Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1996, Qupperneq 54

Ægir - 01.04.1996, Qupperneq 54
Oryggismál sjómanna eru ormagryfja segir Jóhann Páll Símonarson bar- áttumaður fyrir bættu öryggi á sjó „Öryggismál sjómanna eru ormagryfja. Það er margt sem er ekki eins og það á að vera og ef maður vill afla sér upplýsinga eða benda á það sem úrskeiðis fer mætir manni þögn eða afskiptaleysi. Helsta vörn manna virðist vera að þegja," segir Jóhann Páll Símonarson háseti á Brúarfossi og baráttumaður fyrir bættu öryggi sjómanna í samtali við Ægi. Jóhann Páll hefur veriö í nokkurs konar herferð í þessum efnum í rúm 10 ár en Suðurlandsslysið svokallaða mark- ar upphaf afskipta hans af öryggismál- um en 24. desember 1986 sökk flutn- ingaskipið Suðurland við Færeyjar og með því nokkrir menn. Jóhaim Páll Símonarson er einbeittur bar- áttumaður fyrir auknu öryggi sjómanna. Fór með bát upp í ráðuneyti Jóhann Páll hefur safnað gögnum, skrifað bréf og athugasemdir, beint mál- um upp á eigin spýtur til saksóknara og stundað sjálfstæðar rannsóknir í þessum efnum og ritað aragrúa blaöagreina. Hann hefur stundum beitt óhefð- bundnum baráttuaðferðum og fyrir tveimur árum tróð hann uppblásnum gúmmíbát inn í samgönguráðuneyti til þess að sýna mönnum fram á aö bátur- inn væri ónýtur vegna þess aö hann færi í sundur á límingum. Jóhann held- ur því fram að bátar af þessari tegund séu varasamir og þeir finnist ónýtir á hverju ári i skoöun og rannsókn Iðn- tæknistofnunar sem fram fór að beiðni Rannsóknarnefndar sjóslysa staðfesti galla í límingum. Jóhann hefur krafist þess að bátar af umræddri gerð verði innkallaðir en ekkert hefur enn gerst í þeim efnum. Jóhann hefur mikið gagnrýnt að bát- ar undir 8 metra lengd skuli vera und- anþegnir skyldu að vera með gúmmí- báta um borö. „Útgerðarmenn ráða alltof miklu og þeir hugsa bara um peninga og hvað hlutirnir kosta. Að smábátarnir skuli vera undanþegnir er alveg ófært því það eiga að gilda sömu reglur fyrir alla." Víða pottur brotinn Jóhann hefur ekki aðeins barist fyrir strangara eftirliti með gúmmíbátum heldur hefur hann bent á að eftirliti með reykköfunartækjum sé mjög áfátt, flotgallar af ýmsum gerðum séu óhentugir, þjálfun sjómanna í öryggis- málum sé ábótavant og sitthvað fleira. Nauðsyn þess að blóðflokkur allra sjó- manna sé skráður um borð er meðal baráttumála hans. Hann hefur blandaö sér í umræður um sjálfvirkan sleppibún- að sem hann kallar dapurlega sögu. „Þaö er af nógu að taka því þegar ör- yggismál sjómanna eru annars vegar megum við aldrei sofa á verðinum og sætta okkur við þaö næst besta. Ef eitt- hvað er ekki nógu gott þá verðum við að þora að viðurkenna það en það eru því miður mýmörg dæmi um að eftirlit- ið sé í molum." Breytingar ekki alltaf til góðs Jóhann segir að stundum telji menn sig vera að gera endurbætur á öryggis- búnaði en það snúist í höndum þeirra og verði afturför. Sem dæmi um þetta tekur hann breytinguna þegar ullarfatnaður var tekinn úr gúmmíbátum og varma- pokar gerðir að skyldubúnaði í stað þess. „Ég er ekkert að segja að ég hafi meira vit á þessum málum en aðrir en ég hef mikinn áhuga og vil gjarna kynna mér þau enn betur. Ég hef verið sakaður um rangfærslur og í framtíðinni mun ég aðeins hafa skrifleg samskipti við stofnanir og ráðuneyti sem ég leita til svo ekkert fari milli mála." Jóhann segir að á þeim tíu árum sem hann hefur haft afskipti af öryggismál- um sjómanna hafi ýmislegt áunnist en áhugaleysi manna sé erfitt viðureignar. Gefst aldrei upp Jóhann segir að sparnaöur sé farinn að koma niður á öryggismálum í kaup- skipaflotanum og nefnir sem daémi margra ára reglur um lokaða björgunar- báta sem mikið vanti á að sé framfylgt og undrast að enginn togari skuli vera með lokaðan bát. „Ég gefst aldrei upp. Ég mun alltaf fylgjast meö þessum málum. Sofanda- háttur einstakra ráðuneyta og stofnana er þeirra mál en ég hætti aldrei ab berj- ast. Ég er ekki að sækjast eftir neinum vinsældum." 28 ár til sjós Jóhann hefur verið til sjós í 28 ár þar af 26 ár á skipum Eimskips. Ferill hans hófst á Leifi heppna, færeyskum neta- bát á saltfiski við Grænland. Hann var árum saman á fiskibátum og segir að Finnbogi heitinn Magnússon skipstjóri á Helgu Guðmunds og Látraröst hafi verið besti skipstjóri sem hann var með. Jóhann hefur verið hjá Eimskip lengst af og segist vera lítið fyrir ab skipta um starf þó laununum hafi hrak- að og hann sé varla matvinnungur nú orðið en upphaflega var löng biðröð eft- ir að komast í pláss á farskipum. □ 54 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.