAVÍK COASTAL. Björg- unarmiðstöðin er til húsa í aðalstöðv- um Slysavarnafélagsins að Grandagarði 14 og starfar Tilkynningaskylda ís- lenskra skipa undir sama þaki og lýtur sömu stjórn. Stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar annast aðgerða- stjórn á hafinu fyrir utan 12 sjómílur, en vib sérstakar abstæður getur hvor stjórn- stöðin sem er faliö hinni að taka við stjórn aögerða. Þetta leysir þó ekki stjórn- stöðina sem aðgerðina hóf undan ábyrgð. Svoköllub yfirstjórn leitar og björgun- ar á hafinu og við strendur íslands, sem skipuð er þremur fulltrúum, tilnefnd- um af Slysavarnafélagi ís- lands, Landhelgisgæslu ís- lands og Póst- og símamála- stofnun, skal koma saman í hlutaðeigandi stjórnstöð til að samræma aðgerðir, eink- um þegar upp koma atvik sem kalla á umfangsmiklar aðgerðir vib leit eða björg- un. Tilkynningaskylda ís- lenskra skipa skal í neyðar- tilvikum miðla upplýsing- um um ferðir skipa eftir því sem þörf krefur. í björgunarmiðstöð Slysavarnafélagsins er vakt allan sólarhringinn, á nótt- unni eru það starfsmenn Tilkynningaskyldunnar sem vakta stöðina ásamt bakvakt sem ætíð er til- tæk ef á þarf að halda. Á daginn er deildarstjóri eða staðgengill hans á bakvakt. Slysavarnafélagið hefur á að skipa 90 björgunarsveitum hringinn í kring- um landið og er mikil samvinna milli þeirra og björgunarmiðstöbvarinnar í útköllum og leitum ásamt eftirgrennsl- an báta. Slysavarnafélagiö hefur á að skipa 25 harðbotna björgunarbátum ásamt fjór- um björgunarskipum sem staðsett eru í Reykjavík, Sandgerði, Rifi og á ísafiröi. Auk þess eiga björgunarsveitirnar um 105 slöngubáta hringinn í kringum landið. í björgunaraðgerðum eru björgunarbátarnir undir stjórn björgun- armiðstöðvar í aðalstöðvum Slysavama- félagsins á Grandagarði. Björgunarmiðstöbin stjórnar æfing- um stóru björgunarbátanna og eru sér- stök leitarmynstur á sjó æfð og í björg- unarmiðstöðinni er tölva búin SAR leit- arforriti sem notab er vib æfingar og í raunverulegum leitum. Um þessar mundir er að koma sigl- ingatölva í björgunarmiðstööina sem nýtast mun vel í leitum á sjó og til æf- inga. Mun hún tengjast sérstökum upplýsingabanka sem nýst getur skip- stjórnarmönnum við störf sín. Slysavarnafélagið vinnur í samvinnu við Kerfisverkfræðistofu Háskóla íslands, Veburstofu íslands, Flugmálastjórn og Vegagerð ríkisins ab verkefni sem heitir lifandi veburvarp. Markmið verkefnisins er að nýta raunmælingar á veðri sem gerðar em af mörgum aðilum, m.a. í flug- vélum, skipum og í veðurathugunar- stöðvum. Mælingarnar verba unnar í rauntíma og gerum við okkur vonir um ab þær nýtist vel í leitum og björgunum bæði á sjó og landi því ætlunin er að upplýsingarnar komi beint inn á tölvurnar. Björgunarmiðstöðin tekur einnig virkan þátt í almanna- varnakerfi ríkisins og er það kerfi prófað einu sinni í viku. Björgunarmibstöð Slysavarna- félagsins hefur töluvert mikil samskipti við eriendar björg- unarmiðstöbvar og hefur ver- ið í góðu sambandi við bresku strandgæsluna og ' breska björgunarbátafélagið (RNLI). Hefur Siysavarnafélagið sent nokkra starfsmenn sína til þjálfunar hjá þessum aðilum, auk þess sem björgunarsveita- menn hafa farið á bátanám- skeið hjá RNLI. Námskeiðs- ferðir sem þessar hafa mikið gildi fyrir björgunarsveitastarf- ið og er óhætt aö fullyrða að björgunarsveitir okkar séu vel þjálfaðar, bæði í sjó og land- björgun, en hér er um sjálf- boðaliðastarf að ræða eins og kunnugt er. Á hverju ári sinnir björgun- armiðstöbin fjölda beiðna og voru á árinu 1995 samtals 587 atvik og beiðnir sem þörfnuðust skobunar og af- greiðslu. Nokkrar sjóbjörgunaræfingar eru haldnar á ári hverju og þá yfirleitt með Landhelgisgæslunni og stranda- stöbvum, oftast loftskeytastöbinni í Gufunesi. í vetur var haldin leitaræf- ing á sjó og tók Stýrimannaskólinn í Reykjavík m.a. þátt í henni. Þá hafa 26 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.