Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1996, Page 34

Ægir - 01.04.1996, Page 34
m af tógi drifnar af Pocalain Hydraulics MS25-2-G21-F50 tveggja hraða mótor kerfis- þrýstingur 210 bar, og net- vinda frá Ósey hf. Vökvadrif- in akkerisvinda með spilkopp. Þilfarskrani frá Bonfigli oli P 7500, 7,5 tonn metrar. Lestarbúnaður Lest er klædd með riðfríu stáli og einangruð með polyurethan og gerð fyrir 42 660 1 kör. Lestarlúga er úr áli og ofan á lúgu kemur fisk- móttaka sem rúmar 4,1 m3. íbúðir Ibúðir eru fyrir 6 menn í einum klefa framst á hvalbak. Eldhús og borðsalur er aftan við svefnklefa. S.b.-megin í hvalbak er snyrting og þar fyrir aftan stakkageymsla. íbúðir eru upphitaðar með rafofnum og einnig er rafdrifin loftræsting. Tæki í stýrishúsi Dýptarmælir er JRC JFV 100 MK II. Sodena Turbo 2000 leiðariti. Garmin 65 GPS. Northstar Europa GPS tengdur leiðréttingar- búnaði. Raytheon Nav 298 lóranbreytir. Talstöð er Sailor T 128/R 105 220 W SSB. Icom IC-M80 VHF stöð. Ratsjá er frá Koden MD-3000. Sjálfstýring er frá Neco Autopilot 528. Þakáttaviti. Vörður er frá Baldur Bjarnason 2182. Eldvarnakerfi er frá Rafiðn og Raflagnatækni. Neyð- artalstöð er frá Callbuoy. Björgunarbúnaður Tveir 6 m Viking björg- unarbátar, annar á sleppigálga, og flotgallar. A þaki stýrishúss er nýr ljóskastari frá Astra Lux 1000 W. □ REYTINGUR Loðnulýsi í osta Tilraun var gerð í mjólkurbúinu í Búðardal til þess að búa til feta-ost úr sérstaklega hreinsuðu loðnulýsi. Tilraun þessi var rannsóknarverkefni Margrétar Bragadóttur matvælafræðings á Rf og Snorra Halldórssonar efnafræðinema. Tilgangurinn var að prófa hvort nota mætti lýsið í stað rjóma við ostagerðina og lækka þannig framleiðslukostnað og auka jafnframt hollustu ostsins. Viðunandi áferð og útlit náðist en reyndir smakkarar frá Osta- og smjörsölunni dæmdu ostinn óhæfan sem markaðsvöru. Niðurstöður benda til þess að með bættri hreinsun lýsisins og vandaðri þráahindrun þess megi ná viðunandi árangri. (Rf-tíðindi, mars 1996) Nýtt nótaskip fyrir 630 milljónir Quantus Fishing Company í Peterhead á Skotlandi hefur samið við Flekkefjord skipasmíðastöðina í Noregi um smíði nýs nótaskips í stað gamla 0uantus sem Miðnes í Sandgerði keypti. Nýi 0uantus er teiknaður hjá Vik&Sandvik í Noregi og er annað nótaskipið sem þeir hanna fyrir Skota á þessu ári. Hitt var nýtt skip í stað Kings Cross sem selt var til Grindavík- ur. Nýi 0uantus verður 49,2 metra langur, 12,5 metra breiður og mun geta borið um 1300 rúmmetra í kælitönkum. (Fishing News, mars 1996) DALSHRAUNI 1 •220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 565 4420 • FAX 565 4401 FARS/ELL GKI62 Við óskum áfiöfti og útgerð tiC hamingju með endurbygginguna. Trésmiðjan Brim sá um aiU tréverk um borð. 34 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.