Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Síða 50

Ægir - 01.04.1996, Síða 50
Jón Holbergsson: Margt skemmtilegt að gerast Á netaverkstæði Jóns Holbergssonar í Hafnarfirði er ekki bara stagað í götin heldur fengist við nýjungar og framþróun. Jón Holbergsson netagerðarmeistari hefur rekið verkstæði í 30 ár og alltaf haft áhuga á nýjungum. Árið 1986 hannabi Jón nýja gerb af humartrolli sem hlaut vinnuheitib Gaflarinn og eftir tilraunir á rann- sóknaskipinu Dröfn hefur þab rutt sér mjög til rúms og nú hefur flestum humartrollum veriö breytt til samræm- is við þær breytingar sem Jón setti fram með Gaflaranum. Ennfremur hefur verkstæbi Jóns á undanförnum árum tekið þátt í tilraun- um með dragnót sem leiddu til grund- vallarbreytinga á dragnótinni og gera hana að öflugra og skilvirkara veiðar- færi. Við rannsóknir þessar og tilraunir var notub neöansjávarmyndavél og af- raksturinn varð ný gerð af dragnót sem er kölluð Gleypir í samræmi við aukna veiðihæfni. Breytingarnar fólust eink- um í því að nota þrjá grandara í stað tveggja áður og auka í netið en við það hækkaði höfuðiínan í 10 til 11 metra hæb eba um helming. Svipaöar rannsóknir sem Jón Hol- bergsson tók þátt í leiddu til breytinga á fótreipistrolli fyrir fiskibáta sem gefa meiri opnun og aukna veiðihæfni. „Vib höfum útbúið nýjar tveggja grandara nætur sem lofa góðu. Þab er vaxandi áhugi manna á endurbótum og margt athyglisvert ab gerast í þessari atvinnugrein," sagði Jón í samtali við Ægi. Jón Eggertsson: ISO-staöall tryggir gæðin „Verksmibja Mörenot hefur fengið vottun samkvæmt ISO- 9001 stabli sem er trygging fyrir gæðum og mikib öryggi fyrir okkur og okkar viðskiptavini," sagði Jón Eggertsson netagerðar- meistari í Netanausti í samtali við Ægi. Jón er umboðsaöili fyrir norska netaframleiðandann Mörenot og segir að mikil loðnuveiði og vonir um aukna síldveiði skili sér í vaxandi eftir- spurn eftir nótum og nótahlut- um. Mörenot er fyrst netafram- leiðenda til þess að fá umrædda vottun og eina verksmiðjan í Evrópu sem hefur hana. Erling Proppé: Sérfræðingar í rækjutrollum „Netaverkstæbib okkar er 10 ára gamalt um þessar mundir og þar vinna 14 manns. Við erum einkum í rækjutrollum og erum stærstir í því hér á Reykjavíkur- svæðinu," sagði Erling Proppé hjá Seifi hf. í samtali við Ægi. Hann benti ennfremur á ab Seif- ur hefði bestu aðstöðu í Reykja- vík til þess að taka loðnunætur beint frá borði og í hús sem væri alltaf eftirsótt. „ Við höfum útbúið nýjar tveggja grandara ncetur sem lofa góðu," segir Jón Hoibergsson netagerðarmeistari. 50 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.