Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 46

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 46
Á íslensk netagerö í harðri sam- keppni við innflutning? „Það er talsverð samkeppni en þrátt fyrir það er markaðshlutdeild íslenskra verkstæða og Hampiðjunnar töluvert há. Við höfum alltaf haft samkeppni við innflutt net og tilbúin veiðarfæri. Það tryggir að fyrirtækin og atvinnugreinin í heild verður að standa sig." Takmörkuð sérhæfing netagerða Þó öil netaverkstæði reyni að veita al- hliða þjónustu þá verður smátt og smátt til sérhæfing sem mótast oft af því hvernig útgerðarmunstur er algengast í þeim landshluta sem fyrirtækið starfar í. Stundum byggir sérhæfingin á stærð- inni eins og í tilfelli Hampiðjunnar sem er eina verkstæðið sem framleiðir flottroll í yfirstærð enda eina fyrirtækið sem hefur húsnæði og tækjakost til þess. Sum verkstæði eru mest í botn- trollum meðan önnur eru sérhæfð í nótaviðgerðum. Á síðasta ári kom loðnunót til viðgerðar á Netagerð Vest- fjarða og mun það hafa verið í fyrsta sinn í 25 ár. Á Austurlandi og Suður- nesjum eru menn betur heima í nótun- um en kannski síður í rækjutrollum. Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. á Neskaupstað hefur þá sérstöðu að vera umboðsaðili SORT-X smáfiskaskilju sem hefur vakið mikla athygli. Þetta er sérhæfingin i hnotskurn en hún veröur aldrei mjög mikil. Fyrir utan hin hefðbundnu neta- verkstæði eða netagerðir sem starfa í flestum landshlutum er talsvert um að útgeröarfyrirtæki reki sín eigin verk- stæði sem sjá um alla þjónustu fyrir eitt eða tvö skip en lítið annað. Slík verkstæði geta varla talist í hópi eigin- legra netagerða. Einar Hreinsson: Brautryðjendur fyrir vestan „Hér á ísafirði stóð vagga rækjuútgerðarinnar svo þróun og útfærsla á rækjutrollum hefur verið verkefni okkar frá upphafi og skapað okkur sögulega og faglega sérstöðu," sagði Einar Hreinsson sjávarútvegs- fræðingur og starfsmaður Netagerðar Vestfjarða í samtali við Ægi. Einar Hreinsson sjávarútvegsfrœðingur og starfsmaður Netagerðar Vestfjarða að vinna með neðansjávarmyndatölvu. Netagerð Vestfjarða á ísafirði er stofnuð 1954 og er eina netagerðin á Vestfjörðum og starfrækir auk þess úti- bú á Hvammstanga. Starfsmenn eru 15-20 talsins á báðum stöðum. Eins og búast má við eru viðfangs- efni Netagerðarinnar nátengd þeim veiðum sem Vestfirðingar stunda mest og ber þar hæst rækjutroll og fiskitroll en að sögn Einars kom mikill fjörkipp- ur í gerð rækjutrolla þegar úthafsveiðar jukust. Netagerð Vestfjarða er eina netagerð- in á landinu sem á neðansjávarmynda- vél sem hægt er að nota til þess að fylgjast með dregnum veiðarfærum í notkun. Myndavélina eignaðist Neta- gerðin árið 1982 og hefur hún verið mikið notuð til rannsókna á ýmsum út- færslum veiðarfæra. Þetta hafa annars vegar verið sjálfstæðar rannsóknir Neta- gerðarinnar en einnig hefur vélin verið notuð við ýmis rannsóknarverkefni á veiðarfærum á vegum Hafrannsókna- stofnunar og Hampiðjunnar. „Við keyptum þessa vél fyrst og fremst í okkar eigin þágu," sagði Einar. „Við vildum vita meira um virkni okkar veiðarfæra og fræðast meira um hæfni þeirra yfirleitt. Þetta hefur því verið not- að til þess að þjónusta okkar viðskipta- vini beint og óbeint." Þannig hefur vélin og sú reynsla sem fengist hefur með rannsóknum hennar skapað Netagerðinni ákveðna sérstöðu. En hafa rannsóknirnar leitt til mikilla breytinga? „Það er misjafnt. Við höfum skoðað allar gerðir botnvörpu sem í notkun voru á þessum tíma og síðan og í kjöl- farið hafa verið gerðar meiri og minni breytingar á þeim öllum. Þessar rann- sóknir hafa skapað mikla þekkingu og aukið öryggi og hæfni veiðarfæranna. Frá okkar bæjardyrum séð er mikil- vægast að allar upplýsingar sem fást á þennan hátt fara um okkar hendur fyrst þó auðvitað sé það svo að þær komi að lokum atvinnugreininni í heild til góða. En þetta gefur okkur forskot." Veiðitæknin f raun stöðnuð Er fyrirsjáanleg mikil framþróun í þessari starfsgrein að mati Einars eða er fullkomnun náð? „Með sterkari efnum sem nú eru að ryðja sér til rúms vona menn að þeir geti stækkað veiðarfærin, gert þau létt- ari og notað í auknum mæli tóg í stað víra en það er of snemmt að segja til um það. Á heildina litið má segja að framþró- un sé of hæg og ailtof lítið unnið að rannsóknum. Þannig má segja að veiði- tæknin sé stöðnuð og þetta sé hálfgert fúsk. Hins vegar dugar þetta okkur eins og er og gefur vel af sér og á meðan verður lítil framþróun. Ég tel að við höfum sáralítið nýtt okkar tækniþekkingu heimsins til þess að veiða fisk. Við getum sent mann til 46 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.