Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1996, Side 38

Ægir - 01.04.1996, Side 38
skiptiskrúfubúnaði frá Lips. í skipinu er búnaður fyrir svartol- íubrennslu, seigja IF 380. Tæknilegar upplýsingar [aðalvál með skrúfubúnaði): Gerð vélar 6R32BC Afköst 2005 KW (2725 hö) Snúningshraði 720 sn/mín Gerð niðurfærslugírs ERMD 2500 Niðurgírun 3,29:1 Blaðfjöldi skrúfu 4 Þvermál skrúfu 2600 mm Snúningshraði 219sn/mín Skrúfuhringur Fastur Á niðurfærslugír eru tvö úttök fyrir riðstraumsrafala, sem eru frá Leroy Somer, gerð TA 4010 L6, 512 KW (640 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz hvor. í skipinu er ein Baudouin hjálparvél af gerð 6P15SRE, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu, 220 KW (300 hö) við 1500 sn/mín. Vélin knýr 184 KW (230 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz riðstraumsrafal frá Leroy Somer af gerö TA 2810 L7. í skipinu er afgasketill frá Wanson, hitaflötur 52 m2, þrýst- ingur 10 bar, en einnig er olíukyntur ketill frá Wanson, gerð 400 BIS. Annar vélbúnaður, skipskerfi: Stýrisvél er rafstýrð og vökva- knúin frá Sperry, snúningsvægi 10 tm., og tengist hefð- bundnu stýri. Fyrir brennsluolíu- og smurolíukerfið eru þrjár Alfa Laval skilvindur af gerð WHPX405TG, tvær fyrir brennsluolíukerf- ið (gasolíu og svartolíu) og ein fyrir smurolíukerfið. Ræstiloft- þjöppur eru þrjár, tvær frá Ervor af gerð G 40-ELD, afköst 32,5 m3/klst við 30 bar þrýsting hvor, og ein frá Atlas Copco af gerð LT 930, afköst 33,2 m3/klst við 30 bar þrýsting. Fyrir vélarúm og loftnotkun vélaem tveir rafdrifnir blásarar, afköst 27000 m3/klst hvor. Rafkerfi skipsins er 380 V, 50 Hz riðstraumur fyrir mótora og stærri notendur og 220 V, 50 Hz til ljósa og almennra nota í íbúðum. Fyrir 220 V kerfiö eru tveir spennar 380/220 V. í skipinu er ferskvatnsframleiðslutæki frá Alfa Laval af gerð JWP 26-C50, afköst 5 tonn á sólarhring. Austurskiljan er frá Serep, afköst 0.5 m3/klst. Fyrir vélarúm er Halon 1301 slök- kvikerfi. íbúðir eru hitaðar upp með miðstöðvarofnum, sem fá varma frá afgaskatli og olíukyntum katli til vara. Loftræsting íbúða er með rafdrifnum blásurum, auk blásara fyrir innblást- ur, afköst 4200 m3/klst, eru sogblásarar fyrir eldhús, snyrti- klefa o.fl. Vinnsluþilfar er loftræst með 12000 m3/klst blásara. Fyrir hreinlætiskerfi er ferskvatnsþrýstikerfi og sjókerfi fyrir salerni. Fyrir vökvaknúinn vindubúnaö er vökvaþrýstikerfi (lág- þrýstikerfi) frá Sorenam (Norwinch). Um er að ræða fjórar raf- drifnar vökvaþrýstidælur af gerö SV15A, sem skila 1195 1/mín hver við 1450 sn/mín og 50 bar þrýsting, knúnar af 110 KW rafmótorum. Fyrir lúgubúnað, smávindur og vinnuþilfar er raf- drifið vökvaþrýstikerfi frá Landvélum hf., tvær Rexroth dælur, 100 1/mín við 210 bar þrýsting hvor, knúnar af 37 KW rafmót- orum. Stýrisvél er búin tveimur rafdrifnum vökvadælum. Fyrir frystitæki og frystilest er kælikerfi (frystikerfi), stað- sett í rými s.b.-megin í vélarúmi. Kæliþjöppur eru þrjár frá Grasso, tvær af gerðinni RC 4211, knúnar af 90 KW rafmótor- um, kæliafköst 113500 kcal/klst (132 KW) við -35°C/-/+40°C hvor þjappa, og ein minni, knúin af 30 KW rafmótor, kæliaf- köst 30400 kcal/klst (35.3 KW) við -35°C/-/+40°C. Kælimiðill er Freon 22. Fyrir matvælageymslur (kæli og frysti) er sjálf- stætt kælikerfi, kælimiðill Freon 22. íbúðir Almennt: íbúðir eru samtals fyrir 27 menn í þremur 4ra manna (nýttir fyrir þrjá), fimm 2ja manna og fimm eins manns klefurn, auk sjúkraklefa. íbúðir eru á þremur hæðum framskips, þ.e. á efra þilfari, bakkaþilfari og brúarþilfari. Efra þilfar: í íbúðarrými fremst á efra þilfari er hlífðarfata- geymsla (sloppageymsla fyrir vinnuþilfar) s.b.-megin, en b.b.- megin eru matvælageymslur (þurrgeymsla, kælir og frystir). Þar fyrir aftan eru tveir eins manns klefar (annar með sér- snyrtingu) b.b.-megin, en s.b.-megin og fyrir miðju eru tveir borðsalir, snyrting með salerni og sturtu og stakkageymsla (fyrir togþilfar) út við s.b.-síðu. Eldhús er aftast fyrir miðju. Bakkaþilfar: Fremst í íbúðarými á bakkaþilfari er snyrtiher- bergi með þremur salernisklefum og þremur sturtuklefum s.b.-megin, til hliðar við snyrting með salemi og sturtu, stiga- gangur milli hæða og þvottaherbergi, en b.b.-megin er sjúkra- klefi meö sérsnyrtingu. Fyrir miöju, aftan við þvergang, eru tveir tveggja manna klefar og stigagangur upp í brú. í rým- um meðfram síðum eru svefnklefar, s.b.-megin þrír 4ra manna klefar, en b.b.-megin eins manns klefi og þrír tveggja manna klefar. Bníarþilfar: Á brúarþilfari, s.b.-megin aftan við stýrishúsið, er skipstjóraklefi með sérsnyrtingu og b.b.-megin er eins manns klefi, auk salernisklefa. íbúðir eru einangraðar og klæddar meö plasthúðuðum spónaplötum. Vinnuþilfar (fiskvinnslurými) Móttaka afla: Framan við skutrennu er vökvaknúin fiskilúga sem veitir aðgang að fjórskiptri fiskmóttöku, um 60m3 að stærö, aftast á vinnuþilfari. í efri brún skutrennu er vökvaknúinn skutrennuloki. Móttakan er klædd ryöfríu stáli og búin kælingu, lokuð að framan með þili og búin fjómm lúgum til losunar. Meðhöndlun afla: í skipinu er búnaður til bolfiskflaka- vinnslu og heilfrystingar á karfa og grálúðu. Vinnslubúnaður svo sem færibönd, blóögunar-, þvotta- og safnkör, snyrti- og pökkunarborð eru frá Þ&E hf., sem einnig annaðist niður- 38 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.